Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Síða 32
„Við erum að fara af stað með þó nokkurt átak til að sporna gegn óskráðum erlendum starfsmönnum og fyrirtækjum sem sinna málum illa. Það gerum við með vinnustaða- heimsóknum og eftirliti á næstunni,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Stofnunin óskar meðal annars eftir ábending- um frá almenningi vakni grunur um að vinnuveitendur brjóti lög. Vinnumálastofnun hleypti í gær af stokkunum sérstöku eftirlitsátaki með fyrirtækjum vegna erlendra starfsmanna í samvinnu við Alþýðu- samband Íslands og félagsmála- ráðuneytið. Fjórum tímabundn- um starfsgildum hefur verið bætt við og 1.600 fyrirtækjum hafa ver- ið send bréf þar sem þau eru hvött til að sinna lögbundinni skráning- arskyldu. Í kjölfarið verða fyrirtæki heimsótt og upplýsinga óskað um fullnægjandi skráningar og launa- greiðslur. Ef upplýsingar fást ekki uppgefnar hefur Vinnumálastofnun heimild til að beita dagsektum eða tímabundinni stöðvun rekstrar. Þá óskar stofnunin eftir því að almenn- ingur sendi ábendingar um fyrir- tæki sem hafa óskráða starfsmenn á netfangið alltiljos@vmst.is. Aðspurður segir Gissur megin- markmiðið að gæta þess að starf- semi fyrirtækja með erlenda starfs- menn samræmist íslenskum lögum og kjarasamningum. Jafnframt segir hann mikilvægt að gefa út skilaboð um að eftirlit laganna sé skilvirkt og að ekki sé annað liðið en að lögin séu virt. „Við viljum koma skráningarmál- um í rétt horf. Þetta er tveggja mán- aða átak og að því loknu metum við hversu vel þetta gekk og hvort við teljum þörf á því að halda áfram. Að sjálfsögðu vonast ég til að vel takist til hjá okkur,“ segir Gissur. trausti@dv.is „Það er óþolandi að þessir hlutir skuli ekki geta verið í lagi. Þetta er hluti af því kerfi sem fólk þarf að geta treyst að alltaf sé í lagi,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir það vera hið alvarlegasta mál ef ekki er hægt að tryggja það með viðeigandi eftirliti að bensíndælur séu rétt stilltar. Skoðunarmenn Neytendastofu fóru vítt og breitt um landið í ágúst og september og athuguðu löggilding- ar á dælum og vogum hjá fyrirtækj- um. Í ljós kom að liðlega fimmta hver bensín- og olíudæla er án löggilding- ar. Tæplega 40 prósent voga eru einn- ig án löggildinga og hafa verið síðustu þrjú ár. Mikil vonbrigði Guðmundur Árnason, sviðsstjóri hjá Neytendastofu, segir þessar nið- urstöður vera talsverð vonbrigði. „Helst vildum við að öll mælitæki væru löggild, en það er reyndar ekki hægt að reikna með því,“ segir Guð- mundur. Hann segir nýleg lög um mælitæki vera þannig úr garði gerð að ekki sé hægt að beita menn sektum fyrir að vera með mælitæki án löggildingar. „Stjórnsýslulögin gefa mönnum færi á að koma með athugasemdir og leiðréttingar. Til dæmis getur komið upp að mælitækið er ekki lengur í notkun.“ Eigendur mælitækja eru sjálfir ábyrgir fyrir því að mælitæki þeirra fari í eftirlit og löggildingu. Neyt- endastofa sér um eftirlit og fyritækið Frumherji sér um sjálfa löggilding- una. Á að vera í lagi „Okkur er það kappsmál að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Guðlaugur Pálsson, verkefnastjóri hjá N1. Hann segir að stundum beri svo við að þegar starfsmenn á löggildingarbíl komi að bensíndælu sem eigi skammt eftir með að renna út á löggildingu sé dælan látin eiga sig þangað til næsti rúntur er tekinn. „Það er einstaklega fátítt að dæla skammti rangt og í rauninni er þetta formsatriði og ætti ekki að valda neyt- endum áhyggjum þótt vitanlega eigi þessir hlutir að vera í lagi,“ segir Guð- laugur. Gamalt vandamál Runólfi Ólafssyni hjá FÍB er spurn hvernig á því geti staðið að dælur og vogir sleppi í gegn um eftirlitskerfi sem í eðli sínu eigi að vera óbrigðult. „Mælitæki eru gamall vandi sem lengi hefur blasað við í viðskiptum. Regl- ur og eftirlit eru sett upp með það að markmiði að ekki sé haft rangt við,“ segir Runólfur. Bensín- og olíudælur voru athug- aðar á áttatíu bensínstöðvum. Löggild- ing var ekki í gildi á 53 dælum af 194, eða á rúmlega fimmtungi. Í skýrslunni er ekki að finna samanburð við fyrri ár hvað varðar bensíndælur. miðvikudagur 3. október 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Sáu Kínverjarnir rautt? ÓÞOLANDI AÐ DÆLURNAR SÉU EKKI ALVEG ÖRUGGAR Fimmta hver bensíndæla er ekki með löggildingu og því óvíst hvort þær dæli rétt: Vinnumálastofnun ræðst í átak vegna óskráðra starfsmanna: Lýsa eftir þrjótunum Enginn tekinn af lífi „Það verður enginn tekinn af lífi í stjórnarkjöri eða svoleiðis,“ seg- ir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Hann setur þriggja daga þing sambandsins klukkan fjögur í dag. „Við munum ræða kjaramálin bæði við atvinnurekendur og full- trúa hins opinbera,“ segir Kristján. Hann segir að kjaramál verði fyrst og síðast rædd á þinginu, enda náslgist nú tími samninga. Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra flytur erindi við þingsetninguna. Yfirskrift þingsins er Leiðréttum misréttið. Við dæluna Fimmta hver bensíndæla er með úrelta löggildingu. „Óþolandi,“ segir Runólfur Ólafsson hjá FÍB. siGtryGGur ari jóhannsson blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Hæstiréttur hefur úrskurðað karl- mann í gæsluvarðhald til fimmtu- dags vegna fjölda brota dagana 26. og 27. september. Maðurinn er með- al annars grunaður um að hafa brot- ist inn í Digranesskóla og stolið það- an myndvarpa, ásamt því að brjótast inn í nokkra bíla. Glæpahrinan endaði í Smára- lindinni með þjófnaði. Þegar örygg- isvörður stöðvaði manninn brást hann við með því að draga insúl- ínsprautur úr vasanum og hóta að drepa vörðinn með þeim. Lögreglu var tilkynnt að maðurinn væri brjál- aður. Brjálaður í gæsluvarðhald Mótmæli Árni var handtekinn af lögreglunni stuttu síðar og fluttur til síns heima. DV-MYND ÓSKAR PÁLL ELVARSSON Handtekinn fyrir mótmæli 49 ára gamall karlmaður, Árni Jónasson, var handtekinn í Reykja- vík um hádegisbilið í gær vegna mótmæla við kínverska sendiráð- ið. DV hafði fregnir af mótmælun- um og þegar ljósmyndara og blaða- mann bar að var Árni að hella yfir sig rauðri málningu. Hann sagði við blaðamann DV að hann hefði valið útimálningu til að koma í veg fyrir að honum yrði kalt. Hann sagði að Kínverjar og Indverjar stæðu á bak við atburðina í Mjanmar í síðustu viku. Mótmælin fóru friðsamlega fram en hann var handtekinn vegna brota á lögreglusamþykkt. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykja- vík ók lögreglan honum heim og var honum boðin sektargerð fyrir að ata gangstéttina út í málningu. Ríkið greiði rúmar 130 milljónir Héraðsdómur Reykjavík- ur dæmdi í gær íslenska ríkið til greiðslu ríflega 130 milljóna króna til handa Tryggingamiðstöðinni. Fyrirtækið stefndi ríkinu eftir sam- starf beggja aðila við endurbætur Þjóðminjasafnsins. Kostnaður við framkvæmdina fór töluvert fram úr áætlunum og útboðsgögnum. Umframkostnaður lenti á Trygg- ingingamiðstöðinni sem krafðist endurgreiðslu á mismuninum. Niðurstaða dómsins var sú að ríkið greiði kröfu Tryggingamiðstöðvar- innar að fullu auk málskostnaðar og dráttarvaxta í tvö ár. réttindi vernduð Markmið átaksins er að vernda réttindi erlendra starfsmanna hér á landi og tryggja að lög um skráningar og kjarasamninga séu virt. Slasaðist í árekstri Ökumaður jeppa slasaðist þegar rúta í akstri fyrir Strætó bs. og jeppinn sem ökumaðurinn keyrði skullu saman á gatnamótum Fellsmúla og Grensásvegar um sexleytið í gærkvöldi. Farþegar voru um borð í rútunni og sluppu þeir betur en ökumaður- inn, án meiðsla. Rútan er nokkuð skemmd og jeppinn er ónýtur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.