Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Side 18
miðvikudagur 3. október 200718 Sport DV Grindvíkingar verðlaunuðu sig fyrir árangur sumarsins og skelltu sér til Tenerife: ALLIR SÁTTIR MEÐ SUMARIÐ Grindvíkingar unnu fyrstu deildina og komust þar með beint upp aftur í Landsbankadeild karla. Grindavík og Þróttur voru jöfn efst en Grindavík með betri markatölu. Stjórn félagsins verðlaunaði leikmenn með því að bjóða þeim í vikuferð til Tenerife þar sem þeir ætla að dvelja í góðu yfirlæti. Allir leikmenn og makar fara með nema Jósef Kristinn Jósefsson og Óskar Pétursson sem valdir voru í yngri landslið Íslands. „Við erum að fara til Tenerife í viku í frí. Þetta var áheit fyrir að komast upp og það er verið að standa við það núna,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, fyrirliði Grindavíkur. „Þetta er besta mál, drífa þetta bara af og lengja sumarið um viku. Makar fara með þannig að þetta er helvíti árennilegur hópur. Það fara allir nema Jósef og Óskar sem voru valdir í einhver landsliðsverkefni.“ Sumarið hjá Grindavík var mjög gott. Allt sumarið voru þeir í einum af efstu sætunum og í raun aldrei spurning að liðið færi beint upp aftur. „Menn eru mjög sáttir, við erum svona búnir að vinna markvisst að þessu og búnir að byggja upp nýtt lið og nýjan leikstíl. Við erum mjög sáttir við það. Þó að það hafi gengið á ýmsu á þessu sumri og smáhikst í lok sumars stóðum við uppi sem sigurvegarar og allir mjög hamingjusamir með það.“ Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur, er einhver fremsti þjálf- ari sem þjálfar hér á landi en heyrst hefur að hann muni stíga til hliðar og verða í þjálfarateymi liðsins og leyfa einhverjum öðrum að vera í sviðsljósinu. „Ég hef ekkert heyrt um það. Ég veit ekki betur en að hann verði áfram og bara flestir leikmenn. En við þurfum að bæta við og styrkja hópinn enn frekar. Við höldum ótrauðir áfram.“ 12 lið voru í fyrstu deild í ár, nokkuð sem Óla líkaði vel. Nóg af leikjum, einn til tveir á viku, ekki endalaus frí eins og var í sumar í Landsbankadeildinni. „Þetta er mikið skemmtilegra. Þarna erum við að taka leik á viku, stundum tvo og það er það sem menn vilja yfir sumartímann. Ekki eitthvað helvítis tveggja, þriggja vikna hlé reglulega eins og er oft í Landsbankadeildinni. Eins fannst mér mjög gaman að fara á þessa nýju staði og prófa að spila þar sem maður hafði ekki spilað áður. Það var líka gaman. Fyrir austan og í Ólafsvík og svona, þannig að þetta var mjög skemmtilegt sumar. Við erum ekki farnir að hugsa alvarlega um næsta ár. Menn hafa spjallað saman á kaffihúsum um næsta ár. En menn eru ekki farnir að velta því almennilega fyrir sér. Ég þekki mitt fólk hér í Grindavík og það vill ekki fara í eitthvað kjallararusl aftur. Núna verður haldið áfram þessari uppbyggingu og fara með höfuðið hátt inn í næsta sumar,“ sagði Óli Stefán. Stanslaus fögnuður óli Stefán Flóventsson, fyrirliði grindavíkur, hafði ríka ástæðu til að brosa í sumar. Mynd: ÍÞRÓTTAMOLAR Gunnar burStaði Sinn bardaGa bardagakappinn gunnar Nelson vann yfirburðasigur á Frakkanum driss el bakara í Cage rage Contenders-móti sem fram fór í dublin. gunnar náði bakara í gólfið strax í upphafi bardagans og hélt honum þar í nær þrjár og hálfa mínútu. Þegar þrjár mínútur og 46 sekúndur voru liðnar af bardaganum var bardaginn stöðvaður, enda gunnar með bakara í armlás. venjulegum bardaga í mma er skipt í þrjár fimm mínútna lotur og því óhætt að segja að gunnar hafi pakkað andstæðingi sínum saman. annar SiGur arnarS arnar Sigurðsson vann sinn annan sigur í röð í tvíliðaleik um helgina. að þessu sinni vann arnar atvinnumannamót í mexíkó, ásamt meðspilara sínum adam thompson frá Nýja-Sjálandi. Þeir félagar unnu Þjóðverjana Pet- er gojowczyk og marc Sieber í úrslitum í tveimur settum, 6-2 og 6-1. arnar keppti einnig í einliðaleik á mótinu. Þar tapaði arnar í fyrstu umferð fyrir Þjóðverjanum marc Sieber í þremur settum, 7-6, 6-3 og 6-4. Green tekur við Hetti Höttur frá egilsstöðum hefur ráðið til sín þjálfara að nafni Jeff green. green hefur þjálfað lið á Nýja-Sjálandi og þykir ansi skrautlegur karakter. Höttur spilar í 1. deildinni hér heima og vann aðeins tvo leiki af fjórtán á síðustu leiktíð. „Ég hlakka mik- ið til. Þetta er eitthvað nýtt og öðruvísi, önnur áskorun. Liðið er augljóslega ekki í góðri stöðu en um það snýst málið. Þú færð aldrei tækifæri með liði sem hefur unnið allt, eina ástæðan fyrir því að lið vill nýjan þjálfara er sú að það á við vanda að stríða. við þurfum aðeins að vinna þrjá leiki og þá er ég hetja,“ segir green. green hætti með liðið New Zealand breakers árið 2003 eftir að hafa lent upp á kant við stjórnarformann félagsins. Hann hefur einnig sankað að sér sektum í gegnum tíðina vegna óíþróttamannslegrar hegðunar. með green koma tveir leikmenn, framherjinn ben Hill og leikstjórnandinn everard bartlett. 32 liða úrSlit í bikar karla búið er að draga í 32 liða úrslit karla í bikarkeppni HSÍ og leikirnir eru eftirfarandi: Hk 3 - grótta, FH 2 - Fram, FH 3 - Fram 2, Hk 2 - afturelding, Haukar 2 - valur 3, valur 2 - Haukar, Stjarnan 2 - Hk, Selfoss - akureyri, Þróttur vogum - Þróttur, FH - Ír, afturelding 2 - Íbv, kS - Ír 2, Haukar u - víkingur, víkingur 2 - Selfoss 2. Liðin sem sitja hjá eru valur og Stjarnan. Leikirnir fara fram sunnudag- inn 7. október og mánudaginn 8. október. 16 liða úrSlit í bikar kvenna einnig er búið að draga í 16 liða úrslit kvenna í bikarkeppni HSÍ. FH og valur mætast í kaplakrika, Fjölnir tekur á móti Fylki í dalhúsum, víkingur fær Hk í heimsókn í víkina og Fram heimsækir akureyri á akureyri. Liðin sem sitja hjá eru Stjarnan, Haukar, grótta og valur 2. Leikirnir fara fram þriðjudag- inn 9. október og miðvikudaginn 10. október. Nú er Landsbankadeildinni lokið og margur leik- maðurinn sem hugsar sinn gang um leið og hann fær sér púrtvínsglas til þess að fagna því að sum- arvertíðinni sé lokið. Í kjölfarið fara stjórnir félag- anna af stað, leita sér að leikmönnum, reyna að semja við þá sem eru fyrir og ráða nýja þjálfrara eða reka þá gömlu. Hér eru slúðurfregnir úr fjór- um Reykjavíkurfélögum en það skal tekið fram að það sem hér stendur er sögusagnir og orðrómur frekar en staðfestar fréttir. MarkMannaMál í brennidepli Hjá kr n Hjá KR heyrðist sá orðrómur í sumar að til stæði að hreinsa út í leikmannamálum eftir leik- tímabilið. Eitthvað hefur komið annað hljóð í strokkinn eftir að Logi Ólafsson tók við liðinu og ku hann vera tilbúinn í að gefa reynslumiklum mönnum frekara tækifæri á kostnað hinna yngri. Hins vegar er ekki ljóst hvort Logi verður áfram en líkur eru á því ef marka má orðið á götunni. n Hvað sem því líður er ljóst að Rúnar Kristins- son mun hætta auk Sigþórs Júlíussonar. Ágúst Gylfason liggur undir feldi þessa dagana og mun bíða með ákvörðun þess efnis hvort hann hætti eða ekki fram á haustið þegar öll kurl eru komin til grafar í Vesturbænum. Kristján Finnbogason á sömuleiðis enn eftir að ákveða sig hvort hann haldi áfram. n Sigmundur Kristjánsson, Björgólfur Tak- efusa og Kristinn Magnússon eru samn- ingslausir og það eina sem er ljóst á þessari stundu er að KR-ingar eru við það að semja við Kristin. Einnig er áhugi á því að halda hinum tveimur en ekki er víst að þeir vilji vera áfram í Vesturbænum. n Stefán Logi Magnússon er sagður langa í at- vinnumennsku að nýju og er vitað af áhuga erlendra liða á honum. Bjarni Þórður Halldórsson, sem spilaði með Víkingi í sumar að láni frá Fylki, hefur verið nefndur sem arftaki hans. n Tryggvi Bjarnason er einnig samningslaus auk Skúla Jóns Friðgeirssonar. n Pétur Marteinsson verður áfram en hann vill eflaust ná betra leiktímabili á næsta ári eftir mis- jafna frammistöðu í sumar. ÓvíSt Með Ólaf n Það er sjaldan lognmolla í kringum Fram-liðið á haustin. Í fyrra kom til félagsins nýr þjálfari auk ellefu nýrra leikmanna. Ekki er víst hvort Ólafur Þórðarson verður áfram með liðið en hann mun hafa tilkynnt það á æfingu liðsins að ekkert væri öruggt í þeim efnum. Framarar hafa þegar sam- ið við Henrik Eggerts sem kom til liðsins síðari hluta sumars og stóð sig vel og einnig er unnið að samkomulagi við Alexander Steen ef marka má heimasíðu Framara. Framarar eiga einnig í við- ræðum við skoska liðið Hearts um kaup á Hjálm- ari Þórarinssyni. Fregnir herma að Framarar vilji einnig fá Stefán Þórðarson eftir að Skaga- menn ákvaðu að semja ekki við hann vegna hárra launakrafna kappans. Fylkir mun einnig vilja fá Stefán til sín. Markahæsti leikmaður Landsbanka- deildarinnar, hinn 34 ára Jónas Grani Garð- arsson, sagði í samtali við fótbolta.net að hann vissi af áhuga nokkurra liða á sér en hann verður samningslaus í lok árs. n Varnarmaðurinn sterki Kristján Hauksson er samningslaus og hefur hann verið orðaður við Val. Hann ku ekki vera fullkomlega sáttur í Safa- mýrinni og sagði í samtali við DV að hann væri ekki búinn að ákveða sig hvort hann verði áfram. „Ég vil sjá hvernig málin þróast hjá Fram áður en ég ákveð eitthvað,“ segir Kristján. n Hinn 35 ára Ingvar Ólason er ekki búinn að ákveða hvort hann leggur skóna á hilluna eður ei. n Daði Guðmunds- son er einnig samn- ingslaus og er líklegt að vilji sé meðal Framara að semja við Daða sem stóð sig vel í vinstri bakverðinum í sumar. atli eð- valdS eða teitur? n Víkingar eru í sárum eftir fallið. Magnús Gylfason er á brott og eft- irmaður hans er ekki enn fundinn. Nokkur nöfn eru í hringiðunni og þessi tvö nöfn hefur oftast borið á góma, Atli Eðvaldsson og Teitur Þórðarson. Atla klæjar í fingurgómana að komast aftur í þjálfun eftir erfitt tímabil hjá Þrótt- urum í fyrra en Teitur hefur gefið það út að vel komi til greina að þjálfa áfram á Íslandi. n Nokkrir af eldri leikmönnum liðsins eru í farar- hug. Grétar Sigfinnur Sigurðsson er annaðhvort á leiðinni í Val eða KR en tilboð liggur á borðinu frá báðum félögum. Ljóst er að Barry Smith mun hætta og því er miðvarðarstaða laus við hlið Atla Sveins Þórarinssonar hjá Val. n Sögusagnir herma að Viðar Guðjónsson, Hös- kuldur Eiríksson og Hörður Bjarnason séu allir lítið spenntir fyrir því að spila í 1. deildinni þótt þeir séu allir samningsbundnir Víkingi. Viðar er uppalinn Framari en hann hætti hjá því félagi um mitt sumar og skrifaði undir stuttan samning hjá Víkingi. n Fjölnismenn eru sagðir spenntir fyrir Herði og KR-ingar sjá Höskuld, sem er uppalinn KR-ingur, sem tilvalinn til að fylla upp í hægri bakvarðarstöð- una eftir að Sigþór Júlíusson hætti. n IngVar Kale markvörð langar að vera áfram í efstu deild og hugsar sér til hreyfings sem og Bjarni Þórður Halldórsson sem var í láni hjá Víkingi á síðasta ári. Hann missti stöðuna í sumar þegar Ingvar kom úr meiðslum þrátt fyrir að vera búinn að standa sig vel en hann mun hafa lítinn áhuga á því að vera áfram í Víkinni og er orðaður við KR. ekki Miklar breytinGar Hjá MeiSturunuM n Valsarar eru enn í skýjunum eftir frábært tímabil þar sem liðið varð Íslandsmeistari. Ekki er talið að mikið verði um breytingar þar þó vitað sé að Barry Smith muni hætta. Grét- ar Sigfinnur Sigurðsson er með tilboð á borðinu frá Val og þykir hann verðugur arftaki Smiths. Af öðrum leikmönnum er það að frétta að Baldur Aðalsteinsson er samningslaus og er hann spenntur fyrir því að reyna fyrir sér í atvinnumennsku. n Guðmundur Benediktsson sýndi mátt sinn og megin í sumar og spilaði vel. Hann er samn- ingslaus og er ekki búinn að ákveða hvort hann taki annað leiktímabil. benni@dv.is Nú fara félögin í íslenska boltanum af stað og reyna að tryggja sér feitustu bitana á markaðnum. Hér eru helstu slúðursagnirnar í kringum fjögur félög sem léku í Lands- bankadeildinni í sumar: ALLiR Að pÍskRA en enginn viLL TALA baldur í víking? talið er að baldur aðalsteinsson langi að reyna fyrir sér erlendis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.