Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 27

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 27
Bróðurmorð 12. hluti úr „Ein Landarzt“. Það hcfur sannazt, að morðið hefur átt sér stað á svofelldan hátt: Um klukkan níu um kvöldið tók Schmar, morðinginn, sér stöðu við götu- hornið, þar sem Wese, fórnarlambið, hlaut að bcygja úr strætinu, þar scm skrifstofa hans var, yfir í strætið, þar sem hann bjó. Kalt næturloft, sem nísti hvern mann inn að beini. En Schmar hafði ein- ungis klæðzt þunnum, bláum fötum; þar að auki var jakkinn fráhnepptur. Hann fann ekki til kulda, enda var liann á stöðugri hreyfingu. Hann hélt morðvopninu, sem var hvort tveggja í senn, byssustingur og eldhússax, allan tímann fast í greip sinni, algerlega óhuldu. Bar sveðjuna í tunglsljósið og athugaði hana; það blikaði á blaðseggina; það var Schmar ekki nóg; hann sló henni í götutigla steinlagningarinnar, svo að sindraði undan; iðraðist þess kannski; og til að bæta tjónið, strauk hann henni eins og fiðluboga yfir skó- sólann, þar sem hann stóð álútur á einum fæti og hlustaði samtímis á hníf- inn strjúkast við skóinn og eftir hljóði úr örlagaþrunginni hliðargötunni. Hvers vegna lét Pallas þetta allt viðgangast, þar sem hann fylgdist með öllu úr glugga sínum á annarri hæð lniss þar í nágrenninu? íhugaðu mann- eðlið! Hann horfði niður með uppbrettan kragann og innisloppinn girtan að fyrirferðarmiklum líkamanum, og hristi höfuðið. Og fimrn húsum lengra, skáhallt á móti honum, svipaðist frú Wese. klædd refaskinnskápu yfir náttkjólnum, eftir manni sínum, sem lét bíða óvenjulcga lengi eftir sér í kvöld. Loks hljómar hurðarbjalla skrifstofu Wese yfir borgina, upp lil himins, of liátt fyrir hurðarbjöllu, og Wese, hinn iðni kvöldvinnumaður, gengur úr húsinu; enn sést ekki til hans í þessu stræti, aðeins bjöllumerkið hefur boðað komu hans; nú telur steinlagningin róleg skref hans. Pallas beygir sig langt fram; hann má ekki missa af neinu. Frú Wese, sem bjölluhljóðið hefur sefað, Iokar glugga sínum með glamri. En Schmar lætur fallast á hnén; úr því að engir aðrir hlutar líkamans eru berir sem stendur, þrýstir hann aðeins andliti og höndum á steinana; þar sem allt annað kelur, glóir Schmar. Einmitt á horninu, þar sem göturnar skerast, stanzar Wese og styður dagskrá 25

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.