Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Qupperneq 8

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Qupperneq 8
víst líka köllun. Það þykir orðið feikn varið í að eiga eftir hann málverk. — Þú minntist á ljóðaást ungra manna í æsku þinni. Myndir þú telja slíku hafa hrakað eða hina gömlu bændamenningu vera á undanhaldi? — Ja — þessi menning. sem kennd hefur verið við bændur. Ég veit varla, hversu mikið réttnefni það er. Ég held, að menn hafi þá oftast einstök heimili í huga. Miklu réttara væri að kenna hana við presta. Prestssetrin voru venjulega menningarmiðstöðvar í hverri sveit. Prestarnir höfðu notið menntunar.og þeir bjuggu oft á beztu jörðunum. Nú nenna fæstir prestar lengur að búa. Annars var hér víst eitthvað af menningarheimilum í Borgarfirði, og ég var svo heppinn í æsku minni að vera um tíma á einu því bezta, Gilsbakkaheimilinu. Aftur á móti nær fólk almennt nú miklu betur til þess, sem á boðstólum er, í menningarlegum efnum. Einangrun er ekki lengur til. Hvers konar áhrif og menntun berast nú mun greiðleg- ar til ungs fólks en áður. Ég reikna með því að hafa vafalaust misst eitthvað við það að vera aldrei í skóla í æsku. Ég á ekki við próf eða titla, heldur þau almennu menningarlegu og félagslegu áhrif skólavistar. Þó er ég auðvitað með öllu ókunnugur þeirri hlið. Maður veit aldrei til fulls það, sem maður hefur ekki reynt. o o o — Þú gerðist bóndi hér á föður- leifð þinni. Hvernig hefur þeim samið skáldinu og bóndanum? — Það er nú ekki fyrr en á síð- ustu árum sem íslenzk skáld hafa komizt hjá því að vinna fyrir sér með öðru en skáldskap, og má þó enn telja þau, sem það gera, á fingrum annarrar handar. Má sjálfsagt gera ráð fyrir, að mikið af skáldskap hcfði orðið betra, ef hann væri ekki tóm- stundaverk. En það er engin leið að gera sér grein fyrir, hver raunin hefði orðið, ef öll skáld hefðu átt þess kost að helga sig einvörðungu bókmennta- iðju. Og hefðu engir aðrir fengizt við skáldskap en þeir einir. sem eingöngu gátu helgað sig listinni, er áreiðan- legt. að íslenzkar bókmenntir væru heldur fátæklegar, því að allur fjöld- inn hefur orðið að sinna öðru sem brauðstarfi. Mín afstaða hefur verið sú, að fyrir bragðið. að ég hafði lífsstöðu, sem ég gat lifað af, var ég ekki neyddur til að gera ncinum til hæfis. Ég hef getað sagt meiningu mína öllum óháður. Það er fátt hættulegra skáldi, sem ætlar að helga sig bókmenntum ein- vörðungu, en telja sig skuldbundið einhverjum. Og sú hætta getur ávallt legið í leyni fyrir ungum skáldum. Staða bóndans er svo sem hvorki bétri eða verri en önnur störf, þótt hann hafi kannske ekki drepið í sér barnið eins og sumir kalla það. Ein- angrun er heldur ekki til í þeirri merkingu, sem áður var. Svo er það nú þannig um Borgarfjörðinn, að hér hefur verið betra að lifa en víðast annars staðar. Andleg einangrun hef- ur aldrei verið til í þessu héraði. Nú víkjum við að því, hvort Guð- mundur telji sig hafa orðið fyrir á- hrifum af einhverjum sérstökum 6 DAGSKRÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.