Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 25

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 25
ura flýgur svo þvert yfir sviðið fram á brún hægra megin. Stanzar þar snöggt, aftur inn á mitt svið og tekur þar að dansa með ýktum tilburðum). GAMLI MAÐURINN — Ég ræð ekki við mig. Þetta er óþokkabragð, þetta eru gjörningar. Vægð. (Hann hættir nú að snúast og sezt másandi niður). ARI — Gerðu þér ljóst, að það var cg sem stjórnaði þér, ég sem lét þig þjóta eins og flón um þvert og cndilangt rjóðrið, ég sem dró þig upp eins og dansbrúðu lítils barns. Hvað varð nú af virðuleikanum, nafninu og prófessorstitlinum? Rauk þetta allt út í veður og vind, þegar ég, aumur músikant, þrýsti á hnapp og fór að stjórna þér? Og nú, nú skal ég stýra máli þínu. GAMLI MAÐURINN — (Geiflar sig og skæl- ir, eins og rrðin valdi honum crfiðleik- um) Ég er duft og aska, hljóm og tóm, ekkert nema hugarburður herra míns. Þeg- ar sól rís að morgni og svefninum linnir, þá fölna ég, sem í drauininum bý. Virð- ing mín er tilbúin og vald mitt uppspuni, menntun min blekking og vegsemd mín lýgi. Höfuð mitt er tómt eins og fýsibelg- ur, sem öskrar hátt með aðfengnum vindi, tunga mín verkfæri annars huga, augu mín sjáaldur framandi heila. Tal mitt er numið, speki mín fengin að láni, gorgeir- inn skikkja, steypt yfir auvirðileik. ARI — (Hrópar) Nóg, nóg. Ó, þetta er heimskulegt. Það líður óðum að dagmál- um, og ég leik mér að sorg minni. GAMLI MAÐURINN — (Stendur upp, æst- ur) Finnst yður þetta ekki frekar til- gagnslaust? Þér sannið ekkert, ekkert. Ég ætla að láta yður vita það, ungi maður, að ég lýsi yður ábyrgan fyrir þeirri hneisu, sem þér hafið bakað mér, ég lýsi yður ábyrgan og mun höfða mál á hendur yður fyrir ósæmilega hegðun. Hverju hafið þér til að svara? (Ari svarar ekki. Hann horfir á stúlkuna) Hverju svarið þér, segi ég? Hverju svarið þér? ARI — Hversvegna skyldi ég svara þér? (Gamli maðurinn æðir um rjóðrið, stillir sér svo upp hægra mcgin og bíður) Ó, Guð minn góður, hversvegna veit ég svona vel að mig dreymir? GAMLI MAÐURINN — (Óþolinmóður. Við mennina tvo á baksviðinu) Þið hafið verk að vinna. Gerið svo vel. (Þeir koma hægt fram á sviðið. Á meðan segir —). STÚLKAN — Nú koma þeir og taka mig frá þér. Þeir fara með mig inn í dimman, saggafullan skóginn, þar sem sólin skín ekki, og þar gleymist ég, af því að þú ert viss um að ég sé aðeins draumur. Villtu minnast mín og efast. ARI — (Faðmar hana) Ég sleppi þér ekki. STÚLKAN — Þeir fara með mig inn í dimm- an skóginn, þar sem sviðnir fuglar flögra og svartir sníglar skríða. Þeir slíta mig burt frá þér og ég verð ein á reiki um dimma stigu og hvergi sést glæta og eng- in von kviknar í brjósti mér, því þú getur ekki einu sinni efazt. En ég mun þrá þig alla daga og allar nætur (Mennirnir cru nú komnir. Þeir taka hvor í sinn handlegg á Ara og losa stúlkuna úr faðmi hans. þeyta Ara aftur á bak upp að trjá- stofni, taka svo stúlkuna á milli sín, leggja hana á arma sína og mjakast aftur eftir sviðinu. Gamli maðurinn fylgir eftir). ARI — Ég er fiötraður. (Reynir á ósýnileg bönd. Lætur höfuðið drjúpa) Ég get ekki leyst þig. Ég er fjötraður í mína eigin hlekki. Trú mín og vissa binda mig, svo ég má mig hvergi hræra. (Lítur upp og talar við stúlkuna) Þú ert uppspretta gleði minnar. Án bín verður hádagur rokk- inn, og ilmur blóma sem ódaunn. Án þín verður hver ein gleðistund beisk og hver sigur hin sárasta fórn. Vinahót verða mér kvöl og neyð, og bros, jafnvel barns, verð- ur gretta. (Hann grætur hljóðlega. Birtan dofnar). STÚLKAN — Ég mun sitja á rökum steini og gráta. Dag og nórt mun ég reika um og gráta þig. Og umhverfis mig verður hljótt og kyrrt, en í myrkri næturinnar cr cinhversstaðar vatn, ísi lagt. Og langt úti á vatninu er einhver, sem fer, ísinn dunar, rg fótatak einhvers sem fer, glymur í nóttinni. Og ég mun bíða við vatnsbakk- ann og ekki geta hreyft mig, og sá sem fer á vatninu, hann nálgast óðfluga, og skelfingin fyllir hjarta mitt og nístir brjóst mitt, og þú, þú ert hvergi nálægur. (Hún grætur. Mennirnir hverfa með hana. Gamli maðurinn síðastur. Ari æpir. í sama mund dimmir á sviðinu, aðeins svefnherbergi Ara er upplýst, og hann rís á fætur í skelf- ingu). Hratt tjald. dagskrá 23

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.