Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Síða 6
miðvikudagur 3. október 20076 Fréttir DV Helgi Hjörvar Karl V. Matthí- asson Kolbrún Halldórs- dóttir Ásta Möller Bjarni Harðarson Vara- maður Vara- maður Ellert B. Schram Birkir J. Jónsson Ragnheiður Ríkharðs- dóttir Jón Bjarna- son Steinunn Valdís Óskars- dóttir Ögmundur Jónasson Siv Friðleifs- dóttir Magnús Stefáns- son Birgir Ármanns- son Guð- bjartur Hannes- son Ágúst Ólafur Ágústs- son Guðjón A. Kristjánsson Vara- maður Vara- maður Jón Magnús- son Ásta R. Jóhannes- dóttir Jón Gunnars- son Björk Guðjóns- dóttir Vara- maður Guðni Ágústsson Árni Páll Árnason Sigurður Kári Kristjánsson Sturla Böðvarsson Höskuldur Þórhallsson Ólöf Nordal Pétur H. Blöndal Álfheiður Ingadóttir Árni Þór Sigurðsson Ármann Kr. Ólafsson Valgerður Sverris- dóttir Katrín Jakobs- dóttir Gunnar Svavarsson Steingrímur J. Sigfússon Kristján Þór Júlíusson Katrín Júlíusdóttir Grétar Mar Jónsson Atli Gíslason Ragnheiður E. Árnadóttir Arnbjörg Sveins- dóttir Kjartan Ólafsson Einar Már Sigurðar- son Lúðvík Bergvinsson Kristinn H. Gunnars- son Árni Johnsen Guð- finna S. Bjarna- dóttir Þuríður Backmann Bjarni Benediktsson Illugi GunnarssonHerdís Þórðar- dóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Björgvin G. Sigurðs- son Þórunn Svein- bjarnar- dóttir Árni M. Mathie- sen Jóhanna Sigurðar- dóttir Össur Skarphéð- insson Geir H. Haarde Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir Björn Bjarna- son Kristján L. Möller Einar K. Guð- finnsson Þorgerð- ur Katrín Gunnars- dóttirForseti Alþingis SESSUNAUTAR Á ALÞINGI Dregið var um sæti þingmanna á Alþingi eins og venjan er í upphafi hvers löggjafarþings. Sá hátturinn er hafður á að þingflokksformenn eiga föst sæti við ganginn þar sem þeir fara oftar öðrum í pontu og því til þægindaauka að þeir sitji henni næst. Ráðherrar eiga einnig sín föstu sæti en aðrir komu í stafrófsröð og drógu númer af handahófi. DV tók nokkra þingmenn tali og fékk að heyra hvað þeim finnst um pólitík- usinn sér við hlið. Engar illdeilur Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir kerfið sem viðhaft er við sætaskipan vera skemmtilegt og verða til þess að fólk myndar ný kynni. Í ár situr Steingrímur þó hjá gömlum kunningja og skólafélaga sínum, Kristjáni Þór Júlíussyni sjálf- stæðismanni. „Það var eitt ár milli okkar í menntaskóla á Akureyri,“ segir Steingrímur. Hann bendir á að þótt þeir berjist á andstæðum pólum í pólitík sé það engin ástæða til þess að koma í veg fyrir góð persónuleg samskipti. „Það er ekki síður líflegt,“ segir Steingrímur. Kristján segir þeim alltaf hafa samið ákaflega vel. „Við erum sam- mála um mjög mörg atriði. Mun fleiri en þau sem skilja okkur í sund- ur,“ segir hann og á von á góðu sam- starfi þeirra á milli í vetur. „Við vitum hvar við höfum hvor annan,“ segir Kristján. Steingrímur tekur af allan vafa: „Það verða engar illdeilur okk- ar á milli.“ Sálusorgarinn í grenndinni Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, kom inn á þing árið 1999. Á sama tíma steig Kolbrún Halldórs- dóttir, þingmaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, sín fyrstu skref á Alþingi. „Við höfum leiðst sam- an í gegnum þetta þótt við séum á andstæðum pólum í stjórnmálum,“ segir Ásta. Þær unnu mikið saman í umhverfisnefnd á sínum tíma og kynntust þá vel. Ásta segir Kolbrúnu mikla hugsjónamanneskju. „Við höf- um átt fínar stundir saman og mér þótti góður fengur í að lenda við hlið- ina á henni,“ segir Ásta. Kolbrún bendir á að stjórnmála- menn séu fyrst og fremst fólk sem kunni vel að meta jákvæða eiginleika hjá öðrum. Hún segir að þó stjórn- málamenn takist á í pontu séu sam- skiptin öllu vinalegri þegar í sætin er komið. Kolbrún gantast þó með að ef það slær í brýnu á milli þeirra Ástu búi þær það vel að Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingar og prest- ur, situr hinum megin við Kolbrúnu. „Sálusorgarinn er þá ekki langt und- an.“ Sá elsti og sá yngsti Samfylkingarmaðurinn Ellert B. Schram er elsti þingmaðurinn sem nú situr á Alþingi en hann er tæp- lega 68 ára. Það fer vel á að hann sitji við hlið framsóknarmannsins Birk- is J. Jónssonar sem er yngsti þing- maður vetrarins, aðeins 28 ára gam- all. „Ég skaust inn á þing á síðustu metrunum í fyrra og tók þá sæti sem varamaður í fjárlaganefnd,“ segir Ellert um fyrri kynni sín af Birki en hann stýrði téðri nefnd. Ellert seg- ist hafa kunnað vel við þennan unga og hressa mann frá Siglufirði. „Eru Siglfirðingar ekki annars að taka yfir Alþingi?“ segir Ellert hlæjandi, minnugur þess að á þingi sitja tólf menn sem tengjast Siglufirði á einn eða annan hátt. Birkir ber Ellert vel söguna. „Ell- ert er ungur í anda. Hér er á ferð skemmtilegur félagi sem ég efa ekki að mér muni líka vel við.“ Birkir set- ur aldursmuninn ekki fyrir sig og er ánægður með sætaskipanina. Ellert hlakkar til vetrarins og samneytis við Birki: „Það væri frekar að hann kviði því að vera við hliðina á mér,“ bætir hann kankvís við. Harkaleg átök Katrín Jakobsdóttir, varaformað- ur Vinstrihreyfingarinar - græns framboðs, segir setu sína hjá Val- gerði Sverrisdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins, væntanlega upphafið að fagurri vináttu. „Það er merkilegt hvað leiðir okkar hafa lítið legið saman í gegnum tíðina,“ segir Katrín og Valgerður tekur und- ir. Katrín situr nú á þingi í fyrsta sinn Dregið var um sæti þingmanna á Alþingi eins og venjan er í upphafi hvers löggjafar- þings. Eflaust hafa margir velt fyrir sér hverjum þeir myndu sitja hjá fram á vormánuði og án efa hafa einhverjir sopið hveljur þegar miðinn með nafni sessunautarins kom upp úr kassanum. DV tók nokkra þingmenn tali og fékk að heyra hvað þeim finnst um pólit- íkusinn sér við hlið. ERLA HLyNSdÓttIR blaðamaður skrifar: erla@dv.is Skólafélagar Steingrímur J. Sigfússon og kristján Þór Júlíusson voru saman í menntaskóla. Elstur og yngstur ellert b. Schram hlakkar til að sitja hjá Siglfirðingnum birki J. Jónssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.