Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Page 36

Fréttatíminn - 03.01.2014, Page 36
36 heilsa Helgin 3.-5. janúar 2014 KYNNING Allir jafnir í Reebok Fitness P áll Magnús Guðjóns-son, eða Palli eins og hann er alltaf kall- aður, er stöðvarstjóri og þjálfari hjá Reebok Fitness, ásamt því að vera flugþjónn hjá Icelandair og nemandi í Tómstunda- og félagsmála- fræði við HÍ. Palli kennir hjólatíma, vaxtarmótun, Foamflex, ásamt því að vera einkaþjálfari. Eftir áramót byrja sex vikna aðhalds- námskeið og verður Palli einn þjálfaranna þar. Sjálfur var hann of þungur áður og veit því vel hvernig það er að stíga fyrstu skrefin í ræktinni. „Ég vil nýta mína reynslu og miðla henni. Þetta eru oft erfið skref í byrjun en svo þegar maður er búinn að taka þau er svo æðislegt að mæta í ræktina og finna hvað manni fer að líða vel og maður kynnist fullt af skemmtilegu fólki,“ segir hann. Árið 2004 var Palli orðinn 107 kíló en er núna 74 og hefði hann verið spurður um sína uppáhalds líkams- rækt þá segir hann líklegt að hann hefði ælt af tilhugs- uninni um að fara í líkamsrækt. „Svo er þetta mitt lifibrauð í dag,“ segir hann glaðlega og bætir við að honum hafi fundist rosalega gott að borða hamborgara og sjeik og leyfi sér það stundum núna en þó örsjaldan. „Það er allt gott í hófi og ég hef alltaf minn sukkdag á þriðjudögum og ef mig langar í pítsu þá fæ ég mér hana á þeim degi.“ Þegar Palli var að byrja að breyta lífsstílnum árið 2004 fór hann að hreyfa sig og breytti mataræðinu og reyndi að borða reglulega og hollt. Þegar ég var yngri var ég sendur í fótbolta, handbolta, fimleika og allar íþróttir sem í boði voru en fannst þetta allt leiðinlegt og var eigin- lega með ofnæmi fyrir líkamsrækt og íþróttum, entist þó í handbolta í nokkur ár ásamt því að stunda golf um tíma. Svo varð ég fyrir vakningu og sá hvað hreyfing gerði mér gott, bæði andlega og líkamlega.“ Palli segir góða stemningu ríkja í Reebok Fitness og að ekki beri á útlitsdýrkun af neinni sort. „Hér eru allir jafnir og flottir og engin hópaskipting. Hver og einn fær að vera eins og hann er. Það er það sem mér finnst skipta miklu máli og það sem við í Reebok Fitness viljum – að fólki finnist það velkomið.“ Palli er 74 kíló í dag en var 107 árið 2004. Hann varð fyrir vakningu þegar hann áttaði sig á því hvað hreyfing gerði honum gott. Maraþon með dyggum stuðningi frá Reebok CrossFit Kötlu Erla Signý Þormar er 34 ára þjónustufulltrúi hjá Sam- skipum og á eina dóttur og fjórar stjúpdætur. Erla æfir í Reebok Crossfit Kötlu og notar hóptímana í Reebok Fitness líka og segir hún mjög þægilegt að hafa ræktina við hliðina á vinnustaðnum. Erla fer yfirleitt á Crossfit æfingar klukkan sex á morgnana á virkum dögum en mætir stundum líka í Hotyoga á kvöldin og segir það mjög gott fyrir svefninn. Áður hafði hún flakkað á milli stöðva en ekki fundið sig neins staðar þangað til hún mætti fyrst í Reebok Fitness fyrir tveimur árum. „Ég tognaði í baki fyrir tveimur árum og byrjaði þá að mæta í Hotyoga í Reebok Fitness og fann að mér leið miklu betur í bakinu og þurfti ekki að nýta sjúkra- þjálfun sem var í boði fyrir mig. Í framhaldinu skráði ég mig svo í Crossfit Kötlu, sem er Crossfit-stöð hérna hjá Reebok Fitness,“ segir Erla sem einnig hefur stundað langhlaup af miklum krafti og ákvað í janúar á síðasta ári að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni. „Ég sótti hlaupatíma í Reebok Fitness og náði góðum árangri. Meðan á undirbúningnum stóð fékk ég mikinn stuðning, bæði frá þjálfaranum og æfingafélögunum í Crossfit Kötlu. Á hlaupadaginn fékk ég svo gríðarlega mikla hvatningu en tveir þjálfarar hjóluðu með mér allt maraþonið og þegar ég kom í mark var mér fagnað vel og leið eins og ég væri stjarna dagsins.“ Í Reebok Fitness er gott úrval hópatíma og nýtir Erla sér marga þeirra og á milli þess að hlaupa og stunda Crossfit þykir henni gott að teygja vel á í Hotyoga og fara í spinningtíma. „Í Reebok Fitness og Crossfit Kötlu eru aðeins mjög reyndir og góðir kennarar og maður gengur að því vísu að fá bestu mögulegu kennslu. Ég er kröfuharður viðskiptavinur og fólkið hjá Reebok hefur alltaf staðist mínar væntingar.“ Reyndir þjálfarar, frábært verð og engin binding í Reebok Fitness Erla Signý mætir á Crossfit æfingar klukkan sex á morgnana virka daga og fer stundum í Hotyoga á kvöldin. Þegar hún hljóp maraþon síðasta sumar fékk hún gríðarlega mikinn stuðning frá æfingafélögunum í Crossfit Kötlu og tveir þjálfarar fylgdu henni á hjóli allt maraþonið. Ljósmyndir/Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.