Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Page 2

Fréttatíminn - 03.01.2014, Page 2
Sykurlaus og náttúrulegur staðgengill sykurs! Hefur ekki áhrif á blóðsykur og insúlín líkamans Eingreiðsla um næstu mánaðamót 38.000 eingreiðsla 1. janúar 2014 Til ríkisstarfsmanna og starfsmanna fyrirtækja í vel- ferðarþjónustunni Í slensk ferðaskrifstofa hefur í fyrsta skipti fengið leyfi til að selja ferð til Norður-Kóreu. 25 manna hópur á vegum Trans-Atlan- tic á Akureyri fer þangað og til Kína um páskana. „Það hefur enginn áður boðið skipulagða ferð héðan til Norður- Kóreu,“ segir Egill Örn Arnarson, hjá Trans-Atlantic. „Það hefur verið bras að komast þarna inn.“ Og það eru orð að sönnu; Norður- Kórea er að mestu lokuð erlendum ferðamönnum og fjöldi erlendra ferðamanna sem fá að koma til landsins er takmarkaður við 1.500 manns á ári, segja þeir hjá Trans- Atlantic. Ferðamenn sem farið hafa til Norður-Kóreu tala um að það sé engu líkt, meðal annars vegna þess að öllum hópum ferðamanna fylgja opinberir eftirlitsmenn sem hafa vakandi auga með því að ferða- mennirnir taki ekki upp á óskunda á borð við þann að taka myndir þar sem ekki má taka myndir. „Svona ferð er ekkert gefins,“ seg- ir Egill Örn spurður um verð. „Það er áberandi í Norður-Kóreu að þeir verðleggja sig frekar hátt. Þeir eru að ná sér í gjaldeyri.“ Árni Hermannsson, sagnfræð- ingur og kennari, sem verður farar- stjóri í ferðinni, hefur áður farið til Norður-Kóreu og segir Egill Örn að hann hafi þá komist þá í kynni við tengiliði hjá kínverska ferðaskrif- stofu sem er opinber umboðsaðili fyrir stjórnvöld í Norður-Kóreu. Það er skýringin á því að þau tengsl komust á sem eru að gera þessa ferð að veruleika. Um hálfsmánaðar ferð er að ræða, þar af verður þremur dögum varið í að skoða Norður-Kóreu en hina dag- ana munu ferðalangarnir skoða sig um í Kína. „Undirtektirnar eru mjög góðar, mikið spurt og fólk er byrjað að skrá sig,“ segir Egill Örn. „Við höfum verið mikið í svona óvenju- legum sérferðum, erum til dæm- is með ferðir á slóðir Íslendinga í Brasilíu, og salsadanskennsluhóp- ferð til Kúbu.“ Aðrir viðkomustaðir ferðalanga í hópferðum Trans-Atlan- tic eru m.a. Kosta Ríka, Albanía og Sri Lanka. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is  Ferðalög Íslensk FerðaskriFstoFa selur Ferð til norður kóreu um páskana Það hefur verið bras að komast þarna inn Frá Pyongyang höfuðborg norður-Kór- eu. Takmörkuðum fjölda ferðamanna er hleypt inn til landsins og hverjum hópi fylgir opinber starfsmaður sem sýnir ferðamönnum það sem stjórnvöld vilja að þeir sjái og passar að reglum sé fylgt í einu og öllu. Ljósmynd/NordicPhotos/ GettyImages egill Örn arnarson. eingreiðsla verður greidd út í lok mánaðarins og mun ná til launafólks sem fellur undir almenna kjarasamn- inga ríkisstarfsmanna og starfsmanna fyrirtækja í velferðarþjónustunni. 38.000 krónur munu bætast við laun þessa starfsfólks um mánaðamótin. Upphæðin miðast við fullt starf í nóvember 2013 en þeir sem ekki unnu fullt starf fá hlutfallslega greiðslu. Vegna skattalegra vandkvæða féllust öll félög og bandalög, að undanskildu læknafélagi Íslands og skurðlækna- félagi Íslands, á að greiða eingreiðsluna um næstu mánaðamót. sameinast í fyrirtækið Janúar Fyrirtækin í Kaaberhúsinu hafa sameinast í eitt en áður störfuðu þar auglýs- ingastofan Fíton, vefstofan skapalón, framleiðslu- fyrirtækið Miðstræti og ráðgjafafyrirtækið Kansas. Kansas hefur keypt allt hlutafé Fítons, skapalóns og Miðstrætis og mun taka við fjárhagslegum skuldbindingum þeirra. nýja fyrirtækið hefur fengið nafnið Janúar og mun bjóða upp á hönnun, veflausnir, ráðgjöf, og framleiðslu markaðsefnis, allt undir einum hatti. 70 manns munu starfa í nýja fyrirtækinu, samhentur hópur með fjölbreytta reynslu á sviði markaðs- mála. Pétur Pétursson, ný- ráðinn framkvæmdastjóri auk sævars arnar sævars- sonar, segir Janúar standa fyrir upphaf, umbreytingar, framtíð og tækifæri og hlakkar til að takast á við spennandi tíma. ellefu fengu fálkaorðu Forseti Íslands veitti ellefu manns fálkaorðuna á nýárs- dag. Þeir eru eftirtaldir: alfreð gíslason handknattleiksþjálfari fyrir framlag sitt til íþrótta, ingileif Jóns- dóttir prófessor fyrir kennslu og rann- sóknir á sviði ónæmisfræða, ingvar e. sigurðsson leikari fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar, Kolbrún Björgólfs- dóttir myndlistarmaður fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar, Magnús eiríksson tónlistarmaður fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar, Ólafur B. Thors, fyrrverandi framkvæmdastjóri, fyrir framlag til menn- ingar og þjóðlífs, smári geirsson, framhaldsskólakennari og rithöfundur, fyrir framlag til sögu og framfara á austurlandi, soffía Vagnsdóttir, skólastjóri í Bolungarvík, fyrir framlag til félagsmála og menningar í heimabyggð, stefán eiríksson lögreglustjóri fyrir frumkvæði og forystu á sviði löggæslu, svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri Dal- vík, fyrir störf að sveitarstjórnarmálum, Unnur Kolbrún Karlsdóttir, formaður líknar- og vinafélagsins Bergmáls, fyrir framlag til mannúðarmála. Bætur hækka um 3,6 prósent Bætur til þeirra sem fá greiðslur úr almannatrygginga- kerfinu hækkuðu um 3,6 prósent 1. janúar síðastliðinn. Þessi hækkun nær til allra bótaþega lífeyristrygginga, slysatrygginga og félagslegrar aðstoðar en auk þess nær hún til meðlagsgreiðslna, greiðslna til lifandi líffæragjafa og til foreldra langveikra og alvarlegra fatlaðra barna. að sama skapi hækkaði tekjuviðmið framfærsluuppbótar og frítekjumarks fólks sem býr á dvalar-og hjúkrunarheim- ilum um 3,6 prósent.  Fjölmiðlar skjársport sýnir upphitunarmót handboltalandsliðsins Adolf Ingi aftur á skjáinn með látum Íþróttaáhugafólk og aðdáendur adolfs inga erlingssonar getur tekið gleði sína á ný því hann mun lýsa leikjum íslenska handboltalandsliðsins á æfingamóti um helgina. SkjárSport, ný íþróttastöð, sýnir leikina. Adolf er hóflega bjartsýnn á árangur liðsins á komandi Evrópumóti. n ei, það leið ekki langur tími. Það er skemmtilegt að það skuli vera eftirspurn fyrst það er framboð af manni,“ segir Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður. Adolf hefur verið ráðinn til að lýsa leikjum á upphitunarmóti íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir EM síðar í mánuðinum. Upphitunarmótið fer fram um helgina og verða allir leik- irnir í beinni og opinni dagskrá á nýrri íþróttarás, SkjáSporti. Adolf var sem kunnugt er sagt upp störfum á RÚV í lok nóvember eftir 22 ára starf. Hann hefur síðan komið fram í fjölmiðlum og sagt frá einelti sem hann taldi sig beittan í starfi sínu þar. Adolf undirbýr nú málsókn á hendur RÚV vegna eineltisins. „Það var bara talað um þetta mót og ég tek þessa sex leiki. Kannski verður þetta byrjunin á einhverju meira, ég hef bara ekki hugmynd um það. Það verður alla vega gaman að detta inn í þetta,“ segir Adolf sem er spenntur fyrir verkefninu. „Það er býsna langt síðan ég hef lýst leikjum með karla- landsliðinu í handbolta í sjónvarpi. Ég held að það hafi síðast verið á EM 2010 þegar þeir unnu bronsið.“ Íslendingar mæta Rússum, Austur- ríkismönnum og Þjóðverjum á mótinu um helgina en mótið markar upphaf útsendinga hjá SkjáSport. Hollenski boltinn mun svo færast af SkjáEinum yfir til SkjáSports þegar deildin hefst á nýjan leik eftir jólahlé þann 17. janúar. Hinn 24. janúar bætast við beinar útsendingar frá þýsku Bundesligunni. Vikulegar saman- tektir verða úr bæði þýska og hol- lenska boltanum. SkjárSport verður ókeypis fyrst um sinn og hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um áskriftarsölu, samkvæmt upplýsing- um frá SkjáEinum. Hvernig líst þér á íslenska liðið og möguleika þess? „Ég hef nú oft verið bjartsýnni í sambandi við landsliðið okkar. Því miður. Það er vegna ástandsins á leikmönnum okkar, þeir eru margir að glíma við meiðsli. Það hefur sýnt sig að til að við náum góðum árangri á mótum þá þurfa allir að vera í býsna góðu ástandi. Breiddin hefur ekki verið það mikil. Við verðum bara að sjá hvað þeir leikmenn gera sem koma inn. En það er gríðarlega slæmt að missa leikmann eins og Alexander Petersson. Hann er gríð- arlega mikilvægur, bæði í vörn og sókn. Það er síðan áhyggjuefni og ég held að við eigum eftir að sjá það á næstu árum hvað Ólafur Stefáns- son var mikilvægur. Við eigum eftir að sakna hans í mörg ár í viðbót.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is leikirnir á mótinu Föstudagur 3. jan kl. 17.00 rússland – Ísland Föstudagur 3. jan kl. 19.15 Þýskaland – austurríki Laugardagur 4. jan kl. 14.00 Ísland – austurríki Laugardagur 4. jan kl. 16.15 Þýskaland – rússland Sunnudagur 5. jan kl. 14.30 austurríki – rússland Sunnudagur 5. jan kl. 17.00 Þýskaland – Ísland adolf ingi lýsir öllum leikjunum í opinni dagskrá. adolf ingi erlingsson var ekki lengi verkefnalaus eftir að honum var sagt upp störfum á rÚV. Hann mun lýsa leikjum á æfinga- móti handboltalandsliðsins um helgina á skjásporti. Kannski verður þetta byrjunin á einhverju meira, ég hef bara ekki hugmynd um það. 2 fréttir Helgin 3.-5. janúar 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.