Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Side 40

Fréttatíminn - 03.01.2014, Side 40
40 heilsa Helgin 3.-5. janúar 2014 UPPÁHALDS SÚKKULAÐISJEIK Ebbu Guðnýjar 1 MSK TAHINI (EÐA VÆN LÚKA AF MÖNDLUM/KASJÚHNETUM, BEST EF LAGÐAR Í BLEYTI YFIR NÓTT FYRST) 1 MSK LÍFRÆNT KAKÓ 6 DROPAR VANILLUSTEVIA EÐA SÚKKULAÐISTEVIA 1 FROSINN BANANI (EÐA ÓFROSINN OG KLAKI TIL AÐ GERA DRYKKINN KALDAN) 1 OG 1/2 DL VATN 1 DL LÍFRÆN ÓSÆT MÖNDLUMJÓLK EÐA VATN 2 MSK HÖRFRÆ- EÐA HAMPOLÍA (MÁ SLEPPA) BLANDIÐ ÖLLU VEL SAMAN Í BLANDARA OG DREKKIÐ STRAX. EF ÞIÐ ÆTLIÐ AÐ TAKA DRYKKINN MEÐ ER BETRA AÐ NOTA ÞRJÁR DÖÐLUR Í STAÐ BANANA. ÉG SET EIGINLEGA ALLTAF 2 MSK AF CHIAFRÆJUM Í MINN! Ný vara frá Nutramino Pre-workout 600gr. Fæst í Krónunni Á hlaupum á nýju ári Góðir skór eru nauðsyn- legir fyrir hlaupara. Mynd/GettyImages Margir ætla eflaust að spretta úr spori á nýja árinu og koma sér þannig í sitt besta form. Í hlaupi eins og öðru er kapp best með forsjá. Hér koma nokkrar ráðleggingar fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skrefin í hlaupum eða að byrja aftur eftir langa hvíld. Góðir skór eru nauðsynleGir. Það þarf ekki að vera kostn- aðarsamt að byrja að stunda hlaup en allir ættu að fá sér góða hlaupaskó áður en skokkað er af stað. Góður félaGsskapur getur drifið okkur áfram. Fáum góðan vin með okkur út að hlaupa og þá verða skrefin léttari. Skokk- og hlaupahópar eru víða um land og um að gera að nýta sér visku þjálfara og hinna reyndari sem þar eru. endurskinsvesti oG -merki eru lífsnauðsynleg þegar hlaupið er úti í skammdeginu. Einnig er mikilvægt að klæða sig eftir veðri og ekki láta smá vind stoppa sig. Hlaup í roki og rigningu er yfir- leitt mjög hressandi, sérstaklega eftir á. raunhæf markmið eru mikilvæg eigi hlaupið að verða lífs- stíll til framtíðar. Gott er að byrja rólega og bæta við sig smátt og smátt en ekki fara af stað með látum því þá eykst hætta á meiðslum. Hvert hlaup þarf að byrja á rólegri upphitun. mörG almenninGshlaup fara fram í allt árið um kring og getur verið hvetjandi að taka reglulega þátt í þeim og bæta tímann sinn. Þá er mikilvægt að vera ekki að keppa við aðra, heldur sjálfan sig. Núna í janúar hefst skráning í Reykjavíkurmaraþon og Miðnæturhlaup á Jónsmessu. Á hlaup.is er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir hlaupara, eins og ýmsar ráðleggingar, æfingaáætlanir og lista yfir almenningshlaup og skokkhópa.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.