Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 48

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 48
— Mér finnst olíumálverið sem slíkt vera orðið úrelt. — En er það ekki nauðsynlegt, þó ekki sé annað en sem einskonar rann- sóknarstofa listanna? Þar hefur lista- maðurinn frjálsar hendur um að fara nýjar brautir, kanna nýja mögu- leika. — Ég sé ekki að það þurfi að vera. Menn halda að það sé ógurleg þving- un að leysa gefin verkefni, en mér hefur ekki fundizt það. Og hvað því viðvíkur að fara nýjar brautir og kanna nýja möguleika, þá verður slíkt fyrst og fremst til af glímu mál- arans við ný efni, — ekki aðeins við striga og olíulit. — Ég hef oft tekið eftir því, mér til undrunar, að sumt fólk, sem er algjörlega blint á hina nýrri mynd- list, vill hinsvegar lielzt ekki hafa annað í kringum sig en einmitt þá hluti, sem eru bein og skilgetin af- kvœmi hennar, — húsgögn, búshluti, gluggatjöld. — Ég hef rekizt á þetta sama. Ég hef rekizt á fólk, sem sér ekkert í málverkum mínum, en þegar ég hef gert þetta sama inn í ákveðið rúm byggingar, til dæmis, þá finnst því það miklu sjálfsagðara. — Og þú heldur að það stafi af því, að hið síðara formið sé eðli- legra, tímanum samkvæmara? — Ég býst jafnvel við því. Ég vil fá þessa list okkar, sem við köllum svo, ég vil fá hana allt í kringum okkur, í borðið héma, í lampann, í þessa skál. En svo ég tali aftur um málara- listina, þá er eitt, sem hefur gert henni mikinn óleik, og það eru þess- ar bölvuðu nafngiftir, þegar myndin á ekkert sammerkt við nafnið. — Hefur þú ekki gert það sjálfur? — Ég er löngu hættur því, enda leiðir það fólk aðeins afvega. Það kemst ekki að myndinni fyrir þess- um þröskuldi, sem í raun og veru er ekki til. Fólk er vant því úr natúral- ismanum að máiverk hafi, skulum við segja, bókmenntalega merkingu, segi einhverja sögu. Og svo smitast málararnir sjálfir af þessum mis- skilningi og fara að klína nöfnum á myndir sínar, svo þessi hringur vit- leysunnar verður heill. I listrænum hlutum daglega lífsins er engin slík fyrirstaða. Þar er hluturinn — og basta. Ég sá mynd af vaski í þýzku tímariti, bara vaski, og það eru á- reiðanlega ekki margir myndhöggv- arar sem gætu búið til svo fallegan hlut. — Er þessi vaskur þá ekki orðinn hluti af skúlptúr nútímans í víðari merkingu? — Jú, ég býst við því. o o o Það er oft fundið að hinni nýju list einfaldra flata og forma, að hún gefi hvorki anda né skáldskap neitt ráðrúm. — Það var skrýtið! Annars er eitt, sem ekki hefur verið gert nægilega, og sízt hér á landi, og það er að greina á milli góðra og slæmra ab- straktmálara. Mönnum er bara skipt í tvo flokka, abstraktmálarana og hina, en það eru engu færri fúskarar í abstraktlistinni en hinni fígúratífu. — Það er eflaust af því að stríðið 46 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.