Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 54

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Page 54
hverjum tveim árum. Einnig mikill hluti verka Haydns, Mozarts, Schu- berts og Brahms, en þau eru horn- steinar tónmenningar Vesturlanda. Að lokum spyr ég Jón, hvað líði flutningi íslenzkra tónverka. — Séu flutningshæf tónverk fyrir hendi, er varla neitt til fyrirstöðu, að þau verði leikin. Hins vegar hefur sorglega lítið borið á slíku, og veit ég varla, hverjum um væri að kenna, nema þá helzt tónskáldunum. Eitt verk eftir íslenzkt tónskáld verður þó flutt á vegum sveitarinnar í vetur, en það er píanókonsert eftir Jón Nordal, og mun höfundurinn sjálfur leika sólóhlutverkið. Dagskrá vill að endingu óska Sin- fóníuhljómsveitinni og hennar ágæta framkvæmdastjóra alls góðs á kom- andi vetri og lýsir gleði sinni yfir, að mál þeirra standa ekki ver en raun sýnir. Sibyl Urbancic: Söngur Hermanns Preys Mánudagur í). september. Haustlegt kvöld. Klukkan er að verða sjö, og inn í Austurbæjarbíó streymir fjöldi prúðbúins fólks. Gamalkunn andlit hvert sem litið er, nokkur ný á milli. Menn heilsast og tala saman í lágum hljóðum á leiðinni inn í salinn. — „Nei, ég hef aldrei heyrt hans getið fyrr —“ — „heyrði hann syngja í Hermann Prey Þýzkalandi fyrir ári síðan —“ „— þótt hann sé svona ungur —Loks geng- ur umræddur inn á sviðið og kliður- inn þagnar. Glæsilegur ungur maður. Hann bíður, meðan síðustu eftirlegu- kindurnar skjótast í sæti sín, og enn þurfa einhverjir að ræskja sig og hósta, síðan hefur hánn söng sinn. Björt og þýð rödd, undurmild. Skýr og lij)ur meðferð textans. Þó finnst mér f-in og s-in heyrast um of og gera framburðinn full blásturskenndan, sérstaklega fyrst í stað, er á líður venst ég því. Undirleikur Guðrúnar Kristinsdóttur er ákveðið of sterkur í fyrstu lögunum, en öruggur. I „Der Neugierige“, 6. laginu, hefur hún samt náð því jafnvægi, sem hún held- ur tónleikana á enda. Þegar þar er komið, virðast menn líka smátt og' smátt ætla að átta sig á, að ætlazt er til, að þeir láti hrifningu sína ekki í 52 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.