Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Síða 22
„Það lenti á mér að kynna nýja bók-
menntahefð á Íslandi sem ég ætl-
aði svo sem ekkert að gera. Svona er
bara lífið,“ segir Ármann Reynisson
sem nýverið sendi frá sér sjöundu
vinjettubókina sem ber einfaldlega
titilinn Vinjettur VII. Fyrsta bókin
kom út árið 2001 og hafa þær komið
út árlega síðan, allar í tvítyngdri út-
gáfu á íslensku og í enskri þýðingu
Martins Regals.
Ármann hefur margoft þurft að
útskýra fyrir fólki hvað vinjettur
séu og lætur sig ekki muna um að
gera það enn eitt skiptið. „Þetta eru
örstuttar frásagnir þar sem höfundur
leitast við að segja nánast heila
skáldsögu á einni blaðsíðu. Hann er
í rauninni að opna huga lesandans
að svo miklu meira efni en sögurnar
segja til um hvað lengd varðar. Þetta
eru nokkurs konar söguljóð.“
13 sögur tengdar Grænlandi
Fjörutíu og þrjár vinjettur eru
í nýju bókinni, þar af þrettán sem
tengjast Grænlandi en Ármann
dvaldi á heimilum innfæddra þar í
landi í hálfan mánuð á síðasta ári.
„Mér fannst bæði kominn tími til að
fá nýtt blóð í sögurnar og mig lang-
aði til að leyfa lesendum að fá tilfinn-
ingu fyrir Grænlandi og grænlensku
þjóðinni. Fólki finnst þessi veröld
svo langt frá okkur, en hún er svo ná-
lægt okkur.“
Nokkrar sagnanna eru af
Pourqoui pas? sjóslysinu mikla við
Straumfjörð á Mýrum árið 1936. Í
einni vinjettunni, Berlínarmúrarnir
tveir, skín svo í gegn hörð gagnrýni á
íslenskan fjölmiðil sem engum dylst
að er Ríkisútvarpið. „Áður fyrr, með-
an ég var í fjármálaviðskiptum og
erfiðleikum, var ég til umfjöllunar,
meðal annars hjá RÚV og stundum
á mjög neikvæðum nótum. En eftir
að ég kom með fyrstu vinjettubókina
var bara lokað á umfjöllun um höf-
undinn. Þetta eru vinnubrögð sem
tíðkast bara í einræðisríkjum eins og
Sovétríkjunum heitnum.“
Símaauglýsingin ófrumleg
Auglýsingabransinn fær líka
sneið í tveimur sögum bókarinnar.
Ármanni finnst auglýsendur í ein-
staka tilvikum fara langt yfir strikið.
„Stundum ofbýður manni en í stað-
inn fyrir að kvarta opinberlega not-
færi ég mér þetta í sögur,“ segir hann.
Aðspurður hvað honum finnist um
Símaauglýsinguna sem vakti úlfúð
hjá mörgum nýverið segir Ármann
að hún hafi ekki truflað sig per-
sónulega. „En það sem mér fannst
óhugnanlegast er hvað auglýsingin
er ófrumleg og hvað hún gengur inn
á það sem er heilagt fyrir svo marga.
Þetta er einhver ófrumlegasta aug-
lýsing sem ég hef séð.“
Bækur Ármanns eru eingöngu
seldar í áskriftarsölu og á netinu og
segist höfundurinn núna hafa um
þrjú þúsund áskrifendur. Þá eru
ónefndar vinjettumunaðarvörurnar,
til að mynda vinjettukaffi, -kaffiboll-
ar og -konfekt, sem Ármann er með
til sölu en þær seldust upp í fyrra.
Þeir sem eru áhugsamir um bækurn-
ar eða vinjettuvörurnar er bent á síð-
una armannr.com. kristjanh@dv.is
miðvikudagur 3. október 200722 Fókus DV
á m i ðv i k u d e g i í kvöld
KínversK tónlist í Kópavogi
Heimskunnir kínverskir tónlistarmenn í þjóðlagahljómsveit Söngleikja- og
dansstofnunar Wuhan koma fram á tónleikum í salnum í kópavogi klukkan 20 í
kvöld. Hópurinn hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar og komið fram víða um
heim. Á tónleikunum mun hópurinn flytja hefðbundna og nýja kínverska tónlist
og spreyta sig á íslenskri tónlist.
Hvernig
dæmir maður
ljósmyndir?
Hvernig dæmir maður ljós-
myndir? Hver er munurinn á
gagnrýni og umfjöllun? Ljós-
myndasafn Reykjavíkur býður
upp á fyrirlestur frá hinum virta
bandaríska ljósmyndagagn-
rýnanda A.D. Coleman, í kvöld
þar sem hann mun fjalla um þá
margvíslegu fleti sem snúa að
þessu viðfangsefni út frá ferli
sínum frá árinu 1967 til dagsins
í dag. Meðfram fyrirlestrahaldi,
kennslu og útgáfu í Bandaríkj-
unum og víðar hefur Coleman
komið fram á NPR, PBS, CBS
og BBC. Árið 1996 hlaut hann
heiðursverðlaun frá The German
Photographic Society og er fyrsti
ljósmyndagagnrýnandinn sem
hlotið hefur slíkan heiður.
366 hækur
Út er komin ljóðabókin Hlaupár
eftir Þór Stefánsson. Í bókinni
eru 366
hækur,
jafnmargar
og dagarnir
í hlaup-
árinu.
Hlaupár
er sjöunda
frumsamda
ljóða-
bók Þórs
en eins og í fyrri verkum hans
eru í bókinni hugleiðingar um
hvunndaginn og mannlegar
tilfinningar eru rannsakaðar.
Þór hefur einnig sent frá sér sjö
bækur með þýddum ljóðum,
nú síðast sýnisbækur íslenskra
skálda á frönsku og Québec-
skálda á íslensku. Sigurður Þór-
ir sér um útlit bókarinnar og
teiknar myndir í hana.
Dvorák á
Háskólatónleikum
Píanókvintett í A dúr, opus 81, eftir
Dvorák verð-
ur fluttur á
Háskólatón-
leikum í dag
í Hátíðar-
sal skólans.
Flytjendur
eru Steinunn
Birna Ragn-
arsdóttir á
píanó, Auður
Hafsteins-
dóttir og Páll
Palomares á
fiðlu, Svava
Bernharðs-
dóttir á víólu
og Brynd-
ís Halla
Gylfadóttir
sellóleikari.
Tónleikarn-
ir hefjast
klukkan 12.30. Aðgangseyrir er 1000
krónur, 500 fyrir eldri borgara og
öryrkja en ókeypis fyrir nemendur
Háskóla Íslands.
Serrano Stendur fyrir Sínu
Ég kynntist Serrano fyrst fyrir
örfáum mánuðum. Veit ekki af
hverju ég hafði ekki smakkað hann
fyrr. Kannski framtaksleysi. Kannski
ótti við hið óþekkta. Kannski sitt
lítið af hvoru. Síðasta ferð mín var
álíka ánægjuleg og hinar. Ég mætti
á Serrano í Kringlunni á mesta
annatíma, í hádeginu, og var fimmti
í röðinni. Þökk sé því að fjórir
starfsmenn, sem virtust nokkuð
röskir, stóðu vaktina leið ekki mikið
meira en hálf mínúta þar til ég fékk
afgreiðslu. Ég bað (á íslensku nota
bene) um grískan burritos, finnst
hann og fajitas burritosinn álíka
góðir og í rauninni hending hvorn
ég panta, en að þessu sinni fékk ég
undarlega spurningu: „Viltu hann
óbreyttan?“ Spurningin leiddi huga
minn að jeppaköllum á spjalli um
breytt og óbreytt tryllitæki, en svo
rankaði ég við mér og afþakkaði
pent allar breytingar á burritosinum
mínum. Um það bil fjórum
mínútum eftir að ég mætti í röðina
var ég kominn með ilmandi burritos
í hendurnar. Hefði þegið lítið bros
frá konunni sem rukkaði mig. Fyrir
þessa máltíð þurfti ég að punga út
794 kr. sem mér finnst helvíti mikið
(fajitasinn er enn dýrari). Verðlagið
á íslenskum skyndibita almennt
er reyndar andskoti hátt að mínu
mati. Svo því sé haldið til haga
var ekkert meðlæti eða drykkur
inni í þessu verði. Burritosinn
bragðaðist afbragðsvel eins og
alltaf. Umhverfið á Stjörnutorgi
Kringlunnar er vitanlega eitt það
ónotalegasta sem fyrirfinnst. Á móti
kemur að ef maður hefur gaman af
því að fylgjast með iðandi mannlífi
er þetta rétti staðurinn. Það skýrir
stjörnufjöldann í þeirri kategoríu.
í skyndi//sERRAnO
Subway við HrinGbraut
Öll borðin voru óhrein kl. 2 eftir hádegi.
Hraði: HHHHH
Matur: HHHHH
viðMót: HHHHH
uMHverfi: HHHHH
verð: HHHHH
kriStJÁn Hrafn
GuðMunDSSOn
fór á Serrano.
GaGnrýnir rÚV oG
auGlýsinGabransann
Ármann reynisson
sendi nýverið frá sér
sína sjöundu vinj-
ettubók á sjö árum.
Um 3000 áskrifendur
eru að bókunum og
hefur ein þeirra
selst vel í
Þýskalandi.
nýjasta bókin vinjettur vii.
Ármann reynisson „Stundum
ofbýður manni en í staðinn fyrir
að kvarta opinberlega notfæri
ég mér þetta í sögur.“