Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Blaðsíða 18
Afturgöngur
Svarthöfði er afskaplega hrifinn af hvers konar dulspeki og
hefur í gegnum
tíðina á stund-
um reynt að
ná sambandi
við heim hinna
horfnu. En það
hefur reynst erfitt
að ná sambandi. Eitt sinn í bernsku
Svarthöfða kom þó upp tilvik þar
sem hann sá afturgöngu um miðja
nótt í kolniðamyrkri. Reynslan setti
mjög mark sitt á það sem eftir lifði
barnæskunnar og varð til þess að
tilvist annars heims er í aðra röndina
viðurkennd.
Það yljar mjög að heyra viku-legar umræður Magnúsar Skarphéðinssonar, miðils og
formanns Sálarrannsóknafélagsins,
við Birgi Baldursson, stjórnarmann
Vantrúar, á Bylgjunni. Vantrúarmað-
urinn er algjörlega á þeirri skoðun
að andatrú sé byggð á ruglinu einu
en Magnús sannfærður um líf eftir
dauðann og tengingu við efnisheim-
inn. Magnús þekkir fjölmörg dæmi
um dulræna atburði sem hafa komið
upp á jörðu niðri. Og hann veit að
það eru líka til geimverur sem gera
sig heimakomnar í hinni annars
jarðbundnu Reykjavík. Frægt er þeg-
ar par nokkurt var á heimleið eftir
Miklubraut og þurfti að stöðva
á rauðu ljósi. Eins og allir
vita er tíminn afstæð-
ur eftir því í hvaða vídd
maður er að þvælast. Þar
sem fólkið beið á rauðu
ljósi gerðust þau undur
og stórmerki að þau voru
allt í einu komin inn í ein-
hvers konar geimfar þar sem
þau voru skoðuð í hvívetna án þess
þó að vera sköðuð. Um það leyti sem
græna ljósið kviknaði á götuvitan-
um voru þau aftur komin í bifreiðina
en atburðurinn stóð þeim ljóslifandi
fyrir augum og gerir enn. Formað-
ur Vantrúar trúir ekki þessu fólki en
Magnús er sannfærður. Svarthöfði
er þarna mitt á milli og vill gefa par-
inu séns. Strax þegar þau gáfu
yfirlýsinguna um brottnám-
ið hefði átt að taka úr þeim
blóðprufu og láta fara fram
ítarlega geðrannsókn. Að
þeim niðurstöðum fengn-
um er Svarthöfði tilbúinn
að taka afstöðu. Þekkt er að
einföld lyf geta kallað fram
sterkar skynvillur svo ekki sé tal-
að um LSD eða slík efni. Svarthöfði
þekkir mörg dæmi um að fólk í rússi
trúir því sem það upplifði í vímunni.
En það er engin ástæða til að hafna öllu sem er dulrænt þótt menn hafi ekki reynt á eigin
skinni. Við vitum að lífið er fullt af
ráðgátum á borð við hvaðan við kom-
um og hvert við förum. Þess vegna
er farsælt að halda sem flestu opnu.
Þótt Svarthöfði samþykki endilega að
geimfar veiði fólk á Miklubrautinni
er alveg hægt að fallast á að fram-
liðnir eigi möguleika á að tengjast
efnisheiminum. Stundum er ágætt
að trúa einhverju en aðalatriðið er
að taka öllu með opnum huga og
fordómalaust. Svarthöfði hefur ekki
hugmynd um hvort vofa bernskunn-
ar var raunverulegur draugur eða
ofskynjun af einhverju tagi. En það
skiptir engu máli. Svarthöfða hugnast
illa að breytast í mold án þess að eiga
minnstu möguleika á framhaldi. Lífið
er skemmtilegra ef vonin er til staðar.
Annars er allt þetta ströggl tilgangslít-
ið og vonlaust.
föstudagur 5. október 200718 Umræða DV
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson
framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm.
fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson
auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson
Umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
aðaLnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010,
Áskriftarsími 512 7080, augLýsingar 512 70 40.
svarthöfði
Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. Ef einhvern tíma ber að lækka skatttekjurnar er það í árferði sem nú.
Lægri skatta
Leiðari
Geir H. Haarde hefur opnað á að skattar verði lækkaðir. Ef einhvern tíma hefur verið staða til að lækka skatta er það nú. Hið opinbera gerist sífellt gráðugra og mál
er að draga úr endalausum vexti ríkis og sveitarfé-
laga. Á skömmum tíma hefur hið opinbera aukið
hlut sinn í þjóðartekjunum úr rétt um þriðjungi og
í næstum helming. Þetta er óþarft og sérstaklega á
meðan lægstu launatekjur eru skattlagðar. Það fólk
sem hefur lægstu launin ber ekki ábyrgð á þenslu
og það ber ekki ábyrgð á verðbólgu. Ef einhvern
tíma ber að lækka skatttekjurnar er það í árferði
sem nú, þegar ríkissjóður hefur meira en nóg.
Jafnvægi er mikils virði og eflaust er það vandi
stjórnvalda að sjá til þess að auðlegðin verði ekki til
þess að raska því jafnvægi sem er.
Með vaxandi veltu í samfélaginu hafa tekjur hins opinbera
stóraukist. Á ekki löngum tíma hefur hluti hins opinbera í þjóð-
artekjum aukist úr rétt um þriðjungi og er að ná því að vera
helmingur af þjóðartekjum. Þetta er mikið og sennilega allt
of mikið. Það er ekki bara að skatttekjur hafi aukist, alls kyns
gjöld og tollar eru stór tekjuliður hjá hinu opinbera. Lag ætti
að vera til að standa við gefin loforð um niðurfellingu hinna
fáránlegu stimpilgjalda. Ef ekki er rétt að lækka
skatta verulega má draga úr gjöldum og tollum.
Svo mikið er víst að endamörk auðssöfnunar rík-
issjóðs hljóta að vera fram undan. Ríkissjóður er
jú sameign okkar og eflaust er sterkur vilji með-
al okkar að auðlegðin verði meðal annars notuð
til að koma á móts við þau sem ekki njóta öryggis
eða velsældar.
Geir H. Haarde lofaði í stefnuræðu sinni að bætt
yrði úr því sem miður hefur farið í velferðarmálum.
Við það verður hann að standa. Öll efni eru til þess.
Peninga vantar ekki og verkefnin eru næg.
Ekki leikur vafi á að staða ríkissjóðs er góð.
Vandasamt er að stjórna þegar vel árar, ekki síður
en þegar illa árar. Eflaust verður að fara varlega en
það þýðir ekki að ekki megi ráðast að mestu meinunum, skött-
um á lægstu tekjum, leiðréttingu lægstu launa, átaki vegna bið-
lista í heilbrigðismálum og laga til svo fólk fáist til að starfa við
umönnun og aðhlynningu.
Sú staðreynd að hið opinbera sjúgi til sín alltaf meira og meira
getur ekki verið eðlileg og ekki heilbrigð. Frjálshyggjumennirn-
ir sem stjórna fjármálum þjóðarinnar finna eflaust leiðir til að
stemma stigu við þeirri þróun.
DómstóLL götunnar
Hverjir verða bikarmeistarar, FH eða Fjölnir?
„Það er engin spurning að fH-ingar
vinna þennan leik. Ég spái því að
úrslitin verði 4–0. Það er samt gott hjá
fjölnismönnum að komast þetta langt.“
Guðjón Guðmundsson,
íþróttafréttamaður á besta aldri
„Ég verð að segja fH enda bý ég
í Hafnarfirði.“
Kristín Björg Pétursdóttir,
33 ára lögfræðingur
„Ég veit ekki hverjir vinna þetta. Hef
ekki fylgst nógu vel með til þess að spá
um það.“
Kristófer Már Harðarson,
15 ára nemi
„Ég held að fH vinni þetta. annars bý
ég á skaganum og held þess vegna
með ía.“
Guðmundur Garðar Brynjólfsson,
21 árs nemi
sanDkorn
n Frjálslyndir eru lítt hrifnir af
setu Margrétar Sverrisdótt-
ur, fyrrverandi flokksmanns, í
borgarstjórn
undir þeirra
merkjum.
Margrét
situr í fjar-
veru Ólafs
Magnússon-
ar en er fyrir
löngu gengin
til liðs við
Íslandshreyfinguna. Sjálf var
Margrét lítt hrifin af því þegar
Gunnar Örlygsson gerðist lið-
hlaupi og fór í Sjálfstæðisflokk-
inn þar sem pólitískur dauð-
dagi hans var síðar staðfestur.
Margrét, sem þá var fram-
kvæmdastjóri frjálslyndra, fór
mikinn vegna liðhlaupans og
kvartaði meðal annars til um-
boðsmanns Alþingis en er nú í
sömu sporum og Gunnar.
n Svo virðist sem fjari hratt
undan Vilhjálmi Þ. Vilhjálms-
syni í eigin borgarstjórnar-
flokki. Sér-
staklega er
borgarstjór-
inn gagn-
rýndur fyrir
einræðis-
tilburði
varðandi
málefni
Orkuveitu
Reykjavíkur. Það sýður á sam-
herjum hans og það er talið
að Gísla Marteini Baldurs-
syni hugnist ágætlega. Nú á
hann von um frekari áhrif og
uppreisn eftir að hafa tap-
að fyrir Vilhjálmi í prófkjöri.
Vandi hans er aðeins sá að
hin harðsnúna Hanna Birna
Kristjánsdóttir er á undan í
goggunarröðinni og næst til
oddvitasætisins þegar Vil-
hjálmur hverfur af sviðInu.
n Nú er í tísku hjá auðmönn-
um að fara með heilu þotu-
farmana af fólki til útlanda.
Samsonarn-
ir Björgólf-
ur Guð-
mundsson
og Magn-
ús Þor-
steinsson
hafa leitt
þessa útrás
skemmtana-
glaðara Íslendinga. Vefsíðan
mannlif.is sagði frá slíkri ferð
til Mílanó þegar Landsbankinn
bauð 200 bestu viðskiptavin-
um sínum í lúxusferð til þess
að horfa á ballettinn Don Kík-
óta í Scala-óperuhúsinu. Lúx-
usferðin varð þó ekki alveg sá
dans á rósum sem lagt var upp
með því tafir og hungur ein-
kenndu ferðina. Ferðin góða
reyndi því töluvert meira á en
ferðalangarnir reiknuðu með
eða eins og einn þeirra orðaði
það við Mannlíf: „Þetta hefði
svo sem verið ágæt ferð, ef þú
hefur áhuga á ballett, ef ekki
var þetta frekar þreytandi.”
LeiðréttinG
bæjarverkstjórinn í ólafsfirði, gísli
kristinsson, var ranglega titlaður í
sérblaði gærdagsins um ljósmyndir.
gísli er frábær ljósmyndari og
eflaust góður bæjarverkstjóri líka.
bæjarstjóri er hann hins vegar ekki
enn sem komið er.
og geimverur