Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Qupperneq 17
DV Sport miðvikudagur 3. október 2007 17
meistaradeild evrópu
E-riðill
Lyon – Rangers 0–3
0-1 Lee mcCulloch (24.) 0-2 daniel
Cousin (49.)0-3 demarcus beasly (54.)
Stuttgart – Barcelona 0–2
0-1 Carles Puyol (54.) 0-2 Lionel messi
(68.)
Staðan
Lið L u J t m St
1. barcelona 2 2 0 0 5:0 6
2. rangers 2 2 0 0 5:1 6
3. Stuttgart 2 0 0 2 1:4 0
4. Lyon 2 0 0 2 0:6 0
F-riðill
Dynamo Kyiv – Sporting 1–2
0-1 tonel (16.) 1-1 vladislav vashchuk
(30.)1-2 anderson Polga (40.)
Man. United – Roma 1–0
Wayne rooney (70.)
Staðan
Lið L u J t m St
1. man. utd 2 2 0 0 2:0 6
2. roma 2 1 0 1 2:1 3
3. Sporting 2 1 0 1 2:2 3
4. d. kiev 2 0 0 2 1:4 0
G-riðill
CSKA Moskva – Fenerbahce 2–2
0-1 alex (10.) 1-1 milos krasic (50.)
2-1 vágne Love (54.) 2-2 deivid (86.)
Inter – PSV 2–0
1-0 Zlatan ibrahimovic (16.) og (32.)
Staðan
Lið L u J t m St
1. F.bache 2 1 1 0 3:2 4
2. inter 2 1 0 1 2:1 3
3. PSv 2 1 0 1 2:3 3
4. CSka 2 0 1 1 3:4 1
H-riðill
Sevilla – Slavia Prag 4–2
1-0 Fréderic kanoute (9.)2-0 Luis
Fabiano (28.)3-1 Julien escudé (59.)
4-1 aroune koné (70.)4-2 david
kalivoda (93.)
Steaua Bucuresti – Arsenal 0–1
0-1 robin van Persie (77.)
Staðan
Lið L u J t m St
1. arsenal 2 2 0 0 4:0 6
2. Sevilla 2 1 0 1 4:5 3
3. Sl. Prag 2 1 0 1 4:5 3
4. Steaua 2 0 0 2 1:3 0
evrópuk. félagsliða
Panathinaikos – Artmedia P. 3–0
n1-deild karla
HK – Valur 24-24
Staðan
Lið L u J t m St
1. Stjarnan 3 3 0 0 90:78 6
2. Haukar 3 2 1 0 89:70 5
3. Fram 3 2 1 0 91:84 5
4. Hk 4 2 1 1 111:98 5
5. akureyri 3 1 0 2 79:87 2
6. a.elding 3 1 0 2 69:78 2
7. valur 4 0 1 3 87:96 1
8. Íbv 3 0 0 3 81:106 0
Úrslit í gær
í dag
16:50 West Ham - arsenal
enska úrvalsdeildin
upptaka af nágrannaslag West Ham og
arsenal sem fram fór 29. september.
18:30 Premier league World
Heimur úrvalsdeildarinnar
Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin
er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum.
19:00 CoCa Cola mörkin
Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í
leikjum síðustu umferðar í Coca Cola
deildinni.
19:30 englisH Premier league
ensku mörkin
Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla
þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik
umferðarinnar eru sýnd frá öllum
mögulegum sjónarhornum.
20:30 4 4 2
Þáttur sem er ekkert minna en bylting í
umfjöllun um enska boltann á Íslandi.
21:55 leikur vikunnar
23:35 man. City - neWCastle
enska úrvalsdeildin
Leikur man. City og Newcastle sem fram
fór laugardaginn 29. september.
grétar sigfinnur sigurðsson, leikmaður Víkings, fer annaðhvort í Val eða KR:
VALIÐ STENDUR Á MILLI VALS OG KR
Grétar Sigfinnur Sigurðsson,
varnarmaður Víkings, er einhver feit-
asti bitinn á leikmannamarkaðnum í
dag. Grétar er með lausan samning
og ætlar ekki að vera áfram með Vík-
ingum í fyrstu deildinni. Grétar sagði
í samtali við DV að hans framtíð væri
annaðhvort hjá uppeldisfélagi sínu
KR eða hjá Íslandsmeisturum Vals.
„Eins leiðinlegt og það var að
falla mun ég ekki verða áfram með
Víkingi. Það hefði alveg komið til
greina að vera áfram hefðum við
haldið okkur uppi en eins og maður
segir vill maður vera í úrvalsdeild. Ég
er núna bara að skoða mína hluti en
ég get alveg sagt að það eru bara tvö
lið sem koma til greina og það eru
Valur og KR. Peningar skipta svo sem
ekki höfuðmáli.“
Grétar er uppalinn KR-ingur en
fékk fá tækifæri með aðalliðinu og
leitaði því annað. Úr varð að hann fór
í Víking og var síðan lánaður til Vals
þegar Víkingur féll. Þar varð hann
bikarmeistari, náði góðu sambandi
við Atla Svein Þórarinsson og var
kosinn maður fólksins af stuðnings-
mönnum Vals. Hann er því á milli
steins og sleggju. „Þetta er ekki auð-
veld ákvörðun. Ef maður vill vera ör-
uggur vel ég Val. Það er búið að gera
manni ljóst að þar bíður mín staða
við hlið Atla, gekk vel síðast, ég veit
að hverju ég geng með alla þar og
þjálfarinn er minn uppáhaldsþjálf-
ari. En svo er málið með KR að ég
hef aldrei sannað mig þar, fékk aldrei
neitt að gera þar og svo er ég náttúru-
lega KR-ingur. Þannig að þetta er erf-
itt val.“
benni@dv.is
Horfinn á braut grétar Sigurðsson
hefur leikið sinn síðasta leik fyrir víking.
Hann ætlar að velja á milli vals og kr.
sNillD
rOONEY sKilDi
rÓMVErJA EFtir í sÁrUM
Fyrri hálfleikur var leikur mark-
varðanna, lítið gekk hjá sókn-
armönnunum að koma knettinum
framhjá þeim Egidius Pedgevidi-
us HK-manni og Pálmari Pétursyni
hjá Val. HK menn byrjuðu betur og
komust í 8–5 áður en góður leikkafli
Valsmanna leiddi til þess að þeir
jöfnuðu leikinn 9–9. Leikar stóðu
jafnir allt til þess að staðan var 11–
11 en þá komuust HK- menn yfir að
nýju rétt fyrir leikhlé. En Valsmenn
jöfnuðu beint úr aukakasti eftir að
flautan gall með marki frá Fannari
Friðgeirssyni.
Nokkuð var um sóknarfeila í fyrri
hálfleik og mikill hraði var í leikn-
um.
Sigfús Sigurðsson var á miðjunni
hjá Valsmönnum til þess að byrja
með en hann var tekinn af velli um
miðjan hálfleikinn og í kjölfarið fór
sóknarleikur Valsmanna betur í
gang. Spurning hvort Sigfús sé kom-
inn almennilega inn í leik liðsins.
Valsmenn komust yfir í fyrsta
skipti í leiknum í stöðunni 12–13
í upphafi síðari hálfleiks og héldu
frumkvæðinu þar til HK-menn jöfn-
uðu í 16–16. Þeir félagar Árni Björn
Þórarinsson og Augustas Strat-
as fóru fyrir sóknarleik HK-manna
framan af og voru þeir mennirnir á
bak við það að liðið komst tveim-
ur mörkum yfir 18–16. Valsmenn
gáfust hins vegar ekki upp og kom-
ust yfir 19–20. Þegar tíu mínutur
voru eftir af leiknum komust HK
menn yfir 21–20 og héldu frum-
kvæðinu næstu mínúturnar. Liðin
fengu fjölmörg tækifæri til þess að
ná forystunni í leiknum en sterk-
ur varnarleikur beggja liða kom í
veg fyrir það. Bæði lið reyndu ólíka
menn í sóknarleiknum en þrátt fyr-
ir það gekk ekkert í sóknarleiknum.
Hvorugur markvarðanna varði eins
vel og í fyrri hálfleik en þess þurfti
ekki til þar sem varnarleikurinn var
öflugur.
spennandi lokamínútur
Elvar Friðriksson jafnaði leik-
inn fyrir Valsmenn í stöðunni 23–23
þegar um fjórar mínútur voru eft-
ir og um mínútu síðar tók þjálfari
HK Miglius Astraustas leikhlé. Allt
var á suðupunkti þegar Valsmenn
misstu mann af velli í tvær mínút-
ur en Sergei Pebraytis missti bolt-
ann á línunni og Valsmenn komust
í sókn. Valsmenn tóku lékhlé þegar
um tvær mínútur lifðu leiks. Eflaust
vakti fyrir Óskari Bjarna Óskarssyni
að reyna að spila langa sókn til þess
að fá manninn inn á að nýju.
Það gekk ekki og þegar ein og
hálf mínúta lifði leiks komust HK-
menn í sókn og þar skoraði August-
as Strazdas. Valsmenn misstu bolt-
ann í næstu sókn en fyrir klaufaskap
misstu HK-menn boltann að nýju
og Baldvin Þorsteinsson jafnaði
þegar 10 sekúndur lifðu leiks. HK-
menn náðu ekki að skora í lokin og
því varð 24–24 jafntefli niðurstaðan.
sanngjarnt jafntefli
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf-
ari Valsmanna, var sáttur við fyrsta
stigið á tímabilinu. „Þetta var stig
og það er nokkuð gott ef miðað er
við hvernig þetta gekk í lokin. Hins
vegar var ákveðið svekkelsi að ná
ekki að komast lengra yfir um miðj-
an hálfleikinn því þá fannst mér
við vera með þá. Við misstum Erni
og Hjalta í leiknum en það sem við
eigum aðallega inni er í sókninni,
ef miðað er við öll hin liðin eig-
um við mest inni. Ég er viss um að
það komi á næstunni,” segir Óskar
Bjarni.
Baldvin Þorsteinsson var hetja
Valsmanna undir lokin en hann
jafnaði leikinn þegar 10 sekúndur
voru eftir. „Við erum ekki sáttir við
niðurstöðuna því við vildum vinna.
En ef við horfum á það hvernig þetta
þróaðist í lokin getum við sagt að
þetta sé sanngjörn niðurstaða. Það
er fín vörn og góð barátta í liðinu
það vantar ekkert upp á þar. Hins
vegar þurfum við að bæta sóknar-
leikinn. Við höfum að vísu sagt þetta
lengi en þetta var aðeins betra í dag
en að undanförnu.
Sigurgeir Árni Ægisson HK-mann
langaði í sigur og ekkert annað. „Það
var grátlegt að ná ekki að klára þetta
í lokin þar sem við vorum með bolt-
ann og einu marki yfir þegar lítið var
eftir. Við erum svekktir að ná ekki
að sigra því við viljum ná í öll stig-
in hér í Digranesinu. Kannski voru
þetta sanngjörn úrslit en mér finnst
við með betra lið.“
HK og Valur skildu jöfn í Digranesi í bráðskemmtilegum leik. Bæði lið spiluðu góðan
varnarleik en sóknin mætti vera betri.
JAFNt í hörKUlEiK
mörk Hk
Árni björn Þórarinsson 7
augustas Strazdas 4
ragnar Njálsson 3
ragnar Hjaltested 2
Sergei Pebraytis 2
ólafur ragnarsson 2
arnar Sæþórsson 1
tomas etutis 1
Varin skot
egedius Pedgevidius 18
mörk vals
arnór gunnarsson 6
baldvin Þorsteinsson 5
elvar Friðriksson 3
Fannar Friðgeirsson 3
Hjalti Pálmarsson 2
ernir Hrafn arnarsson 2
gunnar Harðarsson 2
ingvar Árnason 1
Varin skot
Pálmar Pétursson 19
viðar guðjónsson
blaðamaður skrifar: vidar@dv.is