Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Blaðsíða 16
Föstudagur 5. október 200716 Helgarblað DV
Er þér kunnugt um að Jónas hefur
verið dæmdur til þriggja ára fangels-
isvistar?
„Já, ég hef fylgst vel með þessu
máli. Ég hef ekki trú á að hann sitji
inni nema í eitt og hálft ár,“ sagði
Klas.
Eitt verkefna NTF er að tryggja að
skip sigli ekki undir hentifána, en þó
sigldi skemmtibáturinn Harpa undir
hentifána.
„Já, Jónas virðist hafa nóg að
gera,“ segja systurnar. „Við heyrð
um til dæmis frá virtum lögmanni
hér í bæ sem kom að sölu fasteign
ar síðla sumars. Um var að ræða fast
eign sem Sjómannafélagið ætlaði
að festa kaup á og sá sem ætlaði að
ganga frá kaupunum var Jónas Garð
arsson. Þess má geta að umræddur
lögmaður taldi Jónas ekki hafa um
boð til þess. Það má undrun sæta
hve íslenskt réttarkerfi vinnur hægt,
maðurinn var dæmdur af Hæstarétti
til þriggja ára fangelsisvistar fyrir
nær fimm mánuðum. Hversu lengi á
Jónas Garðarsson að ganga laus?“
Náttblind og vatnshrædd
Systurnar segjast alltaf hafa vitað
að það hefði verið útilokað að Maddý,
systir þeirra, hefði nokkurn tíma þor-
að að taka í stýrið á skemmtibátnum
og færa fyrir því röksemdir.
„Maddý var náttblind, vatns
hrædd og ekki ölvuð. Hún hafði aldrei
fyrr komið um borð í skemmtibát og
hefði aldrei nokkurn tíma treyst sér til
að taka við stjórn bátsins í kolvitlausu
veðri og niðamyrkri – og stýra að auki
öllu í botn. Enda hafa verið færðar
sönnur á að hún var ekki við stýrið.“
Síðari dag málflutnings í héraðs-
dómi voru spilaðar upptökur úr sím-
tali hennar við Neyðarlínuna.
„Það var Maddý, sem hringdi
fyrsta símtalið í Neyðarlínuna, hún
sagði vaktmanni að þau væru stödd
á báti og hún héldi að hann væri að
sökkva, hún var þá spurð um hver
stýrði bátnum og hún svaraði að það
væri Jónas Garðarsson. Samtal þetta
er rakið í málsgögnum og getur hver
sem vill lesið dóminn í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Það var jafnframt ólýs
anlega erfitt að hlusta á upptöku og
heyra hana spyrja Jónas hvar þau
væru stödd. Maddý var mjög yf
irveguð þótt við heyrðum auðvit
að hræðsluna í rödd hennar. Jónas
var sá eini sem gat lesið af þessum
tækjum og þekkir staðinn eins og
handarbakið á sér. Svo heyrðust vél
ardrunur og maðurinn á Neyðarlín
unni spurði hvað væri að gerast. Þá
sagði Maddý honum að Jónas væri
að reyna að losa bátinn. Neyðarlín
an bað hana um að segja honum að
hætta og þau ættu að vera kyrr þar
sem þau væru. Á upptökunni virt
ist hún þó aldrei missa stjórn á sér,
líklega leið henni eins og okkur leið
í réttarsal: Hún trúði ekki að þetta
væri að gerast. Síðustu orðin sem við
heyrðum hana segja í lífi sínu voru úr
þessari upptöku: „Jónas, viltu tala við
manninn, Jónas.“
Þær benda á að ekki einu sinni
eiginkona Jónasar hefði treyst sér til
að stýra bátnum í því veðri sem var
þessa nótt og það hafi hún staðfest
við yfirheyrslu í Héraðsdómi.
„Þar heyrðum við fyrst borið upp
á Maddý að hún hefði stýrt bátnum.
Þar heyrðum við að Friðrik hefði
beðið um það að Maddý stýrði bátn
um í brjáluðu veðri. Og þegar kona
Jónasar var spurð þennan dag hvort
hún (Harpa) hefði einhvern tíma
stýrt bátnum sagði hún: „Já, en bara í
sól og góðu veðri. Aldrei undir svona
kringumstæðum og aldrei nema
Jónas stæði við hliðina á mér.“ Ef við
hefðum horft á það sem fram fór í
réttarsal í bíómynd hefðum við tal
að um ótrúlega lélegt handrit. Raun
veruleikinn í héraðsdómi þessa daga
var miklu verri en nokkur handrits
höfundur myndi láta sér detta í hug
að setja á blað. Þetta var eins og léleg
sápuópera.“
Með nýja marbletti
á brjóstkassa
Það reyndist systrunum ekki að-
eins erfitt að heyra rödd systur sinn-
ar og að heyra bornar upp á hana
það sem þær vissu að væru lygar. Við
krufningu á líki Matthildar kom í ljós
að hún var með tvo nýja marbletti á
brjóstkassa á stærð við þumalfingur
sitt hvorum megin.
„Þessir marblettir hafa trufl
að okkur, þeir virðast hafa mynd
ast eftir slys og fyrir andlát og það
á þessum stað, en það var réttar
meinafræðingur sem greindi frá
þessu fyrir dómi,“ segja systurnar.
„Samkvæmt krufningsskýrslu reynd
ist Maddý óbrotin og með litla áverka,
engar innri blæðingar sjáanlegar, en
mar þetta sagt utan æða eða fitu
vefjar og jafnframt staðfest að mar
myndun stöðvast við andlát. Rétt
armeinafræðingur sagði reyndar að
hann hefði veitt þessum blettum litla
athygli í fyrstu. Þessi niðurstaða og
margt annað veldur okkur enn hug
arangri. Það eru ótal spurningar sem
við fáum aldrei svör við. Af hverju
lifði hún ekki slysið af? Af hverju var
hún enn um borð í bátnum, en Frið
rik, sem lést samstundis, fannst á
tuttugu metra dýpi? Af hverju er sagt
að hann hafi farið úr björgunarvest
inu til að bjarga Maddý? Það er svo
margt sem við fáum aldrei svör við.“
Réttlætinu fullnægt þegar
Jónas játar sök
Hvort þeim finnist réttlætinu full-
nægt með þriggja ára fangelsisdómi
svara þær án umhugsunar.
„Nei, réttlætinu verður ekki full
nægt fyrr en Jónas segir sannleikann
og játar sök sína. Lífið er nú einu
sinni þannig að ef maður vill fá fyrir
gefningu verður maður að segja
sannleikann. Það veganesti fengum
við í uppeldinu og þannig ölum við
okkar börn upp. Heiðarleika, réttsýni
og góða samvisku ætti hver og einn
að rækta. Jónas hefði kannski fengið
skilorðsbundinn dóm ef hann hefði
sagt sannleikann í upphafi. Með
því að spinna þann lygavef sem nú
hefur verið undið ofan af bíður hans
þriggja ára dómur. Við treystum á að
hann verði látinn sitja inni öll þrjú
árin og ekki í baðmull á Kvíabryggju
heldur á LitlaHrauni. Refsingin var
þyngd vegna þess að hann lagðist
svo lágt að reyna að koma sök á látna
manneskju. Það er eftir honum haft
í viðtali við hann í tímaritinu Séð og
heyrt að við ættum að leita okkur að
Maddý, lífsglöð og með baráttuvilja
„Hún var „survivor“, full af réttlætiskennd og það truflar okkur
að vita ekki hvað gerðist í bátnum eftir símtalið örlagaríka.“
Hamingjusöm í Barcelona
Matthildur Victoria, Maddý, og Friðrik í barcelona
sumarið fyrir slysið,
„Við fengum að heyra svo margt fyrst eftir slysið
og um margt vildum við fá nánari vitneskju,
en var meinaður aðgangur sökum þess að um
opinbert sakamál var að ræða.“
„dómendur hafa hlýtt á upptökuna. Í byrjun
símtalsins greindi Matthildur frá því, á fremur
rólegan máta, að þau væru á báti, sem væri
ábyggilega að sökkva. spurð um staðsetningu
bátsins heyrist að Matthildur spurði ákærða ítrekað
hvar þau væru og svaraði ákærði því til að hann
vissi ekkert um það. Í framhaldi kvað Matthildur
þau vera stödd einhvers staðar út af sundahöfn.
Viðmælandinn spurði því næst hvernig bátur þetta
væri og svaraði Matthildur rólegri röddu: „Veistu,
ég veit ekki hvað er í gangi“ ... aðspurð hvort
einhver um borð vissi hvað væri að gerast og hver
væri að stýra þessu sagði Matthildur: „Jónas
garðarsson.“ Í byrjun símtalsins greindi Matthildur
frá því, á fremur rólegan máta, að þau væru í báti,
sem væri ábyggilega að sökkva. spurð um
staðsetningu bátsins heyrist að Matthildur spurði
ákærða ítrekað hvar þau væru og svaraði ákærði
því til að hann vissi ekkert um það. Í framhaldi kvað
Matthildur þau vera stödd einhvers staðar út af
sundahöfn. Viðmælandinn spurði því næst hvernig
bátur þetta væri og svaraði Matthildur, rólegri
röddu: „Veistu, ég veit ekki hvað er í gangi.“ Hún var
enn spurð sömu spurningar, endurtók hana sjálf og
sagði svo í angistartón:. „Ég, veistu, ég veit ekki
einu sinni hvernig við lentum hérna.“ aðspurð
hvort einhver um borð vissi hvað væri að gerast og
hver væri „að stýra þessu“, sagði Matthildur: „Jónas
garðarsson.“ Í framhaldi óskaði viðmælandinn eftir
því að ræða við hann. Heyrist þá Matthildur segja:
„Jónas, geturðu tekið símann, hérna, hérna?“ og
hann svara: „Hvað er í gangi?“ Í kjölfar þessa heyrast
ekki orðaskil fyrr en kvenmaður segir: „ekki vekja
hann, ekki vekja hann.“ Nokkrum sekúndum síðar
sagði Matthildur: „Hann, hann er að klúðra bátnum,
veistu, ég veit ekki hvað er í gangi.“ Viðmælandinn
bað enn um að fá að tala við ákærða og heyrist þá í
Matthildi segja: „Jónas, geturðu talað?“ og hann
svara: „Hvar erum við?“ Matthildur kvaðst ekki vita
hvar þau væru, en segir í símann að þau séu
einhvers staðar út af reykjavíkurhöfn, en hún viti
ekki hvað sé að gerast. Viðmælandinn sagði þá: „Já,
þess vegna vil ég fá að tala við þann sem er að
stýra bátnum, hann ætti að vita þetta.“ Matthildur
kallaði því næst tvívegis til ákærða, spurði hvar þau
væru stödd og sagði svo: „Hann er að reyna að
stýra bátnum.“ Á upptökunni heyrist nú Harpa
segja: „Jónas, við erum að deyja hérna.“ Í framhaldi
krafðist viðmælandinn þess enn að fá að tala við
þann, sem vissi hvað væri að gerast, „þann sem er
að stýra bátnum!“ Heyrist Matthildur þá segja, í
spurnartón: „Jónas, Jónas?“, ákærði svara „já“,
Matthildur segja „hann vill tala við þig“ og ákærði
svara: „Ég veit ekkert hvað er í gangi hérna.“ Í kjölfar
þessa áréttaði Matthildur að hún héldi að báturinn
væri úti fyrir reykjavíkurhöfn og spurði svo: „Jónas,
hvar erum“, en áður en hún komst lengra greip
ákærði fram í og sagði: „Ég veit það ekki.“
Matthildur bað því næst viðmælanda sinn, æstum
rómi, að staðsetja bátinn, en hann kvaðst ekki geta
það nema hann fengi upplýsingar úr siglinga-
tækjum hans. Í framhaldi spurði Matthildur ákærða
hvort einhver slík tæki væru um borð og heyrist
hann segja það eitt: „Ég get þetta ekki.“ af málrómi
Matthildar er ljóst að hún var nú orðin mun æstari
en áður og bað ákærða að taka símann. eftir
ógreinilegar raddir og klið heyrist ákærði segja, í
rólegum tón: „Halló“. Viðmælandinn bauð ákærða
gott kvöld og spurði hvað væri að gerast um borð.
Heyrist ákærði svara, rólegri röddu: „Það er eitthvað
helvítis vesen.“ aðspurður hvort báturinn væri að
sökkva svaraði ákærði „já“ og sagði því næst „bíddu
aðeins“. Næst heyrist ákærði segja, við aðra en
viðmælandann og í rólegum spurnartón: „Hvað
kom fyrir?“ Matthildur mun hafa tekið við
símtækinu aftur, því hún heyrist dæsa í símann og
segja, að því er virðist í uppgjafartón: „Þið verðið að
reyna að finna okkur.“ Í framhaldi áréttaði
viðmælandinn, höstum rómi, að hann gæti það
ekki nema hann vissi hvar þau væru stödd og sagði
því næst: „af hverju getur hann ekki talað í símann,
þessi maður?“ Matthildur spurði ákærða hvar þau
væru, en sagði svo í símann, að því er virðist með
grátstafinn í kverkunum: „Hann veit það ekki segir
hann.“ Viðmælandinn spurði þá enn og aftur af
hverju ákærði gæti ekki komið í símann. Matthildur
kvaðst ekki vita það, sagði að þau hefðu lagt upp
frá smábátahöfninni og bætti því við: „Veistu, ég
veit ekki hvað er að gerast hérna.“ Heyrist nú kliður
áður en Matthildur segir: „Hann er að stýra
bátnum.“ Viðmælandinn áréttaði hér að hann yrði
að fá að tala við ákærða. Í framhaldi heyrist
Matthildur segja: „Jónas, viltu
tala við manninn, Jónas?“ Hún
sagði viðmælandanum því
næst að bíða á línunni.
Harpa tók nú við símanum og
sagði: „Viltu hjálpa okkur?“
Viðmælandinn greip strax fram í
fyrir henni og krafðist þess
margítrekað að tala við ákærða
og fá upplýsingar um stað-
setningu bátsins. Þess á milli
heyrist í Hörpu biðja viðmælandann
að hætta þessu og segja grátandi
að þau séu að deyja og hann verði
að bjarga þeim. eftir þrátefli slíkra
orðaskipta heyrist til barns í
bakgrunni segja: „Þar sem
Hrafn gunnlaugsson á heima.“
Harpa endurtók orð barnsins
í símann, en heyrði á móti
viðmælanda krefjast þess
enn og aftur að fá að ræða
við þann sem stýrði bátnum. Harpa heyrist þá
svara, grátandi og að því er virðist í bænartón: „Já,
bíddu aðeins, Jónas, viltu tala við hann? Viltu koma
í?“ Í kjölfar þess að viðmælandi ítrekaði kröfu sína
heyrist Harpa segja og nú í skipunartón: „Jónas,
talaðu við manninn!“ Harpa hafði vart sleppt
orðunum er ákærði heyrist hreyta í hana: „Þegiðu.“
Harpa sagði þá viðmælandanum að ákærði segði
henni bara að þegja. Hún var því næst beðin um að
segja ákærða að drepa á aflvél bátsins. Í framhaldi
öskraði Harpa til ákærða að gera það og heyrist
hann svara á móti: „slökktu á þessu.“ Harpa er hér
grátandi sem fyrr. Hún heyrist segja nafn ákærða, í
bænartón og fær frá honum á móti: „slökktu á
þessu.“ Harpa svaraði því neitandi, hélt áfram að
ræða við viðmælanda sinn skamma stund og
svaraði síðan aðspurð að ákærði væri búinn að
drepa á vélinni. enn krafðist viðmælandinn að fá að
tala við ákærða, en heyrði á móti frá Hörpu, þar
sem hún sagði grátandi: „Hann vill ekki tala við
þig.“ Því næst sagði Harpa að þau væru „hérna fyrir
utan“ og hún sæi stórt skemmtiferðaskip fyrir
framan sig. Fimm sekúndum síðar, eða kl. 01:56:24,
rofnaði símasamband við Neyðarlínuna.
IV. Þegar Matthildur hringdi í Neyðarlínuna um
kl. 01:49 og gerði grein fyrir því að báturinn væri að
sökkva var hún spurð um staðsetningu bátsins.
Matthildur spurði ákærða um staðsetninguna og
svaraði hann því til að hann vissi ekki hvar þau
væru stödd og hvað væri í gangi. skömmu síðar
ræddi ákærði sjálfur í símann og sagði starfsmanni
Neyðarlínunnar að það væri „eitthvað helvítis
vesen“ um borð. Hann bað síðan viðmælandann
að bíða og heyrist næst spyrja einhvern um borð:
„Hvað kom fyrir?“ af tilgreindum ummælum
ákærða, og öðrum, fyrstu mínúturnar eftir að
símtalið hófst verður ekki greint að hann hafi verið
ómeðvitaður um ástandið um borð í bátnum og
svaraði ávallt í beinu framhaldi af þeim spurning-
um, sem til hans var beint. eftir að Harpa tók við
símanum af Matthildi og ýmist bað eða skipaði
ákærða að tala við viðmælanda hennar var ákærði
jafnskjótur til svars og sagði eiginkonu sinni að
þegja þegar hún krafðist þess að hann tæki símann
aftur. Í framhaldi sagði ákærði henni tvívegis að
slökkva á gsM-símanum og lét þess getið að hann
vildi ekki tala í símann, rétt áður en samband
rofnaði við Neyðarlínuna í það skiptið um kl. 01:56.
óháð því hvort Matthildur drukknaði þegar
bátnum hvolfdi eða einhverju áður telja dómendur
einsætt að hún hefði lifað sjóslysið af, ef ákærði
hefði brugðist við slysinu með eðlilegum hætti, þ.e.
með því að gefa upp staðsetningu bátsins og óska
tafarlaust eftir aðstoð björgunarliða, í framhaldi af
því annaðhvort sjósetja björgunarbát, halda
Hörpunni við skerið eða í versta falli að sigla henni
stystu leið til lands, um 300 metra spöl til suðurs, í
stað þess að halda í austurátt frá skerinu eftir að
leki var kominn að bátnum og sjór flæddi inn í
hann. Með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi
innsiglaði ákærði örlög Matthildar, sem var neðan
þilja hjá látnum unnusta sínum. ber ákærði
óskoraða ábyrgð á dauða hennar og ber því
jafnframt að refsa honum fyrir brot á 215. gr.
Hegningarlaganna.“
Fyrir liggur að Matthildur var á lífi og nær
óslösuð eftir áreksturinn á skarfasker um kl. 01:38.
samkvæmt 11. gr. siglingalaga nr. 34/1985 bar
ákærða ótvíræð skylda til að leita aðstoðar lögreglu
og annarra björgunarliða í kjölfar árekstrarins. Í því
fólst meðal annars að gefa upp staðsetningu
bátsins, með einföldum aflestri af skjá gPs-tækisins
og láta vita um slysið gegnum talstöð eða
neyðarsendi bátsins. enn fremur bar ákærða að
skjóta upp neyðarblysum, tryggja að
eftirlifandi farþegar færu í
bjargvesti og gera björgunar-
bát tilbúinn til sjósetningar.
Vanræksla ákærða á öllum
þessum þáttum fól í sér stórfellt
brot á 11. gr., sbr. 239. gr.
siglingalaganna og ber að refsa
honum samkvæmt því. sömu
yfirsjónir og sú ákvörðun
ákærða að sigla Hörpunni af
strandstað urðu þess beinlínis
valdandi að bátnum hvolfdi með
þeim afleiðingum að Harpa,
eiginkona ákærða, hlaut
ofkælingu við að lenda í sjónum
og hírast síðan á kili bátsins þar
til björgun barst. Varðar
háttsemi ákærða að því leyti
einnig við 219. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1940.
Úr dómi héraðsdóms: