Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Blaðsíða 21
Happy NigHt með Visa Nú þegar nýtt fjárlagafrumvarp hef- ur verið lagt fram með tugmilljarða tekuafgangi, berast fregnir af því að ekki standi til að hefja framkvæmd- ir við Sundabraut á næsta ári. Þetta kemur mjög á óvart. Sundabrautin á að verða nýja þjóðbrautin norður á bóginn út úr Reykjavík. Hún hefur verið í bígerð árum saman þar sem vegurinn á að liggja um Sundin upp á Kjalarnes allt að Hvalfjarðargöngum. Enginn vafi er á að þetta er mjög brýn framkvæmd sem myndi leysa að stór- um hluta aðkallandi umferðarvanda- mál í Reykjavík, stytta vegalengdir og auka öryggi vegfarenda til muna. Þegar Landssíminn, hið arðbæra og glæsta símafyrirtæki landsmanna, var seldur einkaaðilum var eigendum fyrirtækisins, sem eru þjóðin sjálf, lof- að því að andvirðinu yrði varið til fjár- festinga í ýmsum þjóðþrifaverkefn- um. Eitt þeirra var gerð Sundabrautar. Um 9 milljörðum króna af Símapen- ingunum var ráðstafað til hennar. Hefja átti framkvæmdir á næsta ári og setja í þetta rúmlega 1,5 milljarða. En nú eru ráðherrar ríkisstjórnarinn- ar búnir að ákveða að fresta þessu. Þeirri ákvörðun verður að snúa í söl- um Alþingis. Hvar eru þeir nú, þingmenn rík- isstjórnarflokkanna í Reykjavík, sem töluðu fjálglega um Sundabraut í kosningabaráttunni í vor? Þá var lofað öllu fögru, en enn á ný eru samgöngu- mál á höfuðborgarsvæðinu látin sitja á hakanum þótt þörfin æpi á úrbæt- ur. Ætla þessir þingmenn Reykjavíkur að láta þetta yfir sig ganga? Sömuleið- is hljóta kjósendur að beina sjónum sínum að landsbyggðarþingmönnum stjórnarflokkanna, en Sundabraut- in er ekki síður hagsmunamál hinna dreifðu byggða landsins. Það gildir ekki síst um þingmenn Norðvestur- kjördæmis en brautin yrði tengiliður milli þess kjördæmis og höfuðborgar- svæðisins. Mjög erfitt er að skilja hvers vegna ekki hefði að minnsta kosti verið hægt að hefjast handa við að tvöfalda Vesturlandsveg frá Hvalfjarðargöngum niður í Kollafjörð. Þjóðvegurinn frá Hvalfirði til Mosfellsbæjar er sá vegarkafli landsins sem er með hvað hæsta slysatíðni vega landsins. Hann er stórvarasamur; umferðin er þung, mikið um framúrakstur, þarna er mjög sviptivindasamt og ótal afleggjarar liggja inn á þessa þjóðbraut. Samhliða þessu hefði átt að undirbúa framkvæmdir við brú yfir Kollafjörð og huga að því að hefja alvöru undirbúningsvinnu við Sundagöngin. Ef skýringin á því að hætt hafi verið við að fara í Sundabraut nú, sé hætta á þensluáhrifum vegna framkvæmdanna kaupi ég ekki þá skýringu. Einn og hálfur til tveir milljarðar í þetta verkefni hefði ekki skipt neinu máli í þessu sambandi. Benda má á að hér yrði um alvöru „mótvægisaðgerð“ að ræða þar sem þessar framkvæmdir hefðu komið sér mjög vel fyrir byggðir á Vesturlandi sem margar hverjar eru mjög háðar þorskveiðum og horfa nú fram á erfiða tíma. Til viðbótar því að hefja vinnu við Sundabrautina hefði átt að afnema gjaldið í Hvalfjarðargöngin. Samfylkingin lofaði fyrir kosningar að hún myndi beita sér fyrir því, og þar fóru fremstir þingmenn flokksins í Norðvesturkjördæmi, þeir Guðbjartur Hannesson og Karl V. Matthíasson. Nú er Samfylkingin komin í ríkisstjórn og með samgönguráðuneytið á sínum höndum. Við hljótum að gera ráð fyrir því að Samfylkingin beiti sér fyrir því að flutt verði sérstakt frumvarp eða breytingartillaga við fjárlagafrumvarpið þar sem gjaldið í göngin verði afnumið frá áramótum. Eðlilegt er að fyrstu flutningsmenn slíkrar tillögu eða frumvarps verði þeir samfylkingarfélagar Guðbjartur Hannesson, Karl V. Matthíasson og sjálfur samgönguráðherra Kristján Möller. Þessir herramenn eiga að standa refjalaust við loforð sín úr kosningabaráttunni sem þeir settu fram í nafni síns flokks. Hið sama gildir um hina nýju félaga þeirra í Sjálfstæðisflokknum! Þéttsetinn þingsalur Fundarsalur Alþingis var þétt setinn við þingsetninguna í fyrradag. Oft er kvartað undan því að fáir þingmenn séu í þingsal yfir veturinn en við þingsetninguna eru allir mættir og setið í öllum sætum nema þeim sem ekki hefur verið úthlutað. DV-mynd Ásgeirmyndin P lús eð a m ínu s Óskar Bergsson og samherjar í framkvæmda- ráði Reykjavíkurborgar fá mínusinn fyrir að kaupa 87 milljóna króna hús sem er óvíst hvort borgin geti notað. Spurningin „Villi er maður við alþýðuskap rétt eins og Ringo og Paul. Hins vegar þyrfti að huga að eilítilli nafnabreytingu í ljósi fjarveru Johns og George: The BeatLess... ,“ segir Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon. Í mánudagsblaði DV birtist frétt þess efnis að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gæti vel hugsað sér að taka lagið með Bítlunum. Samkvæmt heimildum DV hafa þeir Paul og Ringo samþykkt munnlega að koma til landsins í tilefni af vígslu friðarsúlu Yoko Ono. Er Vilhjálmur fimmti Bítillinn? Sandkassinn eru stöðVar 2 menn í alvöru að taka eitthvað inn sem er ólöglegt? Hádegis- fréttirnar hjá þeim eru þarfaþing og undirritaður horfir und- antekningar- laust á þær. En eitt skil ég ekki og mun ekki skilja. Hvað í fjandanum er markaðurinn að gera á undan íþróttum? Í alvörunni, er þetta eithvað grín? Þeir sem hafa áhuga á einhverjum vísitölum og gengi krónunnar eru að vinna í þessu rugli. Jón úti í bæ sussar ekki á krakkana sína þegar markaðurinn birtist á skjánum. Hann sussar hins vegar alveg örugglega þegar íþróttirnar byrja. Það hafa nefnilega allir, fyrir utan eitthvað kaffihúsapakk og fólk sem gengur í lopapeysum, áhuga á íþróttum. Flestallir eiga sér lið í enska boltanum og allir hafa skoðun á marki Bjarna Guðjónssonar. Það eru hins vegar um 30 manns sem hafa áhuga á því hvort vísitalan fór upp eða ekki og þeir vinna í bönkum eða álíka fyrirtækjum. HádegisfréttirNar eru hins veg- ar skemmtilegur og þarft dæmi. Eitt samt skil ég ekki varðandi þær. Það er alltaf klippt á Bylgjunni þegar veðrið kemur. Ef maður er ekki að horfa veit maður ekkert hvernig veðr- ið á að vera. Siggi Stormur er snillingur, ein- hver besti sjónvarpsmaður sem Ísland hefur alið af sér. Hann fær ekki að koma á Bylgjuna í hádeg- inu. Skrýtið. Ívar Guðmundsson klippir alltaf á hann og byrjar að spila lög. Ég hlusta mikið á Ívar, finnst hann skemmtilegur þó er óskalagahádegið merkilegur andskoti. Það eru alltaf einhver 80´s-lög spiluð. rÚV er reyNdar ekkert betra varðandi þetta markaðsrugl. Í 10 fréttum eru fréttir, markaðurinn, helstu fréttir 7 frétta og svo íþrótt- ir. En eitt sem RÚV hefur fram yfir Stöð 2 það er tíminn. Íþróttir eru alltaf á sama tíma. Ég er búinn að missa af íþróttum Stöðvar 2 lengi lengi. Eru þær 18:50 eða hvað? Þær eru allavega ekki klukkan 19:20 eins og í gamla daga. eitt sem ég skil ekki heldur, það er hvenær er íþróttafrétt frétt? Hvenær fær íþróttafrétt tíma í aðalfréttatíma RÚV og Stöðv- ar 2? Er það ef Sif Pálsdótt- ir verður Norðurlandameistari í fimleikum? Er það að Valur varð Íslands- meistari eftir 20 ára bið? Er það þegar þjálfari hættir h já félagi? Eða eithvað skúbb? Eru íþróttir ekki mikilvægri en að Paris Hilton fái sér nýja tösku eða tískusýning hunda? Íþróttir hafa farið á forsíður allra blaðanna í sumar en aldrei heyrist múkk frá fréttum Stöðv- ar 2 og RÚV. Benedikt Bóas hinriksson skilur ekki hvað Stöð 2 er að pæla Ætla þeir að svíkja loforðin? DV Umræða MiðVikuDAGuR 3. OkTóBeR 2007 21 DV fyrir 25 árum magnúS Þór hafStEinSSon stjórnmálamaður skrifar Þjóðvegurinn frá Hval- firði til Mosfellsbæjar er sá vegarkafli lands- ins sem er með hvað hæsta slysatíðni vega landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.