Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Síða 23

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Síða 23
GAMLI MAÐURINN — Það, sem þessi unga stúlka segir, það segir hún því aðeins að þcr hafið hugsað það, hún cr ekkert ann- að en bergmál yðar. ARI — (Með ugg) Bergmál mitt? Þér hafið áður imprað á þessu. Hver er ástæðan? GAMLI MAÐURINN — Æ, hversvegna þarf ég að fara í kringum sannleikann. ARI — Sannleikann? Þér segið ekki satt, gamli maður. Hún hefur sagt yður það, sem ég mundi aldrei hugsa. Þetta er frá- leitt. GAMLI MAÐURINN — Stúlkan þarna, þetta blóm í skógi, Orchis purpurella, hún cr aðeins til í draumi yðar. (Stúlkan hrópar upp yfir sig). ARI — Orchis purpurella? Er hún það blóm, sem þér leituðuð? GAMLI MAÐURINN — Hún cr draumur yðar. ARI — (Titrandi af geðshræringu) Nei, það cr ekki satt. Sjáið þér til. Ég hef verið að leita að lagi í marga mánuði, ég hef ekki getað hugsað og ekki samið, en í nótt kom hún með lagið og hvernig gæti hún það, ef hún væri ég? GAMLI MAÐURINN — Frálcit undanbrögð, ungi maður, þér ættuð að horfast í augu við staðreyndirnar. Þegar þér vaknið í fyrramálið, verður stúlkan ekki lengur til. Þykir yður ekki undarlegt, að hér skuli öll tré vera í skrúða, þó um hávetur sé? Það er af því að þetta rjóður er hvergi til nema í draumi yðar. ARI — En af hverju eruð þér svo vissir um, að mig sé að dreyma? Af hverju getur hana ekki verið að dreyma? GAMLI MAÐURINN — Væri það hetra? Annaðhvort ykkar er aðeins til í draumi liins. Aðeins annað ykkar er í raun og veru, það ykkar sem dreymir. Hitt er ekki til. Væri það betra að hana dreymdi? ARI — Betra? Þykizt þér ekki vera útvalinn boðberi sannleikans? Kemur það málinu við, hvort mér þykir eitt betra en annað? Staðreyndirnar standa sjálfsagt óhaggað- ar eftir sem áður. SIÚLKAN — Nei, trúðu honum ekki. Er það satt, sem hann segir? Ég vil ekki láta það vera satt. ARI — Sál mín hrópar: satt, hjarta mitt: lýgi. STÚLKAN — Hvort okkar dreymir? Ég vil vita það. Ef mig dreymir, þá skal ég aldrei samþykkja, að þú sért ekki til. Ó, ég vil fá að vita það. Ég vil fá að vita það. Ég ætla að berjast gegn þessum gamla manni. Ég veit það vel að ég get það, ég finn svo vel að það er eirthvað, sem hann skilur ekki, og það er einmitt það, sem allt veltur á. Ég skal ekki gefast upp, og upp úr baráttu minni skalt þú rísa, í vöku og veruleika. ARI — Ég hugsaði þetta ekki. Yður skjátlast, gamli maður. Hún er annað og meira en aðeins draumur minn. GAMLI MAÐURINN — Það fljóta ekki all- ar hugsanir ofan á. ARI — En þetta var ekki hugur minn. Ég veit það. Hana er að dreyma. Ég er ekki til. STÚLKAN — Ef við viljum bæði vera til, getur þessi maður ckkert. Ég skipa yður, farið burt, gamli maður, farið burt. GAMLI MAÐURINN — Til einskis, til einskis. Við förum bráðum. STÚLKAN — Við? Ekki ég. Ekki ég. (Við Ara) Trúðu honum ekki. Þá er allt glat- að. Við verðum að berjast gegn honum, og til þess að ná árangri, þarf bara eitt, það, að trúa honum ekki. ARI — Vertu stillt, Ijúfan mín. Gamli maður, það er eitthvað bogið við kenningu yðar. Ef unnusta mín væri hvergi til nema í draumi mínum, þá hefði hún ekki getað sagt þetta. Og ef ég væri hvergi til nema í draumi hennar, þá væri ég ekki eins hræddur og ég er. STÚLKAN — Þú mátt ekki vera hræddur, þá er allt glatað. Vertu viss um að hann hafi á röngu að standa, þá sigrum við. ARI — Ég vil trúa því. En það er angist í huga mér, nístandi angist, sem rænir mig ró cg krafti. (Snýr sér undan). GAMLI MAÐURINN — Nú skal ég sýna ykkur svolítið. (Hann bendir þeim að koma á eftir sér og þau halda hikandi í sömu átt og hann. Hann fer með þau yfir á baksviðið vinstra megin, þar sem Ari liggur sofandi í rúminu í svefnherbergi sínu og þau gægjast varfærnislega inn. Svo koma þau til baka, beygð. Ari sty’ður hana. Gamli maðurinn í humátt á eftir þeim). ARI — Mig drevmir. STÚLKAN — Ég er hamingjusöm. Ég hef elskað þig heila eilífð. Hvernig getur þetta oagskrá 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.