Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Blaðsíða 52
Í leiknum Elite Beat Agents er mað-
ur í hlutverki hinna tónelsku takt-
útsendara sem ferðast um heiminn
og hjálpa fólki við að leysa hin ýmsu
vandamál með því að spila hörku-
tónlist og dansa í takt. Leikurinn er í
nokkrum erfiðleikastigum og fer það
eftir því hvaða útsendara þú velur
hversu erfiður hann er.
Hvert og eitt borð segir sögu einhvers
sem er í vanda og útsendararnir mæta
á svæðið til að reyna að aðstoða þann
hinn sama. Eitt lag er í hverju borði
og þarf spilandinn að nota bendilinn
og snertiskjáinn til þess að halda takti
og fá stig fyrir vikið. Ef maður missir
dampinn tekst ekki að bjarga þeim
sem þurfa á hjálp að halda.
Persónulega fannst mér tónlistin í
þessum leik alveg hræðileg og er það
nú aðalmálið í tónlistarleik. Til að
byrja með var þetta byljandi banda-
rískt háskólarokk af allra ódýrustu
gerð. Leikurinn er það hraður að það
er ekki nokkur leið að fylgjast með
sögunni sem er í gangi á efri skjánum
auk þess virðast allar persónur sem-
íbreytast í uppvakninga þegar þær
reiðast. Hvert lagið á fætur öðru var
slakt eða klisjukennt. Sögurnar voru
ekki minni klisjur auk þess sem mér
finnst svona leikir bara ekki sérlega
skemmtilegir.
Leikurinn er þó alls ekki alslæmur og
er mjög vel gerður og vel útlítandi.
Hann hefur líka fengið mjög góða
dóma á flestum stöðum og hefur selst
nokkuð vel þannig að DS-notendur
ættu að gefa honum séns. Hins vegar
verð ég að fylgja eigin sannfæringu
og þeirri staðreynd að ég þoli ekki lé-
legt háskólarokk.
Ásgeir Jónsson
dóri dna segir:
&
U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s
föstudagur 5. október 200752 Helgarblað DV
leikirtölvu
Warhawk – PS3
Halo 3 – XboX 360
World in conflict – PC
trauma Center – Wii
boogie – Wii
Kíktu á þessa
leiKjatölvur
Skotleikurinn Halo 3 kom út í lok
september. Leikurinn halaði inn 170
milljónir dollara sólarhringinn eftir
að hann kom út. Microsoft eyddi um
10 milljónum dollara í að auglýsa
leikinn, Pepsi hefur framleitt sér-
stakan drykk sem tengist leiknum.
Það er allt að gerast.
NiNja GaideN
í Halo 3
Í Halo 3 má finna nokkur vopn og
hluti úr leiknum Ninja Gaiden Sigma,
en sami framleiðandi er að báðum
leikjunum, bungie. Nú þegar hefur
hópur leikmanna í Halo fundið
Hayabusa-hjálm og ninja-sverð sem
þeir geta notað en til þess þurfa
menn að safna 1000 „achievement”
punktum. Þó er ekki hægt að nota
sverðið sem vopn, aðeins sem skraut.
Til þess að fá punktana þurfa
leikmenn að finna sérstakar
hauskúpur víða um leikinn, sem er
næstum ógerlegt. Gaman að því.
SeiNkar á XboX
Herkænskuleikurinn World in Conflict er
þegar kominn út á PC og hefur fengið
afbragðsdóma víðast hvar. Hins vegar
hefur útgáfu leiksins á Xbox 360 seinkað
fram á næsta ár, en ekki hefur verið gefin
nein skýring á seinkuninni. Leikurinn
gerist árið 1989 en í stað þess að
sovíetríkin falli standa þau sterk og stríð
brýst út á milli austurs og vesturs.
laG eNdurupp-
tekið fyrir
Guitar Hero
Tölvuleikjaframleiðandinn Acti-
vision Inc. tilkynnti nýlega að
rokksveitin goðsagnakennda The
Sex Pistols hefði tekið aftur upp
lagið Anarchy in the UK sérstaklega
fyrir leikinn Guitar Hero. Nú geta því
aðdáendur sveitarinnar tekið lagið í
nýjum búningi, í léttri sveiflu á
plastgítar. Johnny Rotten, söngvari
sveitarinnar, sagði það hafa verið
gaman að taka lagið upp aftur og að
það vantaði meira stjórnleysi í heim
tölvuleikjanna. Guitar Hero 3 kemur
út 28. október.
Skotleikurinn Halo 3 kom út 26. september, en leikur-inn er eingöngu fáanlegur á Xbox 360. Halo 3 er einn umfangsmesti tölvuleik-ur sem komið hefur út, en
Microsoft eyddi um 10 milljónum
dollara í auglýsingar á leiknum. Það
var Bill Gates sjálfur sem tilkynnti
að leikurinn væri væntanlegur árið
2004 og tveimur árum síðar var fyrsta
sýnishornið úr leiknum klárt, en það
var sýnt á E3-hátíðinni. Enginn leik-
ur hefur selst hraðar á fyrsta sólar-
hringnum, en Halo 3 halaði inn 170
milljónir dollara á fyrstu 24 klukku-
stundunum sem hann var í sölu. Eins
og í fyrri leikjum stýra leikmenn her-
manni sem berst gegn geimverunum
Covenant, sem hafa nú ráðist á jörð-
ina. Árið er 2553 og mannkynið hef-
ur átt í átökum við Covenant í fjölda
ára. Landsvæði leiksins eru mismun-
andi, allt frá frumskógi til eyðimerk-
ur og þaðan út í geim. Umfangið í
kringum leikinn og eftirvænting eft-
ir honum eru einstök. Til að mynda
hefur Pepsi gefið út drykkinn Game
Fuel, afbrigði af Mountain Dew, en
á umbúðum drykkjarins má sjá að-
alpersónu Halo. Þá hafa einnig ver-
ið fáanlegir sérstakir Halo 3-bollar í
verslunum 7-11 víða um Bandaríkin.
Þá var leikurinn auglýstur í auglýs-
ingahléi Superbowl-leikjarins í ár, en
það er dýrasta auglýsingapláss sem
hægt er að hugsa sér. Þá verður einn-
ig sérstök Xbox 360 Halo-tölva gef-
in út, græn að lit og öll í anda leiks-
ins. Þá hefur leikurinn fengið alveg
ótrúlega dóma. Á Metacritic er hann
með 95 af 100 mögulegum í meðal-
einkunn sem byggð er á 44 dómum.
„Halo 3 er meira en bara tölvuleikur,
hann er upplifun í afþreyingu. Rétt
eins og Hringadróttinssaga: Hilm-
ir snýr heim og Spiderman 3 lokuðu
tveimur epískum kvikmyndaþríleikj-
um sögunnar, gerir Halo það sama
í tölvuleikjum,“ sagði í dómi Pro-G.
Halo-3 er fáanlegur hér á landi og
hefur slegið í gegn meðal Xbox 360-
notenda. Leikurinn er án nokkurs
vafa umfangsmesti leikur sem gefinn
verður út þar til Grand Theft Auto 4
kemur út í apríl 2008. dori@dv.is
Elite Beat Agents
Tónlistaleikur
Nintendo DS
tölvuleiKur
H H H H H
Helvítis Háskólarokkið
umfaNGSmeStitölvuleikur SöGuNNar?
Elite beat Agents ef þér
finnst þrautaleikir
skemmtilegir er þessi fínn
en tónlistin er bara vond.