Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Blaðsíða 12
Svarthöfði fékk áfall í morgun þegar hann sá á forsíðu DV að greiðslukortafyrirtækið Visa stórgræðir á klámi á Netinu. Visa er einhvern veginn með þá ímynd að vera gott og sið- vant fyrirtæki. Í auglýsingum gerir það út á að korthafi eigi fyrirtækinu að þakka sælustund- ir innanlands sem utan. Nú hefur hlutverkið færst á annað og nýrra plan. Visa er næstum því eins og hver annar dólgur sem hefur milli- göngu um að svala lægstu hvötum mannskepnunnar með útgerð sem ekki sæmir virðulegu fyrirtæki. Svarthöfði og Visa hafa átt samleið lengur en ástæða er til að muna. Þar hafa skipst á skin og skúrir. Eitt sinn var Svart- höfði í sakleysi sínu á þýskum næturklúbbi ásamt félögum sín- um. Þetta var sárasaklaus klúbb- ur sem bauð upp á drykki og sýn- ingu af þeim toga sem Goldfinger hefur orðið þekktur fyrir í seinni tíð. Reikningurinn fyrir kvöldið var settur á Visa eins og svo margt annað. En eftir heimkomuna kom heldur betur babb í bátinn því á Visareikningnum stóð skýrum stöfum Happy Night, hamingju- nótt, og síðan upphæðin fyrir aftan sem að vísu var ekki himinhá og engan veginn til þess fallin að hafa staðið undir kaupum á vændi. En Svarthöfði upplifði klandur heima fyrir þegar hann reyndi að útskýra vandræðalega að Hamingjunótt- in væri einfaldlega nafn á nætur- klúbbi og að baki upphæð- inni væri ekkert annað en drykkir og aðgangseyr- ir. En þótt Svarthöfði væri saklaus af siðleysi og Visa ekki í hlutverki dólgsins var þó dreginn lærdómur af atvikinu og eftir þetta hefur Visakort Svarthöfða aðeins verið notað þegar um er að ræða ótvíræð nöfn á verslunum, þjónustu eða veit- ingastöðum. Visa hefur oft valdið gang-truflunum í annars þýðu og tilbreytingarlitlu lífi Svart- höfða. Það er engin ástæða til að fara í gegnum öll þau mánaðamót sem korta- fyrirtækið hefur verið við það að sliga Svarthöfða og fjölskyldu hans. Þungbær- ir reikningar hafa dun- ið á heimilinu en þá hefur risinn komið til bjargar og boðið greiðsludreifingu þannig að ofneysla þess mánaðar hefur dreifst fram á veginn. Svarthöfði hefur í þrígang klippt kortið sitt en fljótlega komist að því að samfélagið lítur á þann sem borgar með reiðufé sem krimma. Kortið er aðgöngumiði að flestu í daglegu lífi og því hefur það komið aftur og aftur. Það er mikið lán að Svarthöfði er lítt gefinn fyrir klám því annars myndi Visa ná á hon- um taki þar líka eins og við aðrar lífsins lystisemdir eða nauðsynj- ar. Engin leið er til þess að losna við kortið en það er vandasamt að halda viðskiptunum á siðsamlegu plani. miðvikudagur 3. október 200712 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm. fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson Umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðaLnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, Áskriftarsími 512 7080, augLýsingar 512 70 40. Happy NigHt með Visa svarthöfði Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar Ef mið er tekið af orðum Geirs H. Haarde forsætisráðherra er bjart framundan. Bravó Leiðari Þegar Geir H. Haarde hóf að flytja stefnuræða sína á Alþingi í gærkvöldi var ekki laust við að hann talaði með þeim hætti að hlust-endur hrifust af orðum hans. Hann boðar áframhaldandi velmegun, sterka stöðu ríkissjóðs, skattalækkanir einstaklinga og fyrirtækja. Hann lof- ar að hækka skattleysismörk sem er mikill ávinning- ur fyrir þá verst settu. Hann sagði ekki aðeins góð- æri verða á næsta ári, hann segir það verða áfram á næstu árum. Geir H. Haarde lofar að ráðast gegn meinum velferð- arkerfisins. Það er sérstakt fagnaðarefni. Nú er lag og nú hefur þjóðin efni á að laga það sem miður hefur farið og ekki verið sinnt. Ræða forsætisráðherra gaf þjóðinni ástæðu til bjartsýni og að hér verði áfram velsæld. Hann kom reyndar ekkert inn á mismunun á kjörum okkar og annarra þjóða, ekki hvað við þurfum að borga meira fyrir það sem er okkur nauðsynlegast, svo sem matvörur og peninga til íbúðar- kaupa. Hann hefur áður aftekið að tekin verði upp evra hér á landi eða krónan verði tengd við evruna. Það sem forsætisráðherra boðaði í stefnuræðunni er fínt og vonandi tekst ríkisstjórninni, sem hefur einstaklega sterkan meirihluta á þinginu og sérlega sterka fjárhagsstöðu, að standa við gefin lof- orð. Vonandi tekst þessari mannmörgu ríkisstjórn að framkvæma það góða sem lofað er. Það er hlutverk stjórnarandstöðu og fjölmiðla að standa vaktina og veita ríkisstjórninni aðhald. Það mun DV gera og hvergi spara við sig. Í dag er ekki ástæða til að efast um fyrirheitin. En strax á morgun byrja frestir góðra verka að telja og það verður full vinna margra að veita þessari mannmörgu ríkisstjórn aðhald. Stjórnarandstaðan slær fram efasemdum um góð- ar meiningar ríkisstjórnarinnar. Þannig á það að vera og vonandi verður framhald þar á. Það er við mikið að berjast, en ekki má líta framhjá því að vel er meint, allavega er vel talað og vonandi tekst að fylgja góðum málum fram. Þenslan er ógnvaldur. Viðskiptahallinn er ógnvaldur. Hvað gerist með nýjum kjarasamningum er óvíst og kannski verður þenslan meiri en ríkisstjórnin ætlar. Eflaust er ekki áreynslulaus sigling fram undan. Ef mið er tekið af orðum Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra er bjart fram undan. En honum verður veitt aðhald. Orð og efndir verða að fara saman. DómstóLL götunnar Eiga stóriðjufyrirtæki að borga fyrir mEngunarkvóta? „já, mér finnst það alveg sjálfsagt. einhver þarf að borga fyrir mengunina og þar sem þau menga finnst mér það alveg sjálfsagt.“ Arna Rún Grönvold, 16 ára, nemi „alveg tvímælalaust. mengunin er orðin að það miklu vandamáli. svo vil ég koma því á framfæri að það ætti ekki að byggja við austurstræti þar sem húsin brunnu. Það ætti frekar að vera útivistarsvæði þar sem fólk getur setið og drukkið kaffi á góðviðrisdögum.“ Auður Jónsdóttir, 77 ára, eftirlaunaþegi „já, að vissu leyti, þar sem mengunin er orðin vaxandi vandamál finnst mér eðlilegt að þeim verði settar einhverjar skorður.“ Hildur Sæmundsdóttir, 16 ára, nemi „mér finnst bara að það ætti að leggja niður stóriðjuna eins og hún leggur sig.“ Einar Snorri Einarsson, 37 ára, leikstjóri sanDkorn n Stallsysturnar Inga Lind Karlsdóttir og Svanhildur Hólm Valsdóttir í Íslandi í dag fá heldur betur á baukinn í nýjasta hefti Mannlífs. Í lesendabréfi eru þær hund- skammaðar fyrir rasisma í garð Grænlend- inga en þáttur þeirra hefur verið með fjölda innslaga frá nágrannalandi okkar. Meðal annars birtu þær myndskeið af drukkinni konu og hlógu og flissuðu með að sögn lesandans. Víst er að þær hefðu ekki hegðað sér eins ef um hefði verið að ræða íslenska kynsystur þeirra. n Enn einn ágreiningur innan Frjálslynda flokksins hefur verið staðfestur með því að Sigurjón Þórðarson staðfesti við DV að Kristinn H. Gunnarsson ynni markvisst gegn honum og væri í „sandkassaleik“. Ýmislegt þykir benda til þess að Kristinn verði síst friðsamari þar en hjá Framsóknarflokknum forðum. Þeim fjölgar sem hafa áhyggjur af því að Frjálslyndi flokkurinn þoli ekki enn ein átökin og saga hans verði brátt öll. Skoðanakannanir benda reyndar til þess að dauðastríðið sé hafið og að ekki sé innistæða fyrir einum þingmanni. n Vinsældamælingar stjórn- málamanna dúkka upp með reglulegu millibili. Capacent Gallup mældi ráðherra ríkis- stjórnarinnar nýverið þar sem Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra trónir efst í vinsældum og skýt- ur- sjálfum Geir Hilm- ari Haar- de forsæt- isráðherra ref fyrir rass. Björn Bjarnason nýtur minnstrar hylli ráð- herra en er jafnframt efstur á listanum um þá óvinsælustu. Þrátt fyrir almennar óvinsæld- ir er ekki að sjá neitt fararsnið á ráðherranum. Því hefur þó heyrst fleygt að hann muni hætta á fyrri hluta kjörtíma- bilsins og frændi hans Bjarni Benediktsson taka við ráð- herradómi. n Óvissa ríkir um Sturlu Böðvarsson, forseta Alþing- is, sem á miðju kjörtímabili missir vegtylluna við það að Samfylking fær emb- ætti hans. Hermt er að Sturla hafi átt sér þann draum að verða vega- málastjóri en klúðrið með Grímseyjarferjuna hef- ur gert þann draum að engu. Líklega á Sturla þann kost ein- an að verða óbreyttur þing- maður eftir hálft annað ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.