Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Qupperneq 10
miðvikudagur 3. október 200710 Fréttir DV OilQuick hraðtengi Sími 520 3100 Smiðjuvegur 50 datek@datek.is Tengja vökvalagnir um leið og tengið læsist „Ég held að þetta sé byggt á mis- skilningi. Ef þeim hefur farið eitt- hvað á milli í persónulegum sam- skiptum er mér ekki kunnugt um það,“ segir Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins, um orðaskipti milli Sigurjóns Þórð- arsonar, fyrrverandi þingmanns, og Kristins H. Gunnarssonar, þing- manns frjálslyndra. Í DV í gær sagði Sigurjón að Kristinn hefði unnið gegn sér frá því hann gekk til liðs við flokkinn, en í janúar yfirgaf Kristinn Framsókn- arflokkinn og tók saman við frjáls- lynda. Sigurjón sagðist vonast til þess að Kristinn myndi endurskoða hug sinn. Hann sagði Kristin í sand- kassaleik og vonar að honum ljúki sem fyrst. Sigurjón ætlar þó ekki að láta deigan síga og vill berjast áfram gegn kvótakerfinu sem óbreyttur meðlimur Frjálslynda flokksins en í gær sagðist hann ekki ætla að láta Kristin koma sér úr flokknum. Sig- urjón tók nýlega við störfum sem framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Norðurlands vestra en hann lét af þingmennsku í vor. Guðjón Arnar segist ekki vita til þess að Kristinn hafi unnið gegn Sig- urjóni á nokkurn hátt. „Ef Sigurjón er á öðru máli er það hans tilfinning og ég get ekki tjáð mig um það,“ segir Guðjón og vill sem minnst segja um málið. Kristinn sagði í samtali við DV í gær að hann kannaðist ekki við ósætti innan flokksins og enn síður að hann eigi eitthvað sökótt við Sig- urjón. erla@dv.is Guðjón A. Kristjánsson kannast ekki ágreining frjálslyndra: Misskilningur milli Sigurjóns og Kristins Guðjón Arnar Kristjánsson Formaður Frjálslynda flokksins veit ekki til þess að kristinn hafi unnið gegn Sigurjóni. Geir H. Haarde forsætisráðherra boðar lækkun skatta og hækkun persónuafsláttar. Útboð á heilbrigðisþjón- ustu tryggja að besta þjónustan bjóðist hverju sinni, að sögn Geirs. Framsóknarmenn hafa áhyggjur af efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Vinstri grænir vilja að tekjuafgangi ríkissjóðs verði varið í velferðarmál frekar en skattalækkanir. GEIR BOÐAR SKATTALÆKKANIR Hækkun persónuafsláttar er ein þeirra leiða sem farnar verða til að lækka skatta á kjörtímabilinu auk þess sem skattkerfi og almanna- tryggingar verða endurskoðaðar með það markmið að bæta hag lág- og millitekjufólks. Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í stefnu- ræðu sinni á Alþingi í gærkvöld. Skattalækkanir falla þó ekki alls stað- ar í góðan jarðveg og vilja þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs að tekjuafgangi ríkissjóðs verði frekar varið til uppbyggingar á vel- ferðarsviði. Veisluborð stjórnarinnar Guðni Ágústsson, formað- ur Framsóknarflokksins, lýsti yfir áhyggjum sínum vegna stefnu rík- isstjórnarinnar í efnahagsmálum og þeirrar þenslu sem enn ríkir í sam- félaginu. Hann sagði flokksmenn sína óttast að stjórnin ætli ekkert að gera til að stíga á bremsuna og benti á að ljóst væri að hækkanir stýrivaxta Seðlabankans dygðu ekki til. Guðni benti þó á að ríkisstjórnin hefði tekið við góðu búi og sitji nú við heilmikið veisluborð sem Framsóknarflokkur- inn hafi tekið þátt í að hlaða. Því hafi stjórnin meira svigrúm en ella til að bregðast við þeim vanda er steðjar að. Bandarískt módel Heilbrigðismálin virtust Geir hug- leikin í stefnuræðunni og með út- boðum og þjónustusamningum sér ríkisstjórnin fram á að tryggja bestu fáanlegu þjónustu fyrir það fjármagn sem varið er til þeirra mála. Stein- grímur J. Sigfússon hefur áhyggjur og telur að hugmyndir sem þessar feli í sér frekari áform heilbrigðisráð- herra í átt að einkavæðingu þessar- ar þjónustu sem á að vera öllum að- gengileg, óháð stétt og stöðu. Guðna sýndist Íslendingar fjarlægjast nor- ræna módelið í heilbrigðismálum og nálgast hið ameríska óðfluga. Skuld- inni vildi hann skella á einkavæðing- arhugleið–ingar Sjálfstæðisflokks. Forsætisráðherra taldi einnig til aðgerðir til að opna íslenskan lyfja- markað í þeim tilgangi að efla sam- keppni og ná fram auknu framboði samhliða lægra lyfjaverði.. Lögverndaður kennari Geir sagði menntamálaráðherra ætla að leggja fram frumvarp til lögverndunar á starfsheitum kennara og skólastjórnenda. Einnig verða í fyrsta skipti lögð fram frumvörp sem taka samtímis til leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, og verður þannig mótuð heildstæð menntastefna. Forsætisráðherra gerði mótvæg- isaðgerðir vegna niðurskurðar afla- heimilda að umræðuefni og sagði hann stjórnarflokkana sannarlega ekki hafa setið auðum höndum í sumar. Tímasetningu niðurskurðar- ins telur hann ákaflega góða þar sem aflasamdrátturinn hafi nú tiltölulega lítil áhrif á hagkerfið í heild þó veru- legt tekjutap í mörgum sjávarbyggð- um sé óhjákvæmilegt. Rænd lífsviðurværinu Guðjón Arnar gaf lítið fyrir mótvæg- isaðgerðirnar og sagði ekkert í þeim sem myndi ná að hífa upp þá veiku stöðu sem nú sé komin upp í sjávar- sveitum. Hann benti á að kvótakerfið hefði ekki náð neinu af þeim mark- miðum sem lagt hefði verið upp með og að aldrei yrði sátt um að ræna fólk á landsbyggðinni lífsviðurværinu. Guðna Ágústssyni fannst sömuleiðis lítið til aðgerðanna koma en nýverið kynnti Framsóknarflokkurinn sínar eigin mótvægisaðgerðir. Hugmynd- ir ríkisstjórnar finnst Guðna í besta falli háðulegar. Geir benti á að huga þyrfti að vax- andi mikilvægi Íslands í utanríkis- málum og að samfara aukinni sókn í auðlindir á norðurslóðum yrði umferð í lofti og á legi. Hann sagði einnig að áhersla yrði lögð á að fá viðunandi niðurstöðu í viðræður um yfirráð á hinu eftirsótta Hatton- Rockall-svæði. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur vinstri grænna, ítrekaði að huga þyrfti að auðlindum Íslands með umhverfissjónarmið í huga. Þannig yrðu landsmenn að horfa til framtíð- ar þegar náttúran væri nýtt og ekki gleyma okkur í gróðahyggju. Í lok stefnuræðu sinnar sagðist Geir binda vonir við samstarf tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins og að saman myndu þeir stýra þjóðar- skútunni til bjartari framtíðar. ERLA HLynsdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is Guðna sýndist Ís- lendingar fjarlægj- ast norræna módelið í heilbrigðismálum og nálgast hið ameríska óðfluga. Skuldinni vildi hann skella á einka- væðingarhugleiðingar Sjálfstæðisflokks. Umræður um stefnuræðuna geir H. Haarde forsætisráðherra boðaði skattalækk- anir og sagðist vilja opna íslenskan lyfjamarkað í því skyni að lækka lyfjaverð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.