Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Blaðsíða 22
Menning
Föstudagur 5. október 200716 Menning DV
Sterkir litir
Charlottu
Charlotta Sverrisdóttir opn-
ar sína fjórðu einkasýningu í
galleríinu Art-Iceland á Skóla-
vörðustíg 1A í dag. Sýningin
er afrakstur vinnu Charlottu
í sumar og enn sem fyrr spila
sterkir litir aðalhlutverkin í
myndum hennar. Listakon-
an byrjaði að hugsa verkefnin
út frá landslagi en tók svo að
einfalda flötinn þannig að eftir
standa fletir en þó gægist lands-
lagið í gegn. Sýningin stendur
yfir í tvær vikur og mun lista-
maðurinn vera við vinnu sína
í galleríinu báða sunnudagana
milli kl. 14 og 16.
ljóð
Ljóðabókin Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum fæst nú með 60% afslætti:
Svöng skáld yrkja ekki betur
Ljóðabókin Þjónn, það er fönix
í öskubakkanum mínum eftir Eirík
Örn Norðdahl kemur út hjá Nýhil í
byrjun nóvember. Bókin er ríflega 200
síður og inniheldur meðal annars 50
blaðsíðna ljóða-
bálk um liðhlaupa
úr þorskastríðinu,
átta blaðsíðna ljóðahljóðabálkinn
Einræðisherrarnir og 60 blaðsíðna
róttæka endurvinnslu á Tímanum og
vatninu eftir Stein Steinar, auk ljóðs-
ins Parabólusetning sem hlaut við-
urkenningu í Ljóðstöfum Jóns úr Vör
fyrr á árinu.
Prentkostnaður er höfundum og
forlögum oft þungur róður og því hef-
ur Nýhil gripið til þess ráðs að selja
bókina í forsölu þar sem gefinn er 60%
afsláttur af útsöluverði, sem verður
2.500 krónur, og bókin því seld á slétt-
ar þúsund krónur. Einungis 200 eintök
verða seld í forsölu sem stendur í ein-
ungis eina viku enn, og þar af eru 160
farin. „En betur má ef duga skal,“ segir
Eiríkur Örn, „því prentkostnaðurinn
hefur sligað margan góðan drenginn,
fátækt eykur depressjón og það er
lygi að skáld yrki betur í svengdinni.“
Pantanir á bókinni sendist á kolbrun-
arskald@hotmail.com.
Eiríkur hefur áður gefið út ljóða-
bækurnar Heilagt stríð: runnið undan
rifjum drykkjumanna, Heimsenda-
pestir, Nihil obstat og Blandarabrand-
arar: (die Mixerwitze). Árið 2004 var
fyrsta skáldsaga hans, Hugsjónadrusl-
an, gefin út af Máli og menningu og
og í fyrra kom síðan út önnur skáld-
saga Eiríks, Eitur fyrir byrjendur. Þá er
ónefnd bókin Handsprengja í morg-
unsárið sem Eiríkur skrifaði ásamt
Ingólfi Gíslasyni en í henni er meðal
annars að finna þýðingar á ljóðum
erlendra þjóðarleiðtoga og hryðju-
verkamanna.
Íslenska
stjórnkerfið
endurútgefin
Önnur útgáfa bókarinnar
Íslenska stjórnkerfið eftir dr.
Gunnar Helga Kristinsson er
komin út hjá Háskólaútgáfunni.
Bókin er inngangsrit um íslensk
stjórnmál og
stjórnmála-
fræði og í
henni er sam-
an kominn
mikill fróðleik-
ur um efni sem
bæði lærðir
og leikir hafa
áhuga á. Farið
er yfir helstu
svið íslenskra stjórnmála og þau
skoðuð í samhengi við hugtök og
kenningar stjórnmálafræðinnar.
Í nýrri úgáfu bókarinnar er efnið
uppfært með hliðsjón af kosn-
ingunum og ríkisstjórnarmynd-
un síðastliðið vor. Annað efni
hefur einnig verið endurskoðað
nokkuð, þar á meðal kafli um
fjármál stjórnmálaflokkanna,
þjóðaratkvæðagreiðslur á Ís-
landi, ráðuneytin og fleira.
Skuggar
og svipir
Síðustu forvöð eru í dag að
sjá sýningu Stefáns Jónssonar,
Skuggar og svipir, á Café Karól-
ínu á Akureyri. Á sýningunni eru
24 svart/hvítar ljósmyndir, 20 x
20 cm hver, og sex ljósmyndir
í lit, 33 x 45 cm. Myndefnið er
í öllum tilfellum höfundurinn
sjálfur. Stefán er fæddur á Akur-
eyri 1964 og stundaði myndlist-
arnám í Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands og í School of
Visual Arts í New York. Hann
hefur sett upp fjölda sýninga
víðs vegar um heim, nú síðast í
Safni í Reykjavík og í Jónas Við-
ar gallery á Akureyri. Sýning á
verkum Marsibil G. Kristjáns-
dóttur tekur við af sýningu Stef-
áns á Café Karólínu.
Kínverskur loftfimleikaflokkur
Loftfimleikaflokkurinn Wuhan heldur sýningar í íþróttamiðstöðinni
Versölum í Kópavogi á morgun og sunnudag. Á þeim 50 árum sem
flokkurinn hefur starfað hefur hann sýnt víða um Asíu, Afríku, Evrópu,
Ástralíu og Suður- og Norður-Ameríku. Alls hefur flokkurinn heimsótt
meira en 140 lönd við góðar undirtektir. Báðar sýningarnar hefjast kl. 16.
Óhætt er að fullyrða að Guðrún Ás-
mundsdóttir sé ein ástsælasta lei-
kkona þjóðarinnar. Það hefur margt
breyst hér á landi, bæði í leikhús-
heiminum og í þjóðfélaginu í heild,
síðan hún hóf sinn leiklistarferil
á fjölum Þjóðleikhússins fyrir ná-
kvæmlega hálfri öld. Guðrún, sem er
fædd árið 1935, hefur gengið í gegn-
um súrt og sætt á þeim tíma sem
liðinn er, bæði í listinni og einkalíf-
inu, en alltaf heldur hún áfram að
sinna sinni köllun: að skapa leik-
hús. Guðrún hefur ekki tölu á öllum
þeim hlutverkum sem hún hefur
leikið á sviði og í kvikmyndum, en
þótt Guðrún sé þekktust fyrir túlk-
un sína á hinum ýmsu karakterum
hefur hún einnig látið til sín taka í
leikstjórn og leikritaskrifum. Og þá
hefur sá sem öllu ræður verið henni
innan handar, eins og Guðrún lýsir í
viðtali við blaðamann DV.
Ævintýri í Iðnó
Í tilefni af tímamótunum verður
einleikurinn Ævintýri í Iðnó frum-
sýndur í kvöld en Guðrún vann í
Iðnó hjá Leikfélagi Reykjavíkur í þrjá
áratugi, eða allt þar til félagið flutti
starfsemi sína upp í Borgarleikhús
árið 1987. Guðrún segir að Margrét
Rósa Einarsdóttir, framkvæmda-
stjóri Iðnó, hafi haft frumkvæðið að
þessari sýningu því Iðnó á 110 ára
afmæli í ár. Af því tilefni hringdi hún
í Guðrúnu í sumar og bað hana um
að skrifa sögu hússins.
„Þetta var mér mjög kærkom-
ið verkefni því ég hef gengið með
þá dellu undanfarin ár að langa að
segja sögur á stöðunum þar sem
hlutirnir gerðust. Þá þarf mað-
ur engin leiktjöld. Ég hef til dæmis
verið með ferðir undanfarin fjög-
ur ár á slóðir Einars Benediktsson-
ar. Þá fer ég út í Herdísarvík og þar
eru leiktjöldin bara Geitarhlíðin og
litla húsið sem þau hjónin bjuggu í.
Það skemmtilega við að fá að segja
sögu Iðnó er að húsið sjálft er leik-
tjöldin. Samt er sonur minn, Ragn-
ar Kjartansson, búinn að fikta eitt-
hvað í leiksviðinu og gera umgjörð
fyrir mig þar. Svo þegar ég fór að
finna leikstjóra kallaði ég auðvitað
á þann besta, sem er dóttir mín Sig-
rún Edda Björnsdóttir, svona í öllu
látleysi,“ segir Guðrún og hlær dátt.
„Svo þegar við byrjum á þessu
fara Sigrún Edda og Ragnar að
minna mig á að ég á 50 ára leikaf-
mæli á þessu ári. Undir stjórn þeirra
krakkanna fór að koma mynd á það
hvernig við ætluðum að hafa þetta,
að flétta saman minni sögu, fólksins
sem ég þekkti og vann með þarna í
þrjátíu ár og sögu hins stórkostlega
félagsskapar, Iðnaðarmannafé-
lags Reykjavíkur, sem byggði húsið.
Þessir menn voru menningarfröm-
uðir bæjarins; þeir stofnuðu Lestr-
arfélag alþýðu, kóra, Lúðurþeytara-
félagið og fleira. Þessi félagsskapur
vakti mikinn áhuga hjá mér og mér
fannst svo gaman að lesa um þá.
Þegar ég fer að vinna í húsinu, sem
er ekki fyrr en um miðja tuttugustu
öldina, kynntist ég fólki sem þekkti
frumherjana og sagði mér sögur af
þeim. Ég hef því tengingu allt aftur
til ársins 1897.“
Stofnaði leikhús átta ára
Píanistinn Óli Björn Ólason
verður Guðrúnu til halds og trausts
í einleiknum en hann er barnabarn
Lárusar Pálssonar leikara. „Það gef-
ur mér stemningu í sögurnar og ef
mér dettur í hug að raula gamalt
revíulag eða hvaðeina hjálpar hann
mér við það. Það er svo gaman að
hann skuli vera barnabarn Lárus-
ar því hann er sá maður sem hafði
mest á áhrif á minn feril sem leikari.
Hann var minn fyrsti kennari. Í þrjá
vetur stundaði ég nám hjá Lárusi,“
segir Guðrún og hugsar augljóslega
afar hlýtt til Lárusar.
Guðrún steig sín fyrstu spor á
leiksviðinu, það er að segja sem at-
vinnuleikari, í hlutverki Betty Par-
is í leikritinu Í deiglunni eftir Arth-
ur Miller árið 1957. Hún hafði ekki
leikið í neinum áhugamanna- eða
skólasýningum fram að því. „Ég
reyndi að troða mér inn í allar skóla-
sýningar, en mér tókst það ekki,“
segir Guðrún og skellir upp úr. „En
ég stofnaði eigið leikhús þegar ég
var átta ára. Þar gat ég ráðið öllu. Ég
fann strax að þetta var það sem vildi
ég gera í lífinu. Það kom eiginlega
aldrei neitt annað til greina.“
Guðrún segist eiga mjög erfitt
með að svara því hvað sé hennar
eftirminnilegasta hlutverk. „Vegna
þess að það er alltaf sama ævintýr-
ið þegar maður byrjar þennan fer-
il, þessa leit að karakternum sem
maður er að fara að leika. Leitin
er misjafnlega löng. Svo er eins og
allt í einu klikki eitthvað, maður
nær þessu. En stundum nær mað-
ur þessu alls ekki. Þá hugga ég mig
alltaf við það sem gömul söngkona
sagði mér, hún Gagga Lund sem
bjó í kjallaranum hjá mér og ég tók
ægilega mikið mark á. Ef mér mis-
tókst sagði Gagga alltaf: „Hollt fyr-
ir auðmýktina, Gunna mín.“ Hún
hélt þessu alltaf fram. Og hún sagði
að leikferill og söngferill saman-
standi af „success“ og „failure“,
það sé aldrei nein leið sem maður
bruni eftir, einhver eilífur „success“
frá einu hlutverki til annars. Maður
hrekkur alltaf aftur á bak.“
Þegar blaðamaður þrýstir á Guð-
rúnu um að nefna allavega eitt til
tvö hlutverk sem séu henni ofarlega
í huga á ferlinum nefnir hún Nóru í
Brúðuheimilinu og frú Heiberg í Lífi
ánamaðkanna sem hún lék upp úr
1980. „Það var ótrúlega spennandi
því ég hafði við höndina ævisögu
hinnar sönnu frú Heiberg, þeirr-
ar miklu prímadonnu. Hún skrif-
aði ævisöguna í þremur bindum og
það var mest spennandi hvað hún
skrifaði ekki, hvað var hægt að lesa
á milli línanna. Mér fannst það mik-
ið og skemmtilegt ferli að glíma við
þá merku konu.“
Á ekki að hafa áhyggjur
af brauðstriti
Að sögn Guðrúnar hafa það ver-
ið mikil forréttindi að fá að fást við
leiklist í fimmtíu ár. „Stærstan hluta
þess tíma, eða frá 1963, fengu leik-
arar hjá Leikfélagi Reykjavíkur fast-
an samning eins og leikarar hjá
Þjóðleikhúsinu. Ég hef því fengið
að hafa mína list sem mitt lifibrauð.
Og það er ekkert smáræði. Það er
oft verið að tala um að það borgi sig
ekki að hafa leikara á samningi. Ég
segi bara: Í Guðs bænum ekki taka
það frá hinni ungu kynslóð leik-
ara. Þessi forréttindi, að þurfa ekki
að stunda aðra vinnu heldur geta
einbeitt sér eingöngu að leikhús-
inu, gefur okkur nefnilega svo mik-
ið svigrúm. Þetta má ekki taka, þótt
það sé hugsanlega ekki fjárhagslega
hagkvæmt, heldur á að hlúa að fólk-
inu svo það geti stundað sína list,
án þess að hafa áhyggjur af brauð-
stritinu.“
Guðrún var með fyrstu konun-
um hér á landi sem fóru að leik-
stýra. Hún segist minnast þess þeg-
ar einn aðalleikaranna í Iðnó, einn
„prímusinn“ eins og Guðrún kallar
hann, sagði við hana á sínum tíma:
„Gunna, ekki fara út í leikstjórn. Það
Leikkonan, leikstjórinn og leikskáldið Guðrún Ásmundsdóttir fagnar um þessar
mundir 50 ára starfsafmæli. Af því tilefni verður einleikur hennar, Ævintýri í Iðnó,
frumsýndur í Iðnó í kvöld. Í viðtali við Kristján Hrafn Guðmundsson segir Guðrún
frá sigrum sínum og ósigrum í leiklistinni, einkalífinu og pólitíkinni.
Eiríkur Örn Norðdahl „... fátækt eykur
depressjón og það er lygi að skáld yrki
betur í svengdinni.“
ekki alltafOKKUR TEKST