Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Síða 1
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Miðvikudagur 3. október 2007 dagblaðið vísir 157. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 >> Grétar Sigfinnur Sigurðsson, varnar- maður úr Víkingi, segir að nú standi val sitt milli þess að ganga til liðs við Valsara eða KR-inga. Grétar Sigfinnur er uppalinn í KR en sló fyrst í gegn í efstu deild með Víkingum. Síðast þegar Víkingar féllu gekk hann til liðs við Valsara. valur eða vesturbærinn? stjórnarmenn og lykilstarfsmenn fara til sólarlanda í boði borgarinnar: >> Á þriðja þúsund manns hafa hlaðið Kaldri slóð ólöglega niður á netinu. „Maður er nú alveg óvarinn gegn þessu,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson,, leikstjóri myndarinnar. „En það þýðir lítið að fara í fýlu yfir þessu og ég lít á þessar vinsældir sem hrós.“ stela grimmt fréttir >> Tvær konur á Akranesi kærðu árásir schaeffer- hunds. Eigandinn hótaði dýrafangara bæjarins. skaut hundinn sinn eftir kærur >>Fimmta hver bensíndæla er ekki löggilt og því ekki öruggt að fólk fái jafnmikið eldsneyti og það borgar fyrir. „Það er óþolandi að þessir hlutir skuli ekki geta verið í lagi,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. dælur í ólagi fréttir >> Íslandsmeistarar Vals lönduðu sínu fyrsta stigi á Íslandsmóti karla í handbolta þegar þeir gerðu jafntefli við HK í Kópavoginum í gærkvöldi. Þar með bundu þeir enda á þriggja leikja taphrinu í upphafi Íslands- mótsins. Manchester United og Arsenal sigruðu í Meistaradeildinni. til spánar að skoða vatna- paradís n Björn ingi Hrafnsson og fleiri stjórnarmenn og lykilstarfsmenn í íþrótta- og tómstundaráði reykjavíkur fara til spánar í boði borgarinnar. Förinni er heitið í vatnaskemmtigarða og á ráðstefnu vegna fyrirhugaðrar vatnaparadísar. sjá bls. 2. DV Sport miðvikudagur 3. október 2007 15 Sport Miðvikudagur 3. október 2007 sport@dv.is Grétar í Val eða KR Eitt stig komið í hús hjá Val Wayne rooney tryggði manchester united öll þrjú stigin gegn roma í gær í meistara- deild evrópu. arsenal , barcelona og glasgoW rangers voru einnig í ham. bls 16. Viðurkenningar fyrir umferðir 13 til 18 voru veittar í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Jónas Grani Garðarsson, leik- maður Fram, var valinn besti leikmað- ur umferðanna. Sex leikmenn voru í liði umferðanna, auk þess sem Will- um Þór Þórsson, þjálfari Vals, var val- inn þjálfari umferðanna og stuðnings- menn Vals fengu viðurkenningu sem bestu stuðningsmenn umferða 13 til 18. Magnús Þórisson var valinn dóm- ari umferðanna. Lið umferðanna er skipað eftir- farandi leikmönnum. Markvörður er Fjalar Þorgeirsson Fylki. Varnarmenn eru Atli Sveinn Þórarinsson Val, Barry Smith Val, Rene Carlsen Val og Dar- io Cingel ÍA. Miðjumenn eru Baldur Ingimar Aðalsteinsson Val, Pálmi Rafn Pálmason Val, Ásgeir Gunnar Ásgeirs- son FH og Bjarni Guðjónsson ÍA og sóknarmenn eru Helgi Sigurðsson Val og Jónas Grani Garðarsson Fram. Jónas Grani var valinn leikmaður umferða 13 til 18. Hann var marka- kóngur Landsbankadeildarinnar og átti stóran þátt í því að Fram hélt sæti sínu í deildinni. Jónas Grani er miðju- maður að upplagi og sagði í samtali við DV að valið hafi komið sér á óvart. „Ég þakka þjálfaranum og liðsfélög- unum þetta gengi í sumar. Það er eng- inn einn sem gerir eitthvað í fótbolta, nema kannski Ronaldinho eða ein- hver svoleiðis. Fótbolti er samvinna og snýst um að halda markinu hreinu og skora mörk. Mitt hlutverk var fremst á vellinum og skora mörkin. En þetta er mikið vinna, ég er búinn að æfa vel frá því í nóvember og hef spilað nán- ast alla leiki. Ég var með þjálfara sem hafði trú á mér og þetta er bara ávöxt- urinn af því,“ sagði Jónas Grani. Hann er miðjumaður að upplagi og sagði að hann hafi fengið annað hlut- verk hjá Fram í sumar en áður. „Fram- an af spilaði ég fremst á miðjunni, eins og ég hef alltaf gert og skoraði fjögur eða fimm mörk í fyrri umferðinni. Svo urðu ákveðnar breytingar og við spiluðum betri fótbolta seinni part móts. Það skilaði sér í því að við sköp- uðum fleiri færi og naut góðs af því. Ég var í fremstu víglínu síðustu leikina og það er auðveldara að skora ef maður er nær markinu,“ sagði Jónas Grani. Samningur Jónasar Grana er út- runninn og hann sagði að Fram hafi sýnt áhuga á að semja við hann á nýj- an leik og að viðræður væru á byrjun- arstigi. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, þakkaði liðsheild Valsmanna viður- kenninguna sem þjálfari umferða 13 til 18. „Mér þykir alltaf vænt um að fá viðurkenningar. Við erum með gríðar- lega öflugan hóp og félagslega sterk- an hóp. Það var sérstök samstaða sem einkenndi hópinn,“ sagði Willum Þór. dagur@dv.is Jónas Grani Garðarsson SEX VALSMENN Í LIÐI UMFERÐA 13 TIL 18 Leikmaður umferðanna Jónas grani garðarsson var valinn besti leikmaður umferða 13 til 18 í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. ÓSLESIÐ roonEy Skaut rÓmvErja í kaf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.