Fréttatíminn - 03.01.2014, Page 12
E
f við lítum til baka um
heila öld og gluggum
í dagblöð ársins 1914
sjáum við helst fréttir
af stríðsrekstri megin-
landsins. Lífið á hlutlausa eylandinu í
norðri fór ekki varhluta af ófriðinum
og áhyggjur af vöruskorti gerðu
fljótlega vart við sig. Mikilvæg skref
voru stigin í verkalýðs- og sjálfstæð-
isbaráttu þjóðarinnar á árinu þegar
verkakvennafélagið Framsókn og
Eimskipafélag Íslands voru stofnuð.
Þetta var síðasta árið í langan tíma
sem landinn gat drukkið áfengi lög-
lega, síðasta árið sem konur fertugar
og eldri fengu ekki að kjósa og þar
að auki var síðasti dauðadómurinn
kveðinn upp hér á landi á því herrans
ári 1914 þegar Júlíana Jónsdóttir var
dæmd til lífláts fyrir að bana bróður
sínum. Í huga flestra verður þetta þó
alltaf árið sem markar upphaf fyrri
heimsstyrjaldarinnar.
Stofnun Eimskipafélags
Íslands
Í byrjun ársins 1914 var Eimskipa-
félags Íslands stofnað, eða „óska-
barn þjóðarinnar“ eins og það var
kallað meðal almennings. Hingað til
hafði Sameinaða gufuskipafélagið í
Danmörku séð um alla strandflutn-
inga milli Íslands og meginlandsins.
Þegar fregnir bárust af stofnun Eim-
skipafélagsins hótaði danska félagið
að hætta öllum ferðum skyldi Alþingi
styrkja hið nýja íslenska hlutafélag.
Þetta kynnti heldur betur í Íslending-
um sem kölluðu Dani frekjur og kúg-
ara í dagblöðum og þjóðin virtist öll
sameinast í vilja til að eignast eigin
flutningaskip. Hlutafjársöfnun hins
nýja Eimskipafélags gekk vonum
framar, fólk af öllum þjóðfélagsstig-
um, auk Íslendinga í Ameríku, lagði
til félagsins en hlutafjártilboðum
útlendinga var hafnað. Landssjóður
lagði fram drjúgan skerf með þeim
formerkjum að félagið myndi einnig
sjá um strandsiglingar.
Þann 17. janúar var svo haldinn
fundur í Fríkirkjunni í Reykjavík
þar sem hlutafélagið Eimskipafélag
Íslands var stofnað við hátíðlega
athöfn. Bæjarbúar röltu um götur
í sínu fínasta pússi og frí var gefið
í skólum og helstu fyrirtækjum í
tilefni dagsins. Á næsta fundi hins
nýstofnaða félags var ákveðið að láta
byggja tvö skip til millilandaferða.
Sveinn Björnsson, ungur málaflutn-
ingsmaður sem átti eftir að láta til
sín taka í stjórnmálum landsins, var
kosinn formaður hlutafélagsins og
fór hann utan til að semja um smiði
fyrstu skipanna, eitt fyrir Suðurland
og annað fyrir Norðurland. Fyrstu
skipin tvö, Gullfoss og Goðafoss,
komu svo til landsins ári síðar. Í nýj-
asta fréttamiðlinum, Morgunblaðinu,
var hið nýja félag kallað „vorboði ís-
lenskrar sjálfsbjargar“ og spurt var
hvernig þjóðin yrði á vegi stödd ef
það hætti að vera til. Stofnunin þótti
almennt mjög mikilvægur áfangi í
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Stríðið teygir anga sína
til Íslands
Morðið á Frans Ferdinand ríkis-
arfa Austurrísk-ungverska keis-
aradæmisins og konu hans, Sophie
Chotek, í Sarajevó þann 28. júní
1914 er oftast talið marka upphaf
fyrri heimsstyrjaldarinnar. Það
skot hleypti af stað milliríkjadeilum
sem fljótlega færðust yfir á blóðuga
vígvelli. Sigurður Eggerz, þá nýlega
tekinn við af Hannesi Hafstein sem
ráðherra Íslands, gaf þann 29. ágúst
út fyrirskipan um hlutleysi Íslands.
Helstu áhrif styrjaldarinnar á Ísland
birtust í afleiðingum af siglinga- og
viðskiptabanni. Í stríðsbyrjun settu
Bretar hafnbann á Þýskaland og
þegar líða tók á ófriðinn höfðu þeir
utanríkisverslun nær allra hlutlausra
þjóða í hendi sér. Breska stjórnin
sendi ræðismann til Íslands sem átti
að hafa eftirlit með umsvifum Þjóð-
verja og bandamanna þeirra hér og
með siglingum skipa sem gætu verið
á þeirra vegum. Fyrir stríð höfðu
Bretland og Danmörk verið helstu
viðskiptalönd Íslendinga en íslensk
stjórnvöld ákváðu í byrjun stríðsins
að reyna að efla viðskiptasambönd
við Bandaríkin.
Síld og gærur í skiptum
fyrir gull og olíu
Alþingi myndaði velferðarnefnd sem
átti að bregðast við nýjum aðstæð-
um. Þeir sem hana skipuðu fyrir-
skipuðu landanum að beina verslun
sinni til vesturálfu meðan ófriðurinn
stæði yfir. Stjórnvöld sendu Ólaf
Johnson konsúl og Svein Björnsson
málafærslumann til Bandaríkjanna
til vörukaupa og fyrir ferðina var
leigt norskt flutningaskip sem sigldi
vestur um haf með síld og gærur í
skiptum fyrir ýmsa nauðsynjavöru
sem gæti orðið skortur á, meðal
annars gull og olíu. Það var í þessari
ferð sem Íslendingar fengu sitt fyrsta
erlenda lán án ábyrgðar dönsku
stjórnarinnar. Sveinn Björnsson
segir svo frá ferðinni í endurminn-
ingum sínum; „Gullið keyptum við í
New York. Fórum við Ólafur sjálfir
með það á skipsfjöl, vel varðir vopn-
uðum manni frá bankanum. Var það
í fjórum handtöskum, sem voru svo
þungar, að við vorum alveg að gefast
upp, er út á skipið kom og urðum að
ganga talsverðan spöl síðast.“
Skúlí fógeti ferst í Norðursjó
Stríðið tók sinn toll af sonum Íslands.
Á haustmánuðum, aðeins þremur
vikum eftir að stríðið braust út, barst
sú voðafregn að botnvörpuskipið
Skúli fógeti hefði sokkið þegar það
rakst á tundurdufl í Norðursjó. Fjórir
menn fórust en þrettán var bjargað
af breskum sjómönnum. Í skeyti frá
Englandi segir hr. L. Zöllner, ræðis-
maður Dana í Newcastle sem tekið
hafði skipbrotsmennina að sér, svo
frá; „Íslendingum hefir, sem von er,
fundist þeir fjarri ófriðnum og þeim
hættum, sem hann hefir í för með
sér, en nú er eins og fregn þessi hafi
allt í einu dregið oss nær ófriðarstöð-
unum. Hin friðsama og afskekkta
þjóð vor hefir ekki komist hjá að
láta sonu sína og eignir að fórn í
ófriðnum, og þó að aðrar þjóðir missi
meira, þá er á að líta, að hér er af litlu
að taka.“
Fréttamiðlun og hlutleysi
Íslendingar höfðu að sjálfsögðu mik-
inn áhuga á fréttum af stríðinu og á
forsíðum dagblaðanna var hægt að
lesa símfréttir sem lýstu í stuttu máli
atburðarás vígvallanna. Auk þess
gáfu blöðin út fréttamiða og stóð fólk
í biðröðum til að ná þeim. Landsím-
inn, sem sá um skeytasendingarnar,
hóf opnun allan sólarhringinn svo
fréttir gætu borist samstundis og
hið nýstofnaða Nýja Bíó hóf að sýna
„Heræfingar ítalska flotans“ sem
fjallaði um það hvernig stórþjóðir
búast til ófriðar. Þorri þeirra sím-
skeyta sem birtust á forsíðum dag-
blaðanna kom frá Bretlandi sem var
að sjálfsögðu ekki hlutlaus þjóð og
því mynduðust umræður á síðum ís-
lensku blaðanna um fréttagildi þess-
ara skeyta, hvort rétt væri að taka
bara við fréttum frá Central News og
Reuters í London en ekki frá öðrum
miðlum og hvort rétt væri að standa
með einni þjóð en ekki annarri á
ófriðartímum. Landsstjórn-in gaf
að lokum út reglu um algert hlut-
leysi fjölmiðla í fréttaflutningi. Auk
þess gaf ráðherra út styrk upp á 600
krónur sem nýtast átti dagblöðunum
til skeytakaupa. Þetta leiddi af sér
„skeytamálið mikla“ sem voru deilur
milli ritstjóra helstu dagblaða bæjar-
ins um styrkinn. Styrkurinn sem
veita átti öllum dagblöðunum fór til
að byrja með eingöngu til Morgun-
blaðsins og Ísafoldar en ritstjóri Vísis
var afar ósáttur. Eftir miklar deilur á
síðum blaðanna varð úr að ráðherra
skipti styrknum milli dagblaðanna
þar sem ekki náðist samkomulag um
að kaupa saman fréttir.
Kvenréttindi og
verkalýðsbarátta
Á Alþingi var aðallega tekist á um
sambandið við Dani en auk þess var
kosningaréttur kvenna skeggrædd-
ur. Árið 1913 hafði verið samþykkt
stjórnarskrárfrumvarp sem veitti
konum, 40 ára og eldri, kosningar-
rétt við staðfestingu stjórnarskrár-
innar. Aldurstakmarkið átti svo að
lækka um eitt ár næstu 15 árin, því
það þótti hreinlega of djarft að taka
svo stóra ákvörðun á einu bretti og
þóttu konur ekki tilbúnar að takast
á við þá ábyrgð sem fylgdi þessum
réttindum. Á norrænum kvenna-
fundi sem haldinn var í Danmörku
1914 hlógu konur víst þegar íslenski
fulltrúinn skýrði frá þessum mála-
vöxtum. Þegar stjórnarskráin var
svo samþykkt ári síðar fögnuðu kon-
ur þessum stóra áfanga þann 19.júní.
Þær konur sem létu hvað mest til
sín taka í kvenréttindum tilheyrðu
vaxandi borgarastétt en verkakonur
voru einnig að vakna til vitundar
um mannréttindabaráttu. Árið 1912
höfðu hafnfirskar fiskverkakonur
farið í verkfall sem stóð hátt í mánuð
til að krefjast launajafnréttis. Þær
höfðu þá 15 aura á tímann hvort sem
um dag- eða eftirvinnu var að ræða
meðan karlar höfðu hins vegar 40-50
aura.
Konurnar fengu kröfur sínar að
mestu uppfylltar eftir verkfallið og
fagnaði Bríet Bjarnhéðinsdóttir þess-
um áfanga í forsíðufrétt í Kvenna-
blaðinu. Bríet tók jafnframt stóran
þátt í myndun nýs stéttarfélags fyrir
konur. Jónína Jónatansdóttir hafði
haft orð á því á fundi í Kvenréttinda-
félaginu að bæta þyrfti kjör verka-
kvenna en verkamannafélagið Dags-
brún hafði fyrr ákveðið að hleypa
konum ekki í sitt félag af ótta við
samkeppni um vinnu og laun. Það
var því ákveðið að stofna sérstakt fé-
lag fyrir konur og þann 25. október
var verkakvennafélagið Framsókn
formlega stofnað. Jónína Jónatans-
dóttir var kosin formaður og gegndi
hún því stafi í 20 ár, en var auk þess
ein stofnenda Alþýðusambands Ís-
lands og Alþýðuflokksins. Fram-
sókn og Dagsbrún störfuðu í sitt
hvoru lagi mest alla öldina eða þar
til þau voru sameinuð árið 1997 í
Eflingu.
Tango, two step og áfengisbann
Almennt setti óhug að landsmönn-
um þegar líða tók á haustið vegna
styrjaldarinnar og lagðist niður
mikill hluti skemmtanahalds í höfuð-
borginni. Þar á meðal var þjóðhátíð
aflýst sem haldin hafði verið 2. ágúst
ár hvert til að fagna stjórnarskránni
frá 1874. Skemmtanir virðast þó ekki
hafa lagst af með öllu því heimildir
herma að danskennsla frú Stefaníu
Guðmundsdóttur hafi notið mikilla
vinsælda í höfuðborginni á köldum
vetrarkvöldum en hún kenndi áhuga-
sömum nýtískudansa á borð við
tango og two step.
Í lok ársins, á annan í jólum, frum-
sýndi Leikfélag Reykjavíkur nýtt
íslensk leikrit, Galdra Loft eftir
Jóhann Sigurjónsson, við mikið
lof áhorfenda. Það virðist því sem
landinn hafi fundið sér ýmislegt
til skemmtunar hér í norðrinu,
fjarri ófriðarástandi meginlands-
ins. Gamla árið var kvatt og komu
þess nýja fagnað líkt og við gerum í
dag með flugeldum og góðum mat.
Kaupangur við Lindargötu auglýsti
óbrennt kaffi, rúsínur og kandís í
kössum, sykursaltað sauðaköt og
jólahveitið góða á gamlársdag og
Lækjartorgsbasarinn seldi víst fal-
legustu og ódýrustu flugeldana.
En þetta var síðasta árið í langan
tíma sem landinn get dansað og
skemmt sér undir áhrifum, allavega
löglega, því eftir nýársnóttina 1914
tók áfengisbannið gildi og þá var
framleiðsla og sala áfengis bönnuð á
landinu allt þar til banninu var aflétt
árið 1933.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
VE
ST
UR
LA
ND
SV
EG
UR
VÍKURVEGUR
ÞÚ
SÖ
LD
VÍ
NL
AN
DS
LE
IÐ
Nýtt þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) opnaði
að Vínlandsleið 16 í Grafarholti þann 2. janúar sl.
SÍ annast framkvæmd sjúkra- og slysatrygginga.
Frekari upplýsingar:
• Þjónustuver SÍ – Vínlandsleið 16, Reykjavík
• www.sjukra.is
• Réttindagátt – mínar síður á www.sjukra.is
• sjukra@sjukra.is
• Sími 515-0000
Nýtt þjónustuver
Sjúkratrygginga Íslands
opnaði 2. janúar
SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS
VÍNLANDSLEIÐ 16
150 REYKJAVÍK
Verið hjartanlega velkomin
á nýjan stað á nýju ári!
Ísland fyrir öld – 1914
Heimsstyrjöldin teygir anga sína til hlutlausa eylandsins í norðri í formi vöruskorts og fjórir menn
falla þegar Skúli fógeti rekst á tundurdufl í Norðursjó. Á sama tíma eru mikilvæg skref stigin í
verkalýðs-og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Í byrjun ársins 1914
var Eimskipafélags
Íslands stofnað,
eða „óskabarn
þjóðarinnar“ eins og
það var kallað meðal
almennings. Hingað
til hafði Sameinaða
gufuskipafélagið í
Danmörku séð um
alla strandflutninga
milli Íslands og
meginlandsins.
12 fréttaskýring Helgin 3.-5. janúar 2014