Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Qupperneq 15

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Qupperneq 15
kominn yfir hana og þau sukku djúpt og innilega í dúnsængina. — Alveg satt; það getur einhver komið. — Uss, sagði hann. Hún reyndi að bylta sér, en hann hélt henni fastri í sænginni og kyssti hana meðan hún bylti sér og hafði spennt fætur hennar í sund- ur. Þá mundi hann að sængin myndi óhreink- ast af stígvélum hans, en gleymdi því nær samstundis og hélt áfram að leita í kjólnum og sparka með fótunum. — Ekki núna, sagði hún. — Uss. — Það er ekki hægt. — Hvers vegna ekki. — Það er bara ekki hægt. — Hvers vegna. — Heldur seinna. — Nei. Þau stimpuðust dálítið enn og hann var kominn með kjólinn upp um hana. — Gerðu það; hættu. — Nei. — Ég bið þig. — Nei, núna. — Nei, Óli. — Jú, núna. — Alveg satt; þetta er ekki hægt. — Ekki kjafta. Ekki kjafta svona voðalega. — Gerðu það hættu. Gerðu það hættu og farðu með höndina. Gerðu það, vertu ekki þarna með höndina. — Það kemur enginn. — Víst; heyrirðu bara. — Heyra hvað. — Það er einhver að koma. Hann heyrði ekki neitt; samt reis hann upp og tók flöskuna af útvarpinu. Hún dró kjólinn niður fyrir lærin og settist framaná. Hann horfði stöðugt á hana á meðan, en lét hana vera af því hann heyrði í einhverjum niðri í anddyrinu. — Það eru komnir gestir, sagði hún. — Vitleysa: ég hef ekki heyrt í bíl. Meðan hann hlustaði kom malið í jarð- ýtunni í gegnum sýslið í anddyrinu. Það barst til hans í öldum utan frá ánni. Konan fór að reyna að dusta leirinn af sænginni, sem hafði komið af stígvélum hans. — Sjáðu hvernig þú hefur gert sængina. — Gert hvað, sagði hann. — Sængina. — Hverju skiptir það. Hún stóð upp og ýtti aðskornum kjólnum niður á breiðum flötum mjöðmunum og þær hreyfingar hennar báru sýslið í anddyrinu ofurliði. Hann lagði gosdrykkjarflöskuna frá sér í gluggakistuna og tók hana í fangið. Hún reyndi að losna og varð dálítið móð, en hann vildi ekki sleppa henni. — Ekki aftur, sagði hún. — Nei, sagði hann og varð rólegri, en sleppti henni ekki. — Komdu heldur í kvöld. — Já. Hún tók fast utan um hann og lyfti hon- um upp og setti fram magann og lét hann liggja þannig fast og þungt á maganum og hann heyrði á nasahljóði hennar að hún átti erfitt um andardrátt. Hann beit hana í öxl- ina, fast í gegnum svartan þjónustukjólinn og hún kveinkaði sér og lét hann síga niður. — Lyftu mér, sagði hún og hann lyfti henni og setti magann fram og lét hana hvfla þannig. Hún hreyfði sig ekki og virtist kunna vel við sig þannig meðan hann reyndi að skilja þessar kúnstir í henni og hugsaði að þetta væri eins og setja bagga á klakk. Ein- hver var að korna upp stigann og hún kippt- ist til framan á honum, af því hún fann hún var heit og rjóð í andliti og það hlaut að sjást hún væri í uppnámi. — Slepptu mér, hvíslaði hún. — Nei. — Slepptu mér strax: það er einhver að konta. Þá heyrði hann líka að gengið var upp stigann og lét hana síga niður. Þau heyrðu að stigamanneskjan fór inn í salernið fremst á ganginum og lokaði að sér. — Við skulum koma, sagði hún. — Einu sinni áður, sagði hann. Þau stóðu fast upp við hvort annað og hann var algjörlega tómur í höfðinu og fannst hann væri að týnast með öllu meðan hún kyssti hann. Hún var að reyna spenna varir hans sundur með tungunni og fletja þær út og þau hættu ekki fyrr en byrjaði að hvína i skolvatninu í salerninu. Þau sögðu ekkert og hlustuðu eftir fótatak- inu, sem færðist niður stigann. Honum fannst hann mundi geta látið sumarkaupið sitt fyrir að mega loka efri hæðinni í tíu mínútur. Þegar fótatakið var horfið var ekkert eftir DAGSKRÁ 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.