Fréttatíminn - 03.01.2014, Qupperneq 18
Tjörvi Ólafsson
Hagfræðingur hjá Seðalbanka
Íslands kynnir hagspá Íslands
2014/2015
Þorlákur Karlsson
Þorlákur Karlsson, dósent við HR
og rannsóknarstjóri Maskínu
kynnir niðurstöður rannsóknar-
innar: Hvernig hæfa samfélagsgildi
Íslendinga í breyttum heimi?
Valdimar Sigurðsson
Dósent við viðskiptadeild HR,
fundarstjóri
Daniel Levine – „The Ultimate Guru of Cool“ (skv. CNN)
er forstjóri Avant-Guide Institute. Maðurinn sem Saatchi
& Saatchi biður um að dæma keppnir hjá sér svo þær
séu eins svalar og hægt er. Stýrir risavöxnu alþjóðlegu
neti „trend-skoðara“ og veit alltaf hvað er að koma.
Mörg öflugustu fyrirtæki heims leita til hans þegar þau
vilja átta sig á hvað er handan við hornið, t.d. Master-
Card, Deutche Telekom og Samsonite.
Hver eru nýjustu „trendin“ í þörfum og væntingum neytenda?
Hvernig geta fyrirtæki lifað af og blómstrað í ögrandi
viðskiptaumhverfi nútímans með því að þekkja óskir
og þrár viðskiptavinarins?
Um allan heim eru fyrirtæki að nýta sér „trend“
þekkingu Avant-Guide. Hvers vegna ekki þitt fyrirtæki?
Morgunverðarfundur, Kaldalóni í Hörpu
9. janúar 2014, kl. 9–11
Skráning og nánari upplýsingar á imark.is
Takmarkaður sætafjöldi
DANIEL LEVINE
THE MEANINGFUL ECONOMY
merkilegt að ég væri að fara í viðtal
í Fréttatímanum. Ísabellu finnst
hins vegar meira spennandi að vita
hvort ég þekki Sveppa og hvort
Sveppi og Villi séu vinir mínir á
Facebook. Ég hitti Villa einu sinni
og lét taka mynd af okkur saman
handa henni og henni fannst það
alveg meiriháttar. Hún hefur auð-
vitað alist upp við að sjá myndir af
mér út um allt og kippir sér ekkert
upp við það. Ætli hún haldi ekki
bara að mömmur séu almennt
svona sýnilegar,“ segir Linda og
hlær.
Linda hefur verið á milli tann-
anna á fólki í gegn um árin þar sem
fólk veltir sér upp úr einkalífi henn-
ar. „Ég bara vil ekki setja orkuna
mína í þetta. Þetta er eitthvað sem
skiptir ekki raunverulegu máli.“
Þegar ég hringdi í Lindu til að fá
hana í viðtal sagðist ég meðal ann-
ars ætla að spyrja hana hvort hún
væri að hitta einhvern mann, jafn-
vel þó ég sjálf hefði akkúrat engan
áhuga á því, einfaldlega því ég hélt
að blaðamenn ættu að spyrja Lindu
Pétursdóttur þannig spurninga.
Þar sem við sátum í stofunni
hennar tilkynnti ég henni að ég
væri hætt við og ég ætlaði bara
ekkert að spyrja hana um karlamál.
Hún varð hálf hissa en sagðist þó
fegin enda þreytt á spurningum af
þessum toga. „Ég held að ég hafi
aldrei farið í viðtal án þess að vera
spurð um karlmenn.“
Velferð dýra víkur fyrir
gróðahyggju
Tveir hundar eru með okkur í
viðtalinu, enska Cocker Spaniel-
tíkin Stjarna og Chihuahua-rakk-
inn Sesar. Linda hefur lengst af
verið með allavega tvo hunda á
heimilinu, áður tvo af tegundinni
Springer Spaniel. „Ég var að taka
að mér þennan hér,“ segir hún og
klórar Chihuahuta-hundinum á
maganum þar sem hann liggur hjá
henni í sófanum. „Bryndís Schram
á hann en þau hjónin voru að fara
af landi brott í einhvern tíma og
ég tók hann því til mín. Hann er
því einskonar fóstursonur minn.“
Sesar er heldur farinn að eldast,
orðinn 10 ára, en Stjarna er aðeins
fjögurra ára. „Ísabella þekkir lífið
ekki án hunda. Frá því hún fæddist
hafa alltaf verið hundar í kring um
hana. Hún fer með þá út og gefur
þeim að borða og leikur við þá. Ég
tel að það geri börnum gott að alast
upp með dýrum. Það er gott fyrir
þau að taka ábyrgð en þau hafa líka
gott af nándinni og snertingunni.“
Linda er mikill dýravinur og
hefur látið til sín taka í dýravernd-
unarmálum. „Dýravernd er mér
mikið hjartans mál. Hér áður fyrr
hélt maður að á litla góða Íslandi
væri engu ábótavant þegar kemur
að dýravernd og réttindum dýra en
því miður er margt sem má betur
fara. Hér eru ákveðnir staðir þar
sem beinlínis á sér stað hunda-
framleiðsla þar sem heilsa og að-
búnaður hundanna er hræðilegur.
Ef við tökum dæmi af mjólkurkúm
þá eiga þær rétt á að vera úti undir
beru lofti í 8 vikur á ári en nýverið
voru nokkur fjórir bændur sektaðir
því þeir virtu þetta ekki. Rófur
eru stýfðar af grísum því þeir eru
haldnir í svo miklum þrengslum
að þeir naga annars rófuna hver á
öðrum og þeir eru vanaðir nokk-
urra vikna gamlir án þess að fá
deyfingu. Við verðum að sjá breyt-
ingu og að gera okkur grein fyrir
því að dýr eru skyni gædd og eiga
rétt á því að lifa lífi sínu á mannúð-
legan og náttúrulegan hátt áður en
þeim er slátrað.
Sumstaðar þar sem verksmiðju-
búskapur er stundaður er þessi
réttur dýranna tekinn frá þeim og
þau eyða lífi sínu við ömurlegar og
óásættanlegar aðstæður. Dýr, jafnt
á við okkur mannfólkið, hafa rétt á
fersku lofti, sólarljósi, jörðinni og
frelsi til athafna eins og þau fengu
hér á árum áður. Búið er að skipta
út velferð dýra fyrir hagkvæmnis-
rök og gróðarsjónarmið og eru
það skelfileg skipti. Það þýðir að
áhersla er lögð á að ná sem mestri
þyngd skepnunnar á sem stystum
tíma, í sem minnstu rými. Klárlega
eru það dýrin sem tapa í þessu
samhengi, við óásættanlegar að-
stæður oft á tíðum. Sem neytendur
höfum við val. Við getum krafist
þess að fá að vita hvaðan varan
okkar kemur og hvernig hún var
framleidd. Hvort að svínin, kjúk-
lingarnir, kýrnar og kindurnar sem
dæmi, hafi lifað sómasamlegu lífi
eða hvort þau hafi þurft að kveljast
til þess að enda á diskunum okkar.
Það segir svo mikið um okkur sem
manneskjur hvernig við komum
fram við minni máttar og dýr.“
Trúi á það góða í fólki og lífinu
Dagarnir eru annasamir hjá Lindu
en hún gerir sér grein fyrir nauð-
syn þess að rækta sjálfan sig. Hún
vaknar almennt mjög snemma á
morgnana, áður en Ísabella vaknar,
til þess að fá smá tíma ein. „Ég
hugleiði og finnst það gefa mér
mjög mikið. Á morgnana byrja ég
á hugleiðslu og fer síðan á hlaupa-
bretti sem ég er með hér heima
og svo í gufu. Ég kaupi mikið af
hljóðbókum sem ég hlusta á þegar
ég er á hlaupabrettinu. Það hentar
mér mjög vel. Ein af þeim bókum
sem ég mæli sérstaklega með er
bókin Lean in. Mér finnst hún
áhugaverð.“ Hún er eftir Sheryl
Sandberg, framkvæmdastjóra Fa-
cebook, og er ætlað að efla trú kvenna á sig sjálfar.
Bókin kom út í íslenskri þýðingu seint á síðasta
ári undir heitinu Stígum fram og fékk Linda hana
í jólagjöf. „Mér finnst gaman að lesa viðskipta-
bækur en ég er líka mikið í andlegu deildinni. Ég
reyni að sækja mér efni sem er uppbyggjandi og ég
get nýtt til að bæta sjálfa mig. Ég les líka mikið á
netinu sem tengist starfi mínu, um heilsu, fegurð,
mataræði og hreyfingu.“
Hvað önnur áhugamál varðar hefur Linda eina
heldur sérstaka ástríðu. „Vinkonum mínum finnst
ég vera algjört nörd þegar ég tala um þessa ástríðu
en ég hef mjög mikinn áhuga á týpógrafíu, eða
leturgerð. Ég er lærður grafískur hönnuður og
týpógrafía var mín sérgrein. Stundum horfi ég á
heilu heimildarmyndirnar um týpógrafíu og finnst
þær mjög áhugaverðar.“ Næsta spurning blasir því
hreinlega við: Áttu þér uppáhalds leturgerð? „Já,
hún heitir Neutraface, er einföld og klassísk. Ég
hef notað hana um árabil í efni fyrir Baðhúsið og
nú einnig í nýju útliti lógós fyrirtækisins.“
Ég viðurkenni að hafa aldrei heyrt um þessa
leturgerð en lofa að fara heim og gúggla. Við það
komst ég að því að leturgerðin er svo rómuð að það
hefur verið gert lag um hana sem er byggt á laginu
Poker Face með LadyGaga. Já, smá innsýn í heim
áhugafólks um leturgerðir.
Á einu borðinu í stofunni er Búddalíkneski og
ég spyr Lindu um trúmál. „Já, ég trúi sannarlega
á æðri mátt og ég held að það væri hálf dapurt
að fara í gegn um lífið án þess að trúa og finnast
lífið hafa tilgang. Ég bið mínar bænir á minn hátt.
Mest geri ég það í gegnum hugleiðsluna og sæki
mér þá andlegu næringu sem ég þarf hverju sinni.
Það hentar mér ekki endilega að fara í kirkju eða á
einn ákveðinn stað til að sinna minni trú en ég er
sannarlega andlega sinnuð.“
Ljnda segir að með því að vinna með veikleika
sína hafi þeir margir hverjir snúist upp í styrkleika.
„Það sem eitt sinn var undanlátssemi hefur breyst
í skilning og kærleika. Ég læt heldur ekki lengur
þræla mér inn í einhverja atburðarás sem ég vil
ekki vera þátttakandi í. Ég forðast að vera í sam-
skiptum við fólk sem er ekki gott fyrir mig að vera í
samskiptum við og ég neita að gefa öðrum vald yfir
minni líðan.“ Hún kynntist búddafræðum og hindú-
isma á ferðalögum sínum um Asíu og hefur lesið
sér mikið til á því sviði. „Í raun trúi ég á það góða í
fólki og í lífinu yfir höfuð. Ég held að það væri gott
ef við gætum tamið okkur að vera ekki að dæma
aðra heldur hugsa bara um okkur sjálf og hvernig
við getum bætt okkur í staðinn fyrir hvað náunginn
þarf að gera.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Vinkonum
mínum
finnst ég
vera algjör
nörd þegar
ég tala
um þessa
ástríðu
en ég
hef mjög
mikinn
áhuga á
týpó grafíu
Linda Pétursdóttir hefur rekið baðhúsið í tvo áratugi. Hún segir að sinn styrkleiki
í starfi sé að hún gengur strax í verkefnin og lætur ekkert stoppa sig.
Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir
18 viðtal Helgin 3.-5. janúar 2014