Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2007, Blaðsíða 56
Föstudagur 5. október 200756 Helgarblað DV TónlisT Tekjuhæsta tónleikaferðin Nú hefur verið reiknað út hversu mikið hljómsveitin Rolling Ston- es græddi á Bigger Bang- tónleikaferða- laginu sínu sem hófst árið 2005 og lauk tuttugasta og sjötta ágúst síðastliðinn, en túrinn kom hljómsveitinni í heimsmeta- bók Guinnes. Heildarinnkoma tónleikaferða- lagsins var tæplega fimm hundruð og sextíu milljónir dollara sem samsavarar um þrjátíu og fjórum milljörðum íslenskra króna. Tón- leikaferðin samanstóð af hundrað fjörutíu og fjórum tónleikum víðs vegar um heiminn og var þetta tekjuhæsta tónleikaferð í sögunni. Næst á eftir Stones í röðinni er hljómsveitin U2 sem halaði inn rétt rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir dollara á Vertigo-tón- leikaferðalagi sínu. Tónlistarakademía DV segir Hlustaðu á þessa! Magic – bruce springstein Close to begin – band of Horses Necessary evil – deborah Harry kill to get Crimson – Mark knopfler smokey rolls down thunder Canyon – devendra banhart Upphitun fyrir Airwaves Í kvöld ætla aðstandendur Iceland Airwaves-hátíðarinnar og tímaritið Reykjavík Grapevine að taka hönd- um saman og halda heljarinnar upphit- unar- tónleika fyrir sjálfa Airwaves-há- tíðina sem hefst sautjánda októb- er næstkomandi. Tilefni tónleik- anna er útkoma dagskrárbæklings Iceland Airwaves en hann kem- ur út í tólf þúsund eintökum og er dreift vítt og breitt um höfuðborgar- svæðið. Á tónleikunum koma fram hljómsveitirnar Motion Boys, Ultra Mega Technobandið Stefán, Blood- group og Foreign Monkeys. Húsið verður opnað klukkan 23 og hefjast tónleikarnir hálftíma síðar. Miða- verð er einungis 500 krónur en þeir sem framvísa Airwaves-armbandi fá frían aðgang. Danielson í kvöld Hljómsveitin Danielson held- ur tónleika í Fríkirkjunni í kvöld en tilefni þeirra er frumsýning heimildarmyndarinnar Daniel- son: A Family Movie sem fjallar um hljómsveitina og feril henn- ar undanfarinn áratug eða svo. Hljómsveitin hefur starfað í einni eða annarri mynd allt frá árinu 1995 og hefur náð talsverðum vinsældum í indírokksenunni. eitt frægasta lag sveitarinnar er Did I Step On Your Trumpet sem hefur verið í töluverðri spilun í útvarpi upp á síðkastið. Það er stórsveit- in Hjaltalín sem sér um upphitun fyrir Danielson. Hægt er að nálg- ast miða á midi.is og í verslunum Skífunnar og BT á landsbyggðinni. Í kvöld ætla nokkrir af fremstu tónlist-armönnum þjóðarinnar að votta Lee Hazlewood virðingu sína með sér-stökum minningartónleikum á Organ en þessi merki tónlistarmaður lést úr krabbameini fjórða ágúst síðastliðinn en það má með sanni segja að hann hafi haft mikil áhrif á tónlistarheiminn. „Hazelwood var náttúrulega brilljant út- setjari og hugsuður sem vissi alveg hvað virk- aði á hinum almenna tónlistarmarkaði,“ segir Ólafur Þórsson, einn af þrem skipuleggjendum tónleikanna en hann og félagar hans, þeir Ein- ar Friðjónsson og Halldór Karlsson, eru með- limir í stórmerkilegri hreyfingu sem kallast Nýja Samvinnuhreyfingin. Hreyfingin stendur fyrir menningarlegurm, pólitískum og heim- spekilegum atburðum á landinu og eru tón- leikarnir annar viðburðurinn sem þeir félag- ar standa fyrir. „Hazlewood vissi að með því að syngja með ungum og fallegum stúlkum og semja fyrir þær æðislegar melódíur myndi hann selja vel en aftur á móti var hann nokk- uð heill og margslunginn listamaður og alveg brilljant textahöfundur. Hann gerði lög sem gætu talist einar bestu melódíur tuttugustu aldarinnar eins og til dæmis Velvet Mrorning og Summer Wine sem hann söng með Nancy Sinatra en svo gerði hann líka alveg heilan hell- ing af frábærum sólólögum eins og til dæmis The Fool og The Performer þar sem textarnir eru djúpir og hreyfa við manni.“ Frumflutningur á lagi Hazlewood og Amiinu Ólafur segir að þær kynslóðir tónlistar- manna sem hafi sprottið upp á eftir Lee Hazle- wood séu undir miklum áhrifum frá honum. „Til dæmis má heyra mikil Hazlewood-áhrif hjá mönnum eins og Nick Cave og jafnvel Bono í U2. Svo er náttúrulega fjöldi tónlistar- manna sem hefur tekið upp hans lög og sett í sinn eigin búning og hefur tónlist hans haft gríðarleg áhrif á tónlist tuttugustu aldarinn- ar og allar tónlistarstefnur, meira að segja á teknóið.“ Minningartónleikarnir sem fram fara í kvöld eru einnig mjög merkilegir fyrir þær sak- ir að hér er um að ræða fyrstu Lee Hazelwood- minningartónleikana í heiminum. „Ég held að ég verði að segja að þótt ég sé hlutdrægur held ég að þetta verði einir athyglisverðustu tónleik- ar þessa árs og þá tek ég meira að segja Airwa- ves með í dæmið,“ segir Ólafur hress og bætir því við að þetta jaðri við að vera heimsviðburð- ur þar sem á tónleikunum í kvöld verði frum- flutt lag sem íslenska hljómsveitin Amiina tók upp með Hazlewood skömmu áður en hann lést. Spennandi dagskrá Dagskráin í kvöld er vægast sagt mjög spennandi en fyrir utan heimsfrumflutning- inn á Amiinu- og Hazlewood-laginu, ætl- ar til dæmis hljómsveitin Unun að vera með sérstaka endurkomu til að heiðra minningu Hazlewoods og mun slóvenski tónlistarmað- urinn Der Sturm leggja leið sína til landsins svo fátt eitt sé nefnt. „Það eru frábærir tónlist- armenn sem stíga á svið í kvöld en þeir sem fram koma eru Ágústa Eva Erlendssdóttir, Der Sturm, Ellen Kristjáns ásamt Sigga í Hjálmum, Geir Ólafs, Magga Stína, Megasukk, Ólöf Arn- alds ásamt Óttari Proppé, Páll Óskar, Singa- pore Sling, Ske og Björn Hlynur, Unun og sér- stakir leynigestir auk þess sem Amiinu- og Lee Hazlewood-lagið verður frumflutt. Því miður var Amiina löngu búin að skipuleggja tónleikaferðalag á þessum tíma en lagið verð- ur bara flutt eins og það var tekið upp í hljóð- verinu,“ segir Ólafur og bætir því við að að loknum tónleikum ætli DJ Andrea Jónsdóttir að þeyta skífum fram á morgun. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á midi.is og við dyrnar og er miðaverð einung- is tvö þúsund krónur en verslunin Tólf tón- ar er sérstakur styrktaraðili tónleikanna. Inni- falið í verðinu er fordrykkur. „Húsið er opnað klukkan níu og hefjast tónleikarnir um það bil klukkutíma eða einum og hálfum tíma síðar. Af því að Nýja Samvinnuhreyfingin hugsar fyrir öllu verður líka séð til þess að ákveðinn fjöldi af miðum verði tekinn frá og seldur við inngang- inn svo fólk þarf ekki að eiga von á því að það seljist upp á tónleikana í gegnum midi.is,“ segir hinn dúndurhressi Lee Hazlewood-aðdáandi og tónleikahaldari Ólafur að lokum. krista@dv.is Fyrstu minningartónleikarnir í heiminum, til heiðurs hinum merka tónlistarmanni Lee Hazlewood, fara fram á Organ í kvöld þar sem fjöldi tónlistarmanna stígur á svið auk þess sem frumflutningur verður á lagi sem íslenska sveitin Amiina tók upp með Hazlewood skömmu áður en hann lést. Heiðra minningu HazlewoodS Hin stórmerkilega rokkhljómsveit Strigaskór nr. 42 hefur nú boðað end- urkomu sína eftir nokkurra ára hlé og ætlar meðal annars að spila á Airwav- es-hátíðinni. „Hljómsveitin var stofn- uð árið 1989 af mér, Kjartani, Gunn- ari og Hlyni og við spiluðum til ársins 1994 þegar fyrsta breiðskífan okkar, Blót, kom út en þarna einhvers staðar í kringum útgáfuna á plötunni sáum við um að gera tónlistina fyrir Herra- nótt MR fyrir leikritið Baal. Við hætt- um svo fljótlega eftir það,“ segir Ari Þorgeir Steinarsson, trommuleikari hljómsveitarinnar. Strákarnir fóru að snúa sér að öðr- um verkefnum og héldu flestir áfram í tónlistarbransanum. „Eftir að við hætt- um í Strigaskónum fór ég í hljómsveit sem hét Soðin fiðla og sigruðum við í Músíktilraunum árið 1998. Síðan gerði ég ýmislegt og spilaði meðal annars í tæp tvö ár með Stjörnukisa. Hlynur er í hljómsveitinni Trabant, Kjarri spilaði inn á fyrstu plötuna með Ensími en Gunni skellti sér í nám,“ segir Ari. „Tónlistin sem var samin fyrir MR- leikritið hefur blundað í okkur lengi og í sumar tókum við upp plötu með lögunum úr verkinu og kemur hún út einhvern tímann í byrjun árs. Þessi plata einkennist af frekar stuttum lög- um öfugt við Blót þar sem lögin voru frekar í lengri kantinum. Það er búið að vera mjög gaman hjá okkur að taka upp plötuna og við höfum strax fengið mjög góð viðbrögð við því að við séum að koma saman á ný svo það er ým- islegt fram undan sem ég kannski get ekki beint talað um strax,“ segir Ari að lokum en Strigaskór nr. 42 spilar á Org- an laugardagskvöldið nítjánda októb- er klukkan tíu. krista@dv.is Pönksveitin Strigaskór nr. 42 kemur saman á ný og spilar meðal annars á Airwaves: STRIGASKÓRNIR SNÚA AFTUR Ari Þorgeir trommari í strigaskóm nr. 42. Ólafur Þórsson einn af þremur skipuleggjendum tónleikanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.