Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Blaðsíða 20
föstudagur 5. október 200720 Umræða DV
Verndum íslenskuna
„Merkilegasti viðburðurinn á íslenskan
mælikvarða er enn ein sönnun þess að við
eigum að virkja erlendis áður en við tökum
dýrmætustu náttúruperlurnar okkar hér á
landi. Þannig er að ég fékk nýja, vandaða
yfirlitsbók um hundrað undur veraldar nú
fyrir stuttu en aðeins tuttugu þeirra eru í
Evrópu og flest þeirra eru byggingar. Þegar
ég opnaði þessa glæsilegu bók voru fyrstu
tvö undrin norsku firðirnir og hinn eldvirki
hluti Íslands, það er að segja svæðið með
eldfjöllunum og jöklunum. Við eigum
gríðarlega möguleika á að verða forystu-
þjóð í virkjunum á erlendum orkulindum
en þar liggja okkar stóru tækifæri að mínu
mati.“
„Við höfum alveg eins efni á að vernda
íslenskuna eins og aðrar smáþjóðir, sem
eru ekkert síðri í samkeppni á almennum
viðskiptamarkaði. Þingið kom saman í vik-
unni en nú eru tveir mjög sterkir flokkar í
meirihluta, þrátt fyrir það er engan veginn
hægt að spá um hvenær jarðvegur mynd-
ast fyrir aukna andstöðu, þar með, okkar
hreyfingu.
Ómar Ragnarsson,
formaður Íslandshreyfingarinnar
Uggvænlegt ástand á
leigumarkaðnum
„Setningu þingsins og stefnuræðu
forsætisráðherra bar líklega hæst í vikunni
og sú óvænta staða að það skuli vera
72 milljarðar í tekjuafgang samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu. Það vekur vissulega
spurningar um hvernig með skuli farið.
Ég vona að menn hafi vit á að nota ekki
peningana í að lækka skatta, eða annað
þensluhvetjandi heldur byggi upp
velferðarkerfið eða ávaxti þetta fé til mögru
áranna. Annars var stefnuræðan bara eins
og við var að búast. Einnig tók ég eftir frétt
um ástandið á leigumarkaðnum. Húsaleigan
hækkar og líka vanskil heimilanna. Verðið á
leigumarkaðnum er mjög alvarlegt þar sem
að það er yfirleitt tekjulægsta fókið sem ekki
hefur efni á að kaupa sér þak yfir höfuðið.
Áhugavert þótti mér að sjá könnun frá SÁÁ
um að drykkjuvenjur okkar væru að breytast.
Tíðindi næstu daga hjá mér eru hins
vegar þau að ég er að gefa út mína fyrstu
ljóðabók, ljóðin hef ég skrifað síðustu þrjá-
tíu árin. Bókin heitir Vestanvindur. Það er
vissulega svolítið hjartabank sem fylgir því
að gefa út þessa bók.“
Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur
Sundurleit
stjórnarandstaða
„Þar sem ég er nú alþingiskona kom
þingið saman á mánudaginn við hátíðlega
athöfn. Það er mjög spennandi vetur fram
undan því þetta er fyrsti veturinn sem ný
ríkisstjórn fer af stað. Það er greinilegt að
hún hefur mikinn stuðning á bak við sig og
mikinn meirihluta. Að sama skapi virðist
stjórnarandstaðan ekki hafa náð vopnum
sínum því hún virðist sundurleit. Svo vekur
athygli hversu sterk staða ríkissjóðs er sem
gerir það að verkum að ríkisstjórnin getur
lagt áherslu á að bæta samfélagsþjónustu
og leggja aukna áherslu á velferðarmál. Eins
og lagt var upp með í fjárlagafrumvarpinu er
gert ráð fyrir 2,4 milljörðum í uppbyggingu
hjúkrunarheimila. Þetta er það sem stendur
upp úr í pólitíkinni allavega.
Svo voru það töluverðar fréttir um sam-
einingu Geysis Green Energy og Reykjavíkur
Energy Invest. Sitt sýnist hverjum varðandi
aðkomu Orkuveitunnar en það er engin
spurning um að svona fyrirtæki er víst til þess
að vera með öfluga útrás. Græn orka er eftir-
sóknarverð og Íslendingar eru langfremstir á
þessu sviði.“
Ásta Möller, alþingiskona
Lítið fylgi Ólafs
vekur athygli
„Það vakti athygli mína hversu lítinn
stuðning Ólafur Ragnar Grímsson virðist
hafa. Mér finnst þetta alveg fáránlega lág
tala því mér finnst hann hafa staðið sig al-
veg frábærlega. Mér finnst hann vera búinn
að standa sig vel og Dorrit er líka búin að
vera flott og það elska hana allir. Ég veit ekki
hver annar gæti komið til greina sem forseti
Íslands. Hann þarf að vera svipaður og Ólaf-
ur Ragnar því ég sé það alveg fyrir mér að ef
ég myndi hitta Ólaf Ragnar, gæti ég gengið
beint upp að honum og sagt: „Nei, bless-
aður! Hvað er að frétta?“ Þannig upplifi ég
Ólaf allavega. Þótt maður beri virðingu fyrir
honum er hún ekki óttablandin.
Þær vöktu líka athygli fréttirnar af Ís-
lendingnum sem vann 105 milljónirnar.
Ég vona bara að þetta sé einstaklingur sem
virkilega þarf á þessum peningum að halda.
Ef ég ynni þessa upphæð myndi ég gera
þetta týpiska eins og að borga niður skuldir.
Ég hef mikinn áhuga á fjárfestingum og ég
myndi sennilega fjárfesta í einhverju snið-
ugu. Síðan myndi ég líka eyða þessu í tóma
vitleysu.“
Björgvin Franz Gíslason, leikari
HVAÐ BAR HÆST í Vikunni?
Blaða·maður KK • starfsmaður blaðs, sá sem hefur atvinnu
af að skrifa í blöð - Íslensk orðabók
„Ég heiti Sigurjón M. Egilsson og er ritstjóri DV.
Mér er ekki sama hvernig fjölmiðlum er stjórnað
eða hvernig fréttir þeirra eru unnar. Sjálfstæði,
kjarkur og sanngirni skiptir öllu hjá fjölmiðli eins
og DV. Fólk á skilið dagblað sem talar þeirra máli.
Ég tala þínu máli.“
Talar þínu máli
F
í
t
o
n
/
S
Í
A