Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Blaðsíða 4
miðvikudagur 3. október 20074 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Fordæma
ofbeldið
Kristinn F. Árnason, sendi-
fulltrúi Íslands hjá alþjóðastofn-
unum í Genf, fordæmdi ástand
mannréttindamála í Mjanmar
fyrir Íslands hönd á sjötta fundi
mannréttindaráðs Sameinuðu
þjóðanna í gær.
Íslensk stjórnvöld fordæma
þau ofbeldisverk sem stjórn-
völd í Mjanmar hafa beitt til að
bæla niður friðsamleg mótmæli
í landinu. Í yfirlýsingunni eru
barsmíðar, morð og óréttmætar
fangelsanir tilteknar.
Gísli bíður
með aðgerðir
Gísli Tryggvason, talsmað-
ur neytenda, hefur ákveðið að
aðhafast ekkert að svo stöddu
til að aðstoða aldraða og öryrkja
við að leita leiða við að ná niður
lyfjaverði. Vinnuhópur á vegum
Öryrkjabandalags Íslands og
Landssambands eldri borgara
setti sig í samband við Gísla og
fór fram á aðstoð hans. Gísli hef-
ur nú tilkynnt þeim að þar sem
heilbrigðisráðherra sé að móta
almennar aðgerðir til að lækka
lyfjaverð telji Gísli betra að bíða
eftir þeim niðurstöðum frekar en
að leita sértækra aðgerða.
Kristbjörg kjör-
in nýr formaður
Kristbjörg Sigurðardóttir,
varaformaður Verkalýðsfélags
Húsavíkur og nágrennis, var
kosin formaður Alþýðusam-
bands Norðurlands á þingi
sambandsins um helgina.
Með henni í stjórn eru Matt-
hildur Sigurjónsdóttir og Þór-
arinn Sveinsson.
Rúmlega hundrað manns
sátu þingið.
Tvær konur kærðu til lögreglu að fjögurra ára gamall schaeffer-hundur hefði ráðist á
þær. Jón Valgeir Pálsson, eigandi hans, telur of mikið gert úr málinu en endaði á að
lóga hundinum. Jón Valgeir hótaði að rota dýrafangara. Gísli S. Einarsson, bæjar-
stjóri á Akranesi, segir að reglugerðir séu loðnar og bindi hendur lögreglunnar.
SKAUT HUND SEM
HAFÐI RÁÐIST
Á TVÆR KONUR
Jón Valgeir Pálsson lógaði
schaeffer-hundi sínum eftir að
kvartað var undan því að hann
hefði tvisvar á þessu ári ráðist á
fólk og veitt því áverka. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni á
Akranesi hafa tveir einstaklingar
lagt inn kæru vegna hundsins.
Að sögn Jóns Valgeirs fór hann
með hund sinn út fyrir bæinn á
sunnudag þegar honum var ljóst
í hvað stefndi. Þá hafði hann tek-
ið ákvörðun um að ljúka málinu
sjálfur og skaut hund sinn.
Jón Valgeir var ósáttur við fram-
göngu dýrafangara og ritstjóra
Skessuhorns, eftir skrif vefsins um
hundinn, og hafði í hótunum við
þá báða.
Einsleitur fréttaflutningur
Jón Valgeir Pálsson er eigandi
hins fjögurra ára gamla schaeffer-
hunds sem var gefið að sök að hafa
ráðist á tvær konur.
Jón segir að fréttaflutningur
Skessuhorns af málinu hafi verið
einsleitur og fram hafi komið vit-
lausar staðreyndir. Því hafi hann
reiðst ritstjóra héraðsfréttablaðs-
ins.
„Þetta eru tvö mál sem koma
inn á borð til lögreglunnar. Ann-
að gerðist snemma síðasta vor
þar sem hundurinn var sofandi
við útidyrnar. Það kom kona mjög
snöggt að honum og hann stökk á
hana. Í seinna skiptið var hann úti
í garði með tík. Sonur minn var að
passa þau og hleypti þeim út sem
ég geri aldrei án þess að hafa hann
í bandi. Tíkin hljóp út úr garðinum
og fór að hnusa í einhverri konu.
Hundurinn minn fór á eftir henni
og fór á milli þeirra. Þau voru að
keppast um athyglina og konan
varð logandi hrædd sem er mjög
skiljanlegt því þetta er stór hund-
ur. Hún datt í kjölfarið og allt verð-
ur brjálað þótt hann hafi ekki bitið
hana eða neitt slíkt.“
Hótað fleirum
Frétt um hundinn birtist á
vef Skessu- horns. Eig-
andi hundsins
hafði samband
við ritstjóra
Skessuhorns,
Magnús Magn-
ússon, vegna
fréttaflutnings-
ins af málinu.
Hann hafði í alvar-
legum hótunum
við ritstjórann og
sagði að frétta-
flutningurinn
af málinu væri
tilhæfulaus.
Ritstjóri Skessu-
horns er ekki sá eini
sem orðið hefur fyrir
hótunum frá Jóni Val-
geiri því Magnúsi Sig-
urðssyni, dýrafangara
hjá Akraneskaupstað,
hefur einnig verið hót-
að. Hann vildi ekki tjá
sig efnislega um hótanirnar þeg-
ar DV náði tali af honum í gær. „Ég
bendi bara á lögreglu því málið er í
farvegi hjá þeim skilst mér. Að öðru
leyti vil ég ekkert tjá mig um þess-
ar hótanir,“ sagði Magnús. Jón Val-
geir segist sjálfur hafa hótað að rota
dýrafangarann ef hann kæmi ná-
lægt hundinum.
Engin samþykkt til
Í samþykkt um hundahald í
Akraneskaupstað er ekki að finna
neina heimild til að lóga hundum
sem ráðast á fólk. Þar er
ein- ungis kveðið á um að
ómerktir hundar
sem eru á flækingi
skuli fangaðir. Vitji
eigandi þeirra ekki
innan sjö daga skal
þeim lógað. Þetta á
einnig við um merkta
hunda. Í fimmtu grein
laga um hundahald
segir að hættulega
hunda og þá hunda
sem ganga lausir ut-
anhúss skuli færa inn
í hundageymslu.
Ekkert er kveðið á
um heimild til að
lóga hættulegum
hundum.
Ekki nógu
skýrar reglur
„Það er nú
ekki alveg
rétt að það séu engar heimildir
til,“ segir Gísli S. Einarsson, bæj-
arstjóri á Akranesi. Hann segir að
samkvæmt samþykkt bæjarins
megi taka hundinn úr umferð og
að lögreglunni beri að fylgja bæj-
armálasamþykkt varðandi dýra-
hald. Hann segir að það væri þó
betra að það stæði inni í lögreglu-
og bæjarmálasamþykktinni að
lögreglu bæri að aflífa árásar-
gjarna hunda. „Ég skil þessa
reglugerð þannig að við meg-
um aflífa dýrið fyrir það að vera
búið að skaða tvo einstaklinga, og
þriðji hafi orðið fyrir viðlíka biti.“
Gísli segir að hann hafi á föstu-
daginn beðið um að dýrið yrði tek-
ið af eiganda sínum en hann hafi,
eins og áður segir, hótað öllu illu.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu var málið þó enn til skoðun-
ar og engin ákvörðun hafði verið
tekin um framhaldið.
Einar þór SiGurðSSon
blaðamaður skrifar: einar@dv.is
„Þau voru að keppast um athyglina og konan
varð logandi hrædd sem er mjög skiljanlegt
því þetta er stór hundur.“
Bæjarstjóri akraness gísli segir að
betra væri að það stæði skýrum
stöfum að árásargjörnum hundum
bæri skilyrðislaust að lóga.
Schaeffer-hundur Hundur
ekki ósvipaður þessum
hefur valdið miklu fjaðrafoki
á akranesi.
Vatnalögum
frestað
Gildistöku vatnalaga verð-
ur frestað til. 1. nóvember
2008 samkvæmt frumvarpi
sem Öss-
ur Skarp-
héðinsson
iðnaðarráð-
herra kynnti
á ríkisstjórn-
arfundi í
gær. Vatna-
lögin voru
eitt helsta
deiluefni
síðasta kjörtímabils á Alþingi.
Ástæða frestunar er að
veita nefnd fulltrúa allra
flokka tækifæri til að skoða
hvernig lögin samræmast
öðrum lagaákvæðum um
vatn og vatnsréttindi. Áður
var gildistöku laganna frestað
til 1. nóvember á þessu ári en
þar sem téð nefnd var ekki
skipuð tímanlega þurfti frek-
ara tóm til umræðna.
„Sá misskilningur virðist ríkjandi að búið
sé að ákveða að vísa viðkomandi úr landi. Það
er ekki rétt og það er ekki endilega víst að svo
verði,“ segir Hildur Dungal, forstjóri Útlend-
ingastofnunar.
Miriam Margret Rose, enskur
jarðfræðingur, fékk nýverið tilkynningu frá
Útlendingastofnun þess efnis að hugsanlega
verði henni vísað úr landi. Þess óskar lögreglan
á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar brota hennar
hér á landi við mótmæli gegn stóriðju og
virkjunarframkvæmdum. Rose á íslenskan
kærasta og hefur lýst yfir undrun sinni á því
hversu strangt sé tekið á þessum málum
hér á landi. Hún segist hafa mótmælt víðar í
veröldinni og aldrei hafi komið til umræðu að
vísa henni úr landi fyrr.
Aðspurð hvort Íslendingar taki harðar á
málunum en aðrar þjóðir telur Hildur erfitt að
meta slíkt. Hún telur eðlilegast að skoða í fyrstu
hvort lögreglan taki harðar á ákveðnum málum
því þaðan hafi beiðni komið um brottvísun.
„Við erum alls ekki að skoða það hvort hún hafi
verið hér sem mótmælandi eða eitthvað slíkt.
Lögreglan telur hins vegar ástæðu til að vísa
henni úr landi sökum þess að hún fékk hér dóm
og fór ekki að tilmælum lögreglunnar. Það er
erfitt að álykta hvort lögreglan sé að taka harðar
á mótmælendum en annars staðar,“ segir Hildur.
„Ég skil ekki af hverju hún var að hlaupa
með þetta svona í fjölmiðla. Ferillinn er sá að
ef hugsanlega á að vísa einhverjum úr landi
er viðkomandi alltaf látinn vita til þess að sá
hinn sami geti komið sínum sjónarmiðum að. Í
kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort vísað verði úr
landi eða ekki og það er ekki fyrr en þá sem hægt
er að spyrja hvort við séum strangari en aðrir.“
Útlendingastofnun skoðar hvort vísa eigi úr landi
enskum jarðfræðingi eftir að lögreglan óskaði
þess. Hildur dungal, forstjóri stofnunarinnar, segir
óljóst hvort til brottvísunar komi og fyrr sé erfitt
að álykta hvort Íslendingar séu strangari en aðrar
þjóðir í þessum efnum.
Bætifláki
LögregLan ViLL Vísa henni úr Landi
Hildur Dungal Útlendingastofnun skoðar ekki
hvort miriam rose sé mótmælandi.