Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 34
Hjá Pole Sport eru tímarnir þann- ig uppbyggðir að fólk byrjar á byrj- endanámskeiði og vinnur sig upp eftir stjörnukerfi og stendur hvert námskeið yfir í sex vikur. „Þjálfarar Pole Sport hafa sótt kennaranám- skeið erlendis í Pole Fitness og Lyra lofthringjum. Einnig starfa þar einkaþjálfarar, TRT þjálf- arar, þrekþjálfarar, jóga kennarar, Zumba kennarar og þannig mætti telja,“ segir Sólveig. Bæði þjálfarar og nemendur Pole Sport hafa tekið þátt í ýmsum keppnum, svo sem Dans dans dans, Hæfileikakeppni Íslands og Evrópumótum í Pole Fitness. Þær stöllur segja Pole Fitness ótrúlega góða líkamsrækt og að flestir byrji að æfa því æfingarnar séu svo skemmtilegar. „Maður lærir alltaf eitthvað nýtt á hverri æfingu og það gerir þetta svo skemmtilegt. Það þarf ekki neinn grunn í dansi eða fimleikum til að mæta á æfingar hjá okkur. Sjálf var ég í handbolta áður og komst ekki í splitt þegar ég byrjaði,“ segir Sól- veig. Fólk af báðum kynjum æfir hjá Pole Sport þó konurnar séu í miklum meirihluta. „Við erum mjög ánægðar með strákana sem mæta. Það er miklu stærra skref fyrir þá en stelpurnar. Þeir hafa frekar stundað æfingar á Lyra- hringjunum en við erum einmitt með karl sem þjálfar þá grein.“ Um helgina verður opið hús hjá Pole Sport, bæði laugardag og sunnudag og eru allir velkomnir. Ný námskeið hefjast svo 6. janúar. Nánari upplýsingar má nálgast á polesport.is og á Facebook-síðu Pole Sport Heilsuræktar, www. facebook.com/polesport.is P ole Fitness og loftfimleikar í Lyra-hringjum er mjög góð alhliða líkamsrækt þar sem iðkendur nota sína eigin þyngd og styrkja kvið, bak, hendur, axlir og fætur, allt á sömu æfingunni,“ segir Halldóra Kröyer, kennari hjá Pole Sport. Stöðin var opnuð fyrir þremur árum og þar ríkir heimilisleg og notaleg stemning og hefur iðkendum fjölgað með hverju árinu. Boðið er upp á tíma fyrir fólk á öllum aldri og geta 18 ára og yngri, búsettir í Reykjavík eða Kópavogi, notað frí- stundakort ÍTR eða íþróttastyrki og fengið æfingagjöldin niðurgreidd. Vinatímar vinsælir Vinahópar geta tekið sig saman og byrjað að stunda Pole Fitness, Lyru lofthringi, Zumba, Fit Pilates eða jóga einu sinni í viku og hafa tím- arnir verið mjög vinsælir í vetur. „Þá velur hópurinn tímasetningu sem hentar best, til dæmis á föstudög- um. Þá mætir hópurinn og tekur skemmtilega æfingu með þjálfara. Hópurinn getur einnig mætt í alla opna tíma hjá okkur. Vinatímarnir eru alveg tilvaldir fyrir fólk sem finnst það hittast of sjaldan og þá er þetta kjörið tækifæri til að hittast að minnsta kosti einu sinni í viku,“ segja Sólveig og Halldóra. Í Pole Sport er einnig tekið á móti gæsa- og steggjahópum, sauma- klúbbum, óvissuferðum, árshátíðum og vinahópum sem vilja prófa einu sinni og hafa gaman. Hammock í fyrsta sinn á Íslandi Síðar á árinu kemur kennari frá Bandaríkjunum til að halda þjálfara- námskeið í Pole Sport og ætlar hann að kenna Hammock, sem er jóga á hvolfi og verður það í fyrsta sinn sem það er í boði hér á landi. Hammock er silkiborði festur í U-lykkju og framkvæmdar eru lið- leika-, jóga- og styrktaræfingar inni í borðanum. Halldóra og Sólveig segja Hammock skemmtilega leið til að koma sér í form og auka andlega vel- líðan. „Með þessu æfingakerfi getur fólk í mismunandi formi náð árangri á sínum hraða. Við hjá Pole Sport stefnum svo að því að hefja kennslu á Hammock síðar á árinu.“ 34 heilsa Helgin 3.-5. janúar 2014 Opnir kynningartímar – Vorönn 2014 Laugardagur 4.janúar 2014 Sunnudagur 5.janúar 2014 11:00 – Unglingar Pole&Lyra 14:00 – Pole Byrjendur 12:00 – Pole Byrjendur 15:00 – Lyra Byrjendur 13:00 – Lyra Byrjendur 16:00 – Pole Byrjendur 14:00 – Pole Frammhald 17:00 – Pole Frammhald Allskonar fyrir alla, komdu og prófaðu öðruvísi líkamsrækt. Dagana 4.& 5.janúar verða opnir kynningartímar ! Ný námskeið hef jast 6 . janúar 2014 ! Verð : 13.900 kr Nám skeið in s tanda yf i r t i l 16. febrúar (6 v ikur)   Pole Sport Heilsurækt Skipholti 23, 2.hæð s.778-4545 www.polesport.is Halldóra Kröyer og Sólveig Steinunn Pálsdóttir hóuðu saman vinkon- um sínum fyrir nokkrum árum og saman byrjuðu þær að æfa sig í Pole Fitness. Svo komu vinir þeirra og vinir vina þeirra og svo fór að þær ákváðu að stofna fyrirtækið Pole Sport sem hefur vaxið og dafnað síðan. Eftir áramót verður boðið upp á fjölda námskeiða í Pole Fitness, loftfimleikum á Lyra-hringjum og Hammock, sem er jóga á hvolfi. Jóga á hvolfi í fyrsta sinn á Íslandi Halldóra Kröyer og Sólveig Steinunn Pálsdóttir hjá Pole Fitness Heilsurækt segja dagskrána fram undan fjölbreytta og skemmtilega. Kennarar stöðvarinnar hafa sótt sér menntun erlendis í Pole Fitness og Lyra-hringjum. Í Pole Sport ríkir heimilisleg stemning og segja þær Halldóra og Sólveig Steinunn Pole Fitness og loftfimleika á Lyra-hringj- um mjög góða alhliða líkamsrækt sem henti fólki af báðum kynjum á öllum aldri. Vinahópar geta tekið sig saman og byrjað að stunda Pole Fitness, Lyru lofthringi, Zumba, Fit Pilates eða jóga einu sinni í viku. KYNNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.