Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 26

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 26
Franz Kafka: Á svölunum 3. hluti úr „Ein Landarzt". Ef einhver örvasa, lungnaveik hringleikareiðkona á riðandi licsti yrði mán- uðum saman án afláts rekin hring cftir hring á reiðsviðinu frammi fyrir óþreytandi áhorfendum af miskunnarlaúsum svipusveiflandi yfirmanni, og sendi um leið út kossa og vaggaði sér í mjöðmunum, og ef þessi leikur héldi áfram við undirleik óstöðvandi hljómsveitarinnar og loftræsanna, áfram inn í gráa framtíðina, sem stöðugt opnast meir og meir, studdur af þverrandi og enn vaxandi lófataki handa, sem í rauninni eru vélhamrar, — ef til vill hlypi þá ungur áhorfandi af svölunum niður langar tröppumar gegnuin a.lla pallana, ryddist á reiðsviðið, kallaði: Hættið! mitt inn í hornablástur hljóm- sveitarinnar, sem alltaf lagar sig eftir aðstæðunum. En þar sem því er ekki þannig varið; falleg stúlka, hvít og rauð. flýgur fram milli tjaldanna, sem opnast tígulega f.vrir henni; forstjórinn bíður hennar spenntur eins og dýr og leitar augnaráðs hennar í auðmýkt; lyftir henni með slíkri umhyggju á gráhvítan hestinn, sem væri hún barnabarn hans, sem hann elskar meir en allt annað og leggur nú í hættulega ferð; getur ekki fengið sig til að gefa svipumerkið; þvingar loks sjálfan sig til að gefa hið hvella merki; hleypur af stað við hlið hestsins með opinn munn; fylgist hvössum augum með stökkum reiðkonunnar; getur naumast skilið leikni hennar; reynir að vara hana við með upphrópunum á ensku; áminnir hestasveinana, sem halda á gjörðunum, þrumaudi röddu um nánustu aðgætni; sárbænir hljómsveitina upplyftum höndum um að þegja á undan hinu mikla heljarstökki; lyftir þeirri litlu loks af titrandi hestinum, kyssir hana á báðar kinnar og álítur enga hyllingu áhorfenda fullnægjandi; en hún sjálf, sem studd af honum, hátt á tánum, umvafin ryki. útbreiddum örmum og hallandi höfði, vill láta allt hringleikahúsið taka þátt í hamingju sinni. — þar sem þessu er þannig varið, leggur áhorfandinn á svölunum andlitið á handriðið, og er hann líkt og sekkur í þungan draum í Iokalaginu, grætur hann, án þess að vita af því. 24 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.