Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Qupperneq 15
DV Sport miðvikudagur 3. október 2007 15
Sport
Miðvikudagur 3. október 2007
sport@dv.is
Grétar í Val eða KR Eitt stig komið í hús hjá Val
Wayne rooney tryggði manchester united öll þrjú stigin gegn roma í gær í meistara-
deild evrópu. arsenal , barcelona og glasgoW rangers voru einnig í ham. bls 16.
Viðurkenningar fyrir umferðir 13
til 18 voru veittar í höfuðstöðvum KSÍ í
gær. Jónas Grani Garðarsson, leikmaður
Fram, var valinn besti leikmaður
umferðanna. Sex leikmenn voru í liði
umferðanna, auk þess sem Willum Þór
Þórsson, þjálfari Vals, var valinn þjálfari
umferðanna og stuðningsmenn Vals
fengu viðurkenningu sem bestu
stuðningsmenn umferða 13 til 18.
Magnús Þórisson var valinn dómari
umferðanna.
Lið umferðanna er skipað eftir-
farandi leikmönnum. Markvörður er
Fjalar Þorgeirsson, Fylki. Varnarmenn
eru Atli Sveinn Þórarinsson, Val,
Barry Smith, Val, Rene Carlsen, Val
og Dario Cingel, ÍA. Miðjumenn eru
Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Val,
Pálmi Rafn Pálmason, Val, Ásgeir
Gunnar Ásgeirsson, FH, og Bjarni
Guðjónsson, ÍA, og sóknarmenn eru
Helgi Sigurðsson, Val og Jónas Grani
Garðarsson, Fram.
Jónas Grani var valinn leikmaður
umferða 13 til 18. Hann var marka-
kóngur Landsbankadeildarinnar og átti
stóran þátt í því að Fram hélt sæti sínu
í deildinni. Jónas Grani er miðjumaður
að upplagi og sagði í samtali við DV að
valið hafi komið sér á óvart.
„Ég þakka þjálfaranum og liðs-
félögunum þetta gengi í sumar. Það er
enginn einn sem gerir eitthvað í fót-
bolta, nema kannski Ronaldinho eða
einhver svoleiðis. Fótbolti er samvinna
og snýst um að halda markinu hreinu
og skora mörk. Mitt hlutverk var fremst
á vellinum og skora mörkin. En þetta er
mikil vinna, ég hef æft vel frá því í nóv-
ember og spilað nánast alla leiki. Ég var
með þjálfara sem hafði trú á mér og
þetta er bara ávöxturinn af því,“ sagði
Jónas Grani.
Hann er miðjumaður að upplagi og
sagði að hann hafi fengið annað hlutverk
hjá Fram í sumar en áður. „Framan af
spilaði ég fremst á miðjunni, eins og
ég hef alltaf gert og skoraði fjögur eða
fimm mörk í fyrri umferðinni.
Svo urðu ákveðnar breytingar og við
spiluðum betri fótbolta seinni part móts.
Það skilaði sér í því að við sköpuðum
fleiri færi og nutum góðs af því. Ég var
í fremstu víglínu síðustu leikina og það
er auðveldara að skora ef maður er nær
markinu,“ sagði Jónas Grani.
Samningur Jónasar Grana er
útrunninn og hann sagði að Fram
hafi sýnt áhuga á að semja við hann
á nýjan leik og að viðræður væru á
byrjunarstigi.
Willum Þór Þórsson þakkaði liðs-
heild Valsmanna viðurkenninguna sem
þjálfari umferða 13 til 18. „Mér þykir
alltaf vænt um að fá viðurkenningar. Við
erum með gríðarlega öflugan hóp og
félagslega sterkan hóp. Það var sérstök
samstaða sem einkenndi hópinn,“ sagði
Willum Þór.
Jónas Grani Garðarsson hjá Fram var valinn besti leikmaður umferða 13 til 18 í Landsbankadeild karla:
SEX VALSMENN Í LIÐI UMFERÐA 13 TIL 18
Leikmaður umferðanna Jónas grani
garðarsson var valinn besti leikmaður
umferða 13 til 18 í Landsbankadeild
karla í knattspyrnu.
rooney skaut rómverja í kaf