Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 13

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 13
Þorgeir Sveinbjarnarson: Dýfingar Lífs míns perlufljót. Eg leita þín, lokkaelfur, drauma minna Rín. Hátt yfir alla bakka ást þín streymir. Þinn öldubarmur kvikur dýran fjársjóð geymir. Ég skyggnist órór ofan í reginhyl. Undir lygnum hjúpi bœrist strengur glettinn. Hverfist eins og hringiða við klettinn. Ég steypi mér á kaf í strauminn þann og finn í faðmi þínum annan mann. Kvöld við ósinn Síðasta aldan á voginum hnigin vestur. Vegalaus gestur á ferð um þagnarhyl með þunga ævi í spori. Kominn langa leið frá sínu vori. Með storm í fangi stökk hann eitt sinn fram úr þröng, þræddi streng og söng. En nú er hann aðeins gamalt vatn á gangi. Staulast, styðst við bakka. Stynur hljótt. Horfir sljótt á nótt við næsta leiti. Neyðaróp hans hvísl sem varla skilst. Enginn heima. Hefur hann kannski villzt? DAGSKRÁ ll

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.