Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 41

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 41
Helgi Kristinsson: Mansöngvar i. Þú varst blómið. Ég var geislinn sem opnaði krónu þína. Ljóð mitt var blærinn sem mengaðist angan þinni. II. Svo eru ástir þínar sem vorblær af hafi er vermir og svalar. Danskvæði Einn mig snerti ungur sveinn, ást ég honum sór. — Sem nóttin svört var hárið hans, hvítur var hans jór. — — Segðu mér, Vestanvindur, veiztu hvert hann fór? Oft þó glæstir ungir sveinar út mér bjóði í dans, ekki skal ég öðrum binda ástar minnar krans, en geturðu ekki, Vestanvindur, vísað mér til hans? dagskrá 39

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.