Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Blaðsíða 9
slógu í gegn. Allar fengu stúlkurn-
ar sitt sérstaka hlutverk; stúlkurnar
voru kenndar við sport, barn, snobb,
hræðslu og fjör. Haft var á orði að ekki
síðan Bítlarnir voru og hétu hefði ann-
að eins fyrirbæri tröllriðið breska tón-
listariðnaðinum; metsölulag á met-
sölulag ofan og kvikmynd í þokkabót.
Þurfti frekari vitna við? Kryddkven-
surnar féllu í sömu gildru og Monkees
þrjátíu árum fyrr, því þá komust með-
limir Monkees að þeirri niðurstöðu
að frægð þeirra byggðist á þeirra eig-
in hæfileikum. Staðreyndin var sú að
þeirra vinsælustu lög voru samin af
öðrum; I‘m a believer var til dæmis
samið af Neil Diamond.
Hvað um það. Árið 1998 fór að
hrikta í stoðum Spice Girls og sú fyrsta
til að yfirgefa kvintettinn var Geri Halli-
well. Í kjölfarið liðaðist samstarf hinna
í sundur og við blasti hinn sári sann-
leikur; engin þeirra bjó yfir hæfileikum
sem staðið gætu undir áframhaldandi
tónlistarferli. Með hjálp annarra tón-
listarmanna tókst einhverjum þeirra
að halda lífi í ferli sínum, en í dag er ein
frægari en hinar því hún giftist einum
frægasta knattspyrnumanni veraldar,
David Beckham. Mel C, sem um tíma
var kölluð tengdadóttir Íslands, var að-
allega í fréttum vegna bágs fjárhags og
seinna vegna sambands hennar við
leikarann Eddie Murphy.
Sportkryddið, sem meðal ann-
ars notaði Bláa lónið í einu af sínum
myndböndum, komst í fréttirnar fyr-
ir að syngja fyrir um fjörutíu manns
á skemmtistað í Ástralíu, og svo
má lengi telja. Nú hafa þær séð sitt
óvænna og ákveðið að taka saman á
ný og miðar á tónleikaferð þeirra hafa
rokið út eins og heitar lummur. Hvort
þar verða á boðstólum nýjar lummur
eða gamalt vín á eldri belgjum verður
tíminn að leiða í ljós.
DV Fréttir Föstudagur 5. október 2007 9
Kryddblanda og blondínur
Paris Hilton Fannst
óhugsandi að landslög
næðu yfir hana líka.
Kryddpíurnar gerðu
sömu mistök og
Monkees árið 1968.