Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Síða 3
F
ít
o
n
S
ÍA
Hótel Búðum, einu fegursta sveitahóteli á Íslandi, er frábær aðstaða til að þjappa saman
vinnuhóp eða til að halda fundi og allt að 40 manna ráðstefnur fjarri skarkala
hversdagsins. Náttúrufegurðin skapar einstaka og óvenjulega umgjörð og frá þessu
stórbrotna umhverfi stafar jákvæðum straumum til sköpunar og nýjar hugmyndir kvikna.
Herbergin eru gullfalleg og hvert einasta með guðdómlegt útsýni og að sjálfsögðu öll með
nettengingu. Að loknu fundahaldi er síðan hægt að slaka á, njóta rómaðrar matargerðar
Hótels Búða og kanna nánasta umhverfi á Snæfellsnesi. Leitið upplýsinga og tilboða á
hótelinu.
Vetrardvöl á Hótel Búðum er frábær og við tökum æ oftar á móti vinahópum og klúbbum
í miðri viku, fólki sem vill gera sér dagamun og njóta lífsins í heillandi umhverfi án þess
að fara út fyrir landsteinana.
Matseðill veitingahússins er alla jafna bundinn árstíðum og íslenskt úrvalshráefni í
öndvegi, m.a. sjávarfang úr nágrenninu, ferskt og ljúffengt.
Fundir og mannfagnaðir
eða hvíld og slökun,
allt í einstöku umhverfi
Gjafabréfin eru frábær til að gleðja ættingja, vini eða
góða starfsmenn. Allar upplýsingar í síma 435 6700 eða á
www.budir.is
Hótel Búðir – Snæfellsbæ
Sími 435 6700
budir@budir.is
www.budir.is
Opið allt árið