Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Qupperneq 7
DV Fréttir miðvikudagur 3. október 2007 7
Kjalnesingar fá hærri ferðastyrk læri þeir á Akranesi en ekki í Reykjavík:
Fá 114 þúsund í stað strætókorta
Kjalnesingar sem sækja
framhaldsskólanám til Akraness en
ekki Reykjavíkur fá ekki frítt í strætó
líkt og þeir Kjalnesingar sem sækja
framhaldsskólanám í Reykjavík.
Sami strætisvagn tengir Kjalarnes
við Reykjavík og Akranes og þykir
sumum nemendum sem búa á
Kjalarnesi undarlegt að mismuna
þeim eftir því í hvora áttina þeir
sækja sitt framhaldsskólanám.
Ólíkt þeim nemendum sem
stunda nám á höfuðborgarsvæðinu
eiga þeir Kjalnesingar sem stunda
nám á Akranesi hins vegar rétt á
ferðastyrk sem er nær fjórfalt hærri
en það kostar að kaupa skólakort í
strætó sem gilda í níu mánuði.
Forráðamenn eins nemanda,
sem býr á Kjalarnesi en sækir nám
á Akranesi, leituðu fyrir skemmstu
skýringa hjá hverfisráði Kjalarness
á því hvers vegna nemendum væri
mismunað með þessum hætti.
Hverfisráðið fjallaði um þetta og vísaði
því til fulltrúa Reykjavíkurborgar í
stjórn Strætós bs. í von um að málið
leysist.
Pálmir Freyr Randversson hjá
Umhverfissviði Reykjavíkurborgar
segir að þegar ákveðið var að gefa
nemendum frítt í strætisvagna
hafi verið ákveðið að miða það
við nemendur sem ganga í skóla í
sveitarfélögum sem eiga aðild að
Strætó bs. Hann segir að gera þyrfti
sérsamkomulag við Akranesbæ um
þátttöku í kostnaðinum. „Erindið er
komið inn til okkar, og það er mikill
áhugi meðal stjórnmálamanna á að
ræða málin,“ segir Pálmi.
Lánasjóður íslenskra námsmanna
hefur veitt nemendum sem stunda
nám í öðrum sveitarfélögum
en þeir búa í 57 þúsund króna
akstursstyrk á hverri önn. Dæmi eru
um að nemendur í Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi, sem búa í
Borgarnesi, hafi afsalað sér styrknum
til skólans og rennur styrkurinn beint
til reksturs skólabílsins sem keyrir
börnin til og frá skóla.
Ívar Ólafsson er einn þeirra
nemenda Fjölbrautaskóla Vesturlands
sem búa á Kjalarnesi, þó ekki sá sem
leitaði til hverfaráðs Kjalarness vegna
mismununar á útgáfu ókeypis stræt-
isvagnakorta. Hann segist alls ekki
sáttur við að þurfa að borga fyrir sínar
strætóferðir þrátt fyrir akstursstyrkinn.
Aðstaða Strætós á Kjalarnesi
Þeir sem fara til reykjavíkur í nám
fá strætókort en þeir sem fara til
akraness geta fengið 114 þúsund
króna styrk á skólaárinu.
Lögreglan á Húsavík hefur tvívegis í
sumar haft afskipti af landeigendum í
Þistilfirði vegna ólögmætra netaveiða
þeirra. Lögregluskýrslur liggja fyrir
en óvíst er hvort málin fari lengra.
Annað tilvikið snertir ættaróðal
Steingríms J. Sigfússonar, formanns
vinstri-grænna, en lögreglan þurfti að
gera athugasemdir vegna netaveiða
ættingja hans.
Í lögum um lax- og silungaveiðar
eru réttindi jarðeigenda til að veiða í
net takmörkuð við ákveðna fjarlægð
frá ám og við ákveðið tímabil. Í tvo
mánuði yfir sumartímann mega
eigendurnir ekki leggja net nærri
ánum. Lögregla tók upp net á jörð
fjölskyldu Steingríms þar sem þau
voru talin of nærri ósum Hafralónsár
og lágu á þeim tíma sem reglugerð
heimilar ekki slíkt.
Tók ekki þátt
Aðspurður hafnar Steingrímur
aðild sinni að netaveiðunum sem
lögregla hafði nýverið afskipti
af. Hann segir deiluna fyrst og
fremst snúast um réttindi eigenda
sjávarjarða um silungsveiði í net við
sjóinn. „Ég hef aldrei verið staðinn
að ólöglegum veiðum og greinilega
er verið að reyna að klína slíku á
mig. Aftur á móti voru tekin upp
net af landi bræðra minna og ég
var ekki sá sem lagði þau. Ég á því
enga aðild að þessu og held að systir
mín hafi lagt netin í sumarfríinu.
Það er alvanalegt að menn leggi net
til að ná sér í silung í soðið,“ segir
Steingrímur.
Páll Þór Ármann, framkvæmda-
stjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur,
bendir á að félagið tengist ekki
þessum tveimur tilvikum sem upp
komu í sumar. „Lögin taka mjög
skýrt á þessu. Ég hélt að netalögn
væri bönnuð innan ákveðinnar
fjarlægðar frá ósum straumvatns
og á tilgreindu tímabili. Þar sem
lögin eru skýr ættu menn ekkert að
vera að flaska á þessu. Reglurnar
eru settar í ákveðnum tilgangi og
því miður koma reglulega upp mál
varðandi veiðiþjófnað og ólöglegar
veiðar,“ segir Páll Þór.
Hlutirnir á hreinu
Aðspurður lítur Steingrímur á
netaveiðina sem eðlileg hlunnindi
jarðeigenda sem margir hverjir séu
ósáttir við takmarkanir í lögum.
Hann ítrekar að netaveiðin sé lögleg.
„Fyrstur manna viðurkenni ég það
að oft hef ég lagt þarna net, einkum
og sér í lagi í gamla daga. Eigendur
sjávarjarða hafa verið mjög ósáttir
við allar takmarkanir og nú reynir
á umdeilda reglugerð um þessi
mál. Það er engin deila um að þetta
eru löglegar veiðar, spurningin er
bara um takmarkarnirnar,“ segir
Steingrímur.
Páll Þór telur að landeigendur
þurfi að leggja sig fram um lögmæta
veiði í kringum veiðiár. Hann segir
aukið eftirlit hjálpa til við að uppræta
ólögmætar veiðar. „Við viljum halda
netaveiðum frá ánum og lögin eru til
þess að hafa hlutina alveg á hreinu,
bæði fyrir landeigendur og leigutaka
straumvatns. Landeigendurnir eru
auðvitað að þiggja arð af ánni og ég
tel eðlilegt að þeir standi vörð um
rétta veiði í þeim. Mér finnst að þessir
aðilar eigi að geta unnið saman að
því að hafa hlutina í lagi,“ segir Páll
Þór.
TrAuSTi HAfSTeinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Það er alvanalegt að
menn leggi net til að ná
sér í silung í soðið.“
Fjölskylda Steingríms J. Sigfússonar, formanns vinstri grænna, var tekin af lögreglu
fyrir netaveiðar of nærri Hafralónsá í Þistilfirði. Veiðarnar voru einnig utan löglegs
tímabils netveiða. Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur,
segir lögin alveg skýr og telur að landeigendur ættu ekki að flaska á þeim.
TEKNIR FYRIR ÓLÖG-
MÆTAR NETAVEIÐAR
Ólögmætar veiðar Lögreglan hafði afskipti af
landeigendum vegna ólögmætra netaveiða í
sumar. eigendurnir eru ósáttir við allar takmarkanir
á netaveiðum nærri veiðiám.
dv-mynd Sigtryggur ari Jóhannsson
Steingrímur J. Sigfússon Formaður
vinstri grænna hefur iðulega lagt net á
jörð fjölskyldunnar í Þistilfirði. Í sumar
hafði lögregla afskipti af netaveiðun-
um þar sem þær stóðust ekki lög.
SESSUNAUTAR Á ALÞINGI
og þjónar öðru kjördæmi en Val-
gerður. Flokkar þeirra hafa þó tekist
harkalega á í umhverfis- og iðnaðar-
málum. „Ég er viss um að við finn-
um samleið á einhverju sviði,“ segir
Katrín og nefnir velferðarmálin sér-
staklega í því sambandi.
Valgerður segist hafa rifjað það
upp með Katrínu að hún hafi áður
setið í þessu sama sæti og þá við hlið
Svavars Gestssonar. „Ég hef bara
góðar minningar frá þeim þing-
vetri,“ segir Valgerður og á ekki von
á að annað verði uppi á teningnum
í ár. Katrín er með barni og bætir við
hlæjandi: „Hún getur huggað sig við
að hún losnar við mig um áramótin
þegar ég fer í fæðingarorlof.“
Gæðablóð
Ágústi Ólafi Ágústssyni, varafor-
manni Samfylkingarinnar, líst ákaf-
lega vel á að sitja við hlið Guðjóns
Arnars Kristjánssonar, formanns
Frjálslynda flokksins. „Ég sé fram á
ákaflega ánægjulegar stundir með því
gæðablóði. Það er erfitt að líka ekki
vel við Guðjón Arnar,“ segir Ágúst Ól-
afur um sessunaut sinn. Guðjón seg-
ir þá félaga hafa verið samstiga í ýms-
um málum á liðnum alþingisvetri og
ber Ágústi afar vel söguna.
Þó telur Guðjón líklegast að
hann muni hafa sætaskipti við
flokksfélaga sinn, Jón Magnússon.
„Þar sem ég er formaður flokks-
ins er staðsetning hans sætis mun
þægilegri þar sem það er nær dyr-
unum. Það er alsiða í þinginu að
menn skipti um sæti ef það hentar
betur,“ segir Guðjón og bendir á að
formenn hafi í nægu að snúast. Ág-
úst tekur fram að hann hafi aldrei
áður setið við hlið þingmanns úr
Frjálslynda flokknum en sætaskipti
Jóns og Guðjóns munu engu breyta
þar um.
Yfirgefur Valgerði katrín Jakobsdóttir
fer í fæðingarorlof um áramótin og
yfirgefur þá valgerði Sverrisdóttur.
„Eru Siglfirðingar
ekki annars að taka
yfir Alþingi?“