Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2007, Side 2
miðvikudagur 3. október 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Misstrangar reglur greiðslukortafyrirtækja þegar kemur að klámi: MasterCard hafnar kláminu „Við erum alls ekki í neinum klámviðskiptum, það er alveg ljóst. Vandinn er fólginn í því að þekkja viðskiptavininn því klámsíður eru oft og iðulega leppar fyrir aðrar verri síður með ólöglegu efni, eins og barna- og dýraklámi. Ef við erum staðin að því að þjónusta ólöglegt efni flokkast það undir peningaþvætti og við því eru þung viðurlög,“ segir Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri Borgunar, um- boðsaðila MasterCard á Íslandi. Valitor, umboðsaðili VISA á Ís- landi, hefur vaxandi tekjur af er- lendum netviðskiptum og hagnast vel af viðskiptum við klámkaup- menn samkvæmt heimildamönn- um DV. Bæði greiðslukortafyrir- tækin leigja leyfi fyrir rekstrinum hérlendis og starfa samkvæmt regl- um erlendu móðurfyrirtækjanna. Aðspurður segir Ragnar áhuga til staðar hjá Borgun að sækja í frekari mæli í erlend netviðskipti. Hann segir það verða einungis gert með traustum samstarfsaðilum. „Nærri helmingur af öllum netviðskiptum er klám og þó freistandi kunni að vera að taka að sér það sem löglegt er í því höfnum við öllum slíkum viðskiptum. Við förum ákaflega varlega í netviðskipti og viljum kunna fótum okkar forráð,“ segir Ragnar. „MasterCard er með strangari reglur en VISA og þarf frekar að verja orðspor sitt á alþjóðlegum markaði. Á þessu er töluverður munur hjá fyrirtækjunum og það fer ekkert á milli mála. Ef menn stíga í feitina í kerfinu okkar eru við því mjög hörð viðurlög svo það er önnur góð ástæða til að fara varlega í þessum efnum. Ef hins vegar keppinautur okkar aflar sér tekna af þessu tagi í stórum stíl gætum við þurft að neyðast út í það sama. Mér finnst það óhugnanleg tilhugsun.“ trausti@dv.is Strangar reglur Framkvæmdastjóri masterCard á Íslandi segir fyrirtækið hafa strangari reglur varðandi viðskipti við klámkaupmenn. Fyrirtækið forðast alfarið slík viðskipti af ótta við hörð viðurlög. „Ég er undrandi á því að út- gerðarmenn skuli byrja á því að segja upp fólki áður en þeir nýta sér önnur úrræði sem til staðar eru,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, um uppsagnir í fisk- vinnslufyrirtækjum í Þorlákshöfn og á Eskifirði. Kristján segir fiskvinnsluna eiga möguleika á að sækja bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði gegn því að hafa starfsólk áfram á launaskrá. Hann segir menn hafa velt því fyrir sér hvort hótanir um frekari uppsagnir stafi af því að nú séu kjarasamningar í nánd. „Það væri ekki í fyrsta skipti sem því bragði er beitt.“ Bætur fyrir fiskvinnslu „Margir þeirra sem sagt var upp á Eskifirði eiga kost á að ganga í önnur störf. Öðruvísi horfir við á Breiðdalsvík þar sem ekki er mikla vinnu að hafa,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs – starfsgreinafélags á Austurlandi. Átta manns var sagt upp hjá fiskvinnslunni Fossvík á Breið- dalsvík nú fyrir mánaðamót- in. „Þar var þegar búið að segja nokkrum starfsmönnum upp,“ segir hún. Starfsmenn AFLs hafa að undanförnu fundað með starfsfólki Eskju og Fossvíkur til þess að útskýra réttindi þeirra. Lítil vinna á Breiðdalsvík „Þessi skjár er hluti af fræðsluefni sem verður þarna í anddyrinu,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafull- trúi Orkuveitunnar. Orkuveitan festi nýlega kaup á 103 tommu risasjónvarpi sem verður ætlað að prýða anddyrið í Hellisheið- arvirkjun. Sjónvarpið er ekki af ódýrari gerðinni en fullt verð fyr- ir tækið út úr verslun er um átta milljónir króna. Eiríkur Hjálm- arsson segir að Orkuveitan hafi hins vegar greitt 5,7 milljónir króna og innifalið í því verði var uppsetningin á tækinu. Keypti sjónvarp á 5,7 milljónir 14 ára á afabíl Fjórtán ára ökumaður var stöðvaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrri- nótt. Stráksi gaf lögreglunni þá skýringu að þetta væri bíll afa hans og hann hefði langað að bregða sér á rúntinn. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu í fyrradag og fyrrinótt fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi. Þá voru sex aðrir ökumenn stöðvaðir en þeir höfðu ýmist aldrei öðlast ökuréttindi eða verið sviptir þeim áður og var sá fjórtán ára í þeim hópi. Sendinefnd borgarstarfsmanna og stjórnmálamanna er á leið til Barcelona til að kynna sér vatnsleikjaskemmtigarða. Markmiðið er að skoða ýmsar hugmyndir og vera í kjölfarið sem best undirbúin fyrir útboð vegna fyrirhugaðra framkvæmda vatnaparadísar í Úlfarsársdal. Ferðin er skipulögð af ÍTR en Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri ÍTR, þrætti hins vegar fyrir að vita nokkuð um hana. Hópur borgarstarfsmanna og stjórn- málamanna, tugur einstaklinga, er á leið út til Spánar í lok mánaðarins til að kynna sér þarlenda vatnsleikja- skemmtigarða og sækja ráðstefnu þess efnis. Hópurinn samanstendur einkum af stjórnarfulltrúum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborg- ar, ÍTR, og lykilstarfsmönnum þess. Hugmyndir um vatnaparad- ís í Úlfarsársdal falla undir fram- kvæmdaráð Reykjavíkurborgar og ÍTR. Þrjú íslensk fyrirtæki, Klasi, Nýsir og Smáratorg, keppa um fram- kvæmd og rekstur nýs vatnsleikja- skemmtigarðs í Úlfarsársdal. Í hin- um nýja garði eru hugmyndir uppi um nokkrar sundlaugar og leiktæki fyrir gesti ásamt vatnsrennibrautum og öldusundlaug. Vonir standa til um að garðurinn geti verið tilbúinn innan tveggja ára. Til að kynna sér fyrirmyndir slíkra skemmtigarða og vera betur undirbúin undir útboð verkefnisins var ákveðið að senda hópinn út til Barcelona. Ráðstefna og heimsóknir Stefán Jóhann Stefánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í framkvæmda- ráði, staðfestir fyrirhugaða ferð til Spánar. Að svo stöddu veit hann ekki endanlega hverjir mynda sendi- nefndina. „Við erum að fara á ráð- stefnu í Barcelona þar sem kynntir verða möguleikar í svona görðum. Það verður síðan eitthvað um það að við heimsækjum slíka garða. Ég veit ekki alveg hvernig hópurinn er sam- ansettur en það verða án efa fulltrú- ar úr ráðinu og starfsmenn ÍTR,“ seg- ir Stefán Jóhann. Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri ÍTR, vildi aftur á móti ekki kannast við að ferðin væri fyrirhuguð er blaðamaður leitaði svara hjá honum. Hann bendir á að ekki hafi verið teiknað eitt einasta strik á blað fram til þessa um vatnsleikjagarð hér á landi. „Það liggur ekkert fyrir um það af hvaða stærðargráðu vatna- paradísin verður og engar teikningar liggja fyrir. Hugmyndasamkeppni er framundan. Ég hef ekki heyrt af neinni ferð út til að skoða fyrirmyndir og ég veit ekki hverjir ættu að gera það,“ segir Ómar. Glæsilegur garður Björn Ingi Hrafnsson, formaður ÍTR, staðfestir þvert á móti að ferðin sé fyrirhuguð. Hann segir markmið ferðarinnar vera að kynna sér vatns- leikjagarða. „Öll ráð borgarinnar fara einu sinni á kjörtímabili í kynn- isferðir til útlanda og þetta er okkar ferð. ÍTR er það eina sem átti eftir að fara og Barcelona varð fyrir valinu vegna ráðstefnunnar um ýmiss kon- ar íþróttamannvirki, meðal annars vatnsleikjatæki og sundlaugar,“ segir Björn Ingi. „Við heimsækjum einnig vatnsskemmtigarða í nágrenninu því eitt stærsta verklega verkefnið, sem framundan er, er þessi garður. Þetta er bæði til gagns og gamans og markmið ferðarinnar er alveg skýrt. Það fara allir sem eru í ráðinu, bæði fulltrúar minnihluta og meirihluta, og lykilstarfsmenn. Um þetta gilda ákveðnar reglur og stefnan er sú að öll fagráðin fara í slíka kynnisferð til að kynna sér það nýjasta sem er í gangi á viðkomandi málasviði.“ TRauSTi hafSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Borgin Látin Borga „Öll ráð borgarinnar fara einu sinni á kjörtímabili í kynnisferðir til útlanda og þetta er okkar ferð.“ Björn ingi hrafnsson Stjórnar- formaður Ítr lofar glæsilegri vatnaparadís í Úlfarsárdalnum. Hann vonast til þess að garðurinn verði tilbúinn innan tveggja ára. Í erlendri vatnaparadís Stjórnmálamenn og lykilstarfsmenn Íþrótta- og tómstunda- ráðs fara í vatnsleikjagarða og á ráðstefnu á Spáni til að undirbúa sig fyrir skipulags- vinnu við vatnaparadís í Úlfarsárdal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.