Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Side 27
Aðdáendur ráða verðinu Hljómsveitin Radiohead hefur ákveðið að gefa sjálf út næstu breiðskífu sína. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hvaða plötufyrir- tæki yrði fyrir valinu eftir að samningur þeirra við EMI rann út. Radiohead hefur aftur á móti gefið það út að sveitin muni selja plötuna sjálf á heimasíðu sinni og það sem meira er að aðdáendur sveitarinnar fá að ráða verðinu sjálfir. Platan heitir In Rainbows og er sjöunda breiðskífa sveitarinnar en ágóði af sölu hennar rennur óskiptur og milliliðalaust til Radiohead. Meðlimir Baggalúts halda til Skotlands um miðjan október til að spila á árlegri sveppahátíð: BAGGALÚTUR HEIÐRAR SKOSKA SVEPPI Hljómsveitin Baggalútur ætlar að skella sér til Aberfoyle í Skotlandi að kynna íslenska tónlist á meðan aðr- ar hljómsveitir keppast við að kynna sig á Iceland Airwaves-hátíðinni í Reykjavík helgina 17. til 21. októb- er. „Við erum að fara að spila á stór- merkilegri sveppahátíð sem er haldin einu sinni á ári þarna í Aberfoyle en á þessari hátíð er sveppurinn í háveg- um hafður,“ segir Guðmundur Páls- son, einn meðlima Baggalúts. „Það er eitthvert íslenskt þema á hátíðinni í ár og við fengum bara tölvupóst þar sem leitast var eftir því að við kæmum út að skemmta skosk- um sveppaunnendum. Við slógum að sjálfsögðu bara til enda stórskemmti- leg hátíð. Ég veit ekki hvort við verð- um með eitthvert sveppaþema í tón- listinni en við ætlum að syngja allt á íslensku,“ segir Guðmundur og bætir því við að íslenskan hafi reynst þeim vel hingað til. „Við vorum að spila í bæði Rússlandi og Þýskalandi um daginn og sungum bara allt á ís- lenskunni. Áhorfendurnir hafa bara tekið mjög vel í það og fagnað og hlegið og allt á réttu stöðunum.“ Sveppahátíðin stendur yfir í nokkra daga og mun Baggalútur koma til með að spila alla dagana og jafnvel nokkrum sinnum á dag. „Það verður heljarinnar dagskrá hjá okkur. Annars eigum við nú líka eft- ir að nýta okkur tækifærið að vera í Skotlandi og skoða þarna einhverja kastala og sveppasöfn. Þetta verður stórkskemmtileg ferð enda er svepp- urinn mjög merkilegt fyrirbæri,“ segir Guðmundur sveppavinur að lokum. krista@dv.is „Maður er nú alveg óvarinn gegn þessu,“ segir leikstjórinn Björn Brynj- úlfur Björnsson um ókeypis niðurhal á mynd hans Kaldri slóð á íslensku vefsíðunni torrent.is. „Það er mjög erfitt að eiga við þetta en svona gerist í kjölfar þess að myndin er að koma út á leigum og til sölu á DVD,“ og segir Björn að þá taki einhverjir ein- staklingar sig til og afriti myndina og deili henni frítt með öðrum þótt það sé skýrt brot á lögum. Lögin eru skýr „Þetta er ekkert séríslenskt vandamál og þetta er að gerast um allan heim,“ en Björn segir að lög- in séu engu að síður mjög skýr hvað þessa hluti varðar. „Löggjöfin varð- andi þetta er mjög skýr. Hugverk eins og kvikmyndir eru alveg vernd- uð af höfundarréttarlögum en vand- inn liggur svo sem ekki þar. Vand- inn liggur meira í netinu sem slíku,“ og segir Björn þetta í raun vera fylgi- fisk netsins. „Þarna er í raun einhver nafnlaus aðili að deila einhverju á netinu og það er erfitt að stoppa það. Ef ein svona síða er tekin niður eða einn aðili stöðvaður sprettur bara upp önnur.“ Björn segir það horfa öðruvísi við ef til dæmis um fjölföldun á mynd- diskum væri að ræða. „Þá væri hægt að gera mynddiskana upptæka og eyðileggja þá en þetta er meira eins og að berjast við ósýnilegan óvin.“ Lítur á vinsældirnar sem hrós Í gær hafði Kaldri slóð, sem er í tveimur eintökum inni á torrent.is, verið niðurhalað af síðunni í rétt tæp- lega 2.500 eintökum og mun sú tala væntanlega vaxa á næstu dögum og mánuðum. „Þarna er auðvitað ein- hver að gefa eitthvað sem við erum að reyna að selja og taka þannig pen- ing af okkur. En það þýðir lítið að fara í fýlu yfir þessu og ég lít á þessar vin- sældir sem hrós. Það er bara jákvætt að myndin sé svona eftirsótt,“ segir Björn jákvæður um málið. „Ég vona bara að fólk sjái hana og finnist hún það góð að það kaupi DVD-diskinn til að fá aukaefnið og til að eiga hana í meiri gæðum,“ en Björn segist þó til dæmis skilja fátæka námsmenn sem nái í myndina frekar á síðu eins og torrent.is heldur en að fara út á leigu. „Svona er bara heimurinn sem við lif- um í í dag. Maður breytir honum ekki með handafli,“ segir Björn að lokum. Björn hefur þegar snúið sér að sínu næsta verkefni en hann mun leikstýra þáttunum Mannaveiðum sem sýndir verða í Sjónvarpinu á næsta ári. Þætt- irnir eru byggðir á bók Viktors Arnars Ingólfssonar, Aftureldingu, sem fjall- ar um rannsókn lögreglu á morði á gæsaskyttu. Með aðalhlutverk í þátt- unum fara Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Darri Ólafsson en einnig mun leikurum eins og Hilmi Snæ Guðna- syni, Maríu Ellingsen, Þresti Leó Gunnarssyni, Höllu Vilhjálmsdóttur og Þórunni Lárusdóttur bregða fyrir. asgeir@dv.is Bílabíó í kvöld! Í kvöld fer fram bílabíó á vegum Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar, í flugskýli 885 á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Myndin sem verður sýnd er engin önnur en ein klassískasta unglingamynd allra tíma, American Graffiti eftir George Lucas. Með því að halda bíóið í flugskýli er nær gulltryggt að sýningin geti farið fram þrátt fyrir vonskuveður og rigningu. Aðgangs- eyrir á bílabíóið er í lágmarki, einungis 1.000 krónur á bíl, og fer miðasala fram á midi.is og í upplýsingamiðstöð hátíðarinnar á Hressó. Vill ekki verða ofurkona Leikkonan Jessica Biel hafnaði hlutverki sem Wonder Woman í kvikmyndinni Justice League Of America. Myndin er í leikstjórn George Miller og á að fjalla um elítuteymi ofurhetjanna en þeirra á meðal verða Batman, Wonder Woman, Superman, Aquaman og The Flash. Biel hafnaði hins vegar hlutverkinu sem henni var boðið í síðustu viku og fylgdi þannig í fótspor Kate Beckinsale sem skömmu áður hafði hafnað hlutverki í myndinni. miðvikudagur 3. október 2007DV Bíó 27 Baggalútur Syngur á íslensku fyrir Skotana. Kvikmyndinni Kaldri slóð eftir Björn Brynjúlf Björnsson er niðurhalað endurgjaldslaust í þúsundatali á vefsíðunni torrent.is. Björn segir lítið við því að gera og lítur á vinsældir myndarinnar sem hrós. KALDRI SLÓÐ STOLIÐ Í ÞÚSUNDATALI Björn Brynjúlfur Björnsson, leikstjóri Kaldrar slóðar Segist líta á eftirsóknina eftir myndinni sem hrós. Köld slóð um 2.500 manns hafa náð í myndina í gegnum torrent.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.