Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Qupperneq 61

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Qupperneq 61
Góð bók um mikið skáld Den store vdvaren. En studie i Laxness’ ungdomsdiktning. Skaldens hus. Laxness’ diktning frdn Salka Valka till Gerpla. Rabén ií SjögrenlVi. Stockholm 1954— 1956. Peter Hallberg hefur nú um skeið látið skammt stórra höggva í milli. Fyrir þremur árum kemur út stór bók um skáldskap H.K.L. í æsku, og í fyrra kemur framhaldið út, og er ekki minna að vöxtum. Með þessu ágæta verki hringir þessi merki fræðimaður inn nýjan sið í íslenzkri bókmenntagagnrýni, enda tími til kominn, að skrifað sé um íslenzk skáld og rit- höfunda, áður en þeir deyja, en ekki hyllzt til að setja eitthvað saman um þá, sem látnir eru fyrir mörgum hundruðum ára. Það er engin tilviljun, að sænskur fræði- maður skuli hafa orðið til þess að setja saman þessar tvær bækur um Halldór. Sögur Halldórs Laxness hafa verið dáðar mjög í Svíþjóð og komið þar út í stórum upplögum. Eins og öll þau verk, sem vel eru unnin, mun þetta verða aflgjafi nýrra. Þannig væri ekki í því lítill fengur'að gefa út þær ritgerðir Halldórs, sem komu í Morgunblaðinu, Alþýðu- blaðinu cg Verði á sinni tíð. Mér hefur verið sagt, að sumar þessar greinar séu undir dul- nefni, sem fáir viti. Ef til vill kann einhver að segja, að slíkt sé ekki tímabært enn, það sé svo margt annað, sem bíði og meira liggi á. En er ekki betra að gera slíka hluti, meðan þess er kostur að gera þá vel, heldur en bíða þangað til komið er í óefni. Ekki munu fræði- menn framtíðarinnar kunna okkur neinar þakk- ir fyrir það. Eða hver mun ekki öðlast betri skilning á Brekkukotsannál, er hann hefur lesið sjálfsævisögubrotið Heiman ég fór, sem kom ut fyrir fáum árum? Einnig væri ágætt að safna saman bréfum Laxness og skeytum, ekki einungis þeim, sem hann hefur skrifað heldur og þeim, sem hann hefur fengið. Að vísu er e- t. v. ekki æskilegt, að þau verði gefin út fyrst um sinn, en þó hlýtur að því að koma. Þess er enginn kostur að gera upp á milli Den store vavaren og Skaldens hus. Þó má segja að fyrri bókin sé nýstárlegri, enda fjall- ar hún um þann hluta af ævi Laxness, sem menn vita að vonum minna um. Hallberg segir sjálfur, að hvort bindið um sig sé fullkomlega sjálfstæð bók. En betra er nú samt fyrir þá, sem lesa Skaldens hus, að hafa lesið Den store vavaren áður, því að víða vitnar Hallberg til hennar. Og margt, sem Hallberg ræðir um í Den store vavaren, rekur hann enn ýtarlegar í Skaldens hus. Má þar nefna ýmislegt um áhrif kaþólskrar rrúar á Laxness, en einkum þó klausturvistar hans. Þau áhrif virðast enn meiri en menn gera sér í hugarlund, og Laxness vill vera láta í dag. Stílrannsóknum hafa íslenzkir fræðimenn lítt sinnt til þessa, og er það allmikill skaði. I Den storc vávaren bls. 328 segir Hallberg: „Bristen pá förarbeten gör det svárt att be- döma Vefarinn miklis bildsprlk mot bak- grunden af tidigare islándsk fiktionsprosa. Jón Thoroddsen, Islands förste egentlige roman- författare i modern tid, har gjorts till föremll för en utförlig monografi (1943) af Steingrím- ur J. Þorsteinsson, som ccksl behandlar bild- sprlket." Hérerþví enn allmikið verk að vinna, og er það okkar íslendinga, en ekki útlendinga að vinna það, því að hversu vel sem menn læra útlend tungumál, verða þau þó þeim aldrei jafntöm og móðurmálið. Samt er vandséð, hvort að því er nokkur skaði, að útlendingur en ekki Islendingur hefur skrifað um Laxness. Hvert sem litið er, sýnir Hallberg, að hann er handgenginn íslenzkunni, og sézt það í mörgu, en bezt í þýðingum á kvæðum Laxness, en þær koma víða fyrir. Yfirleitt eru þýðingar þessar í óbundu máli, en á einum stað hefur Hallberg vikið frá því og tekst mjög sæmi- Iega. Seinni vísan er þannig á báðum málun- um: (Þýðingin er úr Himlens skönhet.) En viljirðu, ást mín, hverfleik hjartans skilja: að hált og valt það er að elska, vona, treysta og vilja, — þá veistu alt, og svipulleikans tákn: mitt hálfa hjarta — mitt heila líf — mun aldrei verða vonsvik þín né glötun, en vörn cg hlíf. Men vill du, kára, hjártats vacklan tolka: att överallt det ovisst er att álska, hoppas, tro och vilja — dl vet du allt, och vankelmodets bild: mitt halva hjárta dagskrá 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.