Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 20
B ókin Fjallamenn er í miklu uppáhaldi hjá Páli Ásgeiri Ásgeirssyni ef tekið er mið af þvældri kápunni en þó ber að hafa í huga að bókin kom út árið 1946. Höfundur er listamaðurinn og frum- kvöðullinn Guðmundur Einarsson frá Miðdal og eftir að blaða nokkuð í bókinni tilkynnir Páll að hann ætli að lesa fyrir mig uppáhalds tilvitnunina sína í Guðmund: „Fjallgöngumaðurinn öðlast víðsýni og bjartsýni í tvennum skilningi, hann ber höfuð sitt hátt og frjálsmannlega, brjóstið er hvelft og gangurinn öruggur. Stúlkurnar fá auk þess eitthvað af frjálsleik hindarinnar og fjarlægðir vaxa þeim ekki í augum.“ Eiginkona Páls, Rósa Sigrún Jónsdóttir, segir að Guðmundur hafi verið heldur afdráttarlaus og helst viljað skylda æsku landsins á fjöll. Páll flettir því aðeins meir og finnur aðra tilvitnun: „Einfald- ast væri að reka fólk á fjall yfir sumar- tímann eins og fé, ef eigi væri síldin og heyið að hugsa um.“ Guðmundur var mikil fjallageit en það eru þau Rósa og Páll ekki síður. „Við erum bæði sveitakrakkar,“ segir hún. „Ég er alin upp fyrir norðan á bæn- um Fremstafelli í Suður-Þingeyjarsýslu. Ég ólst upp við mikla útiveru og var alltaf von því að hreyfa mig. Foreldar mínir höfðu líka gaman af útivist og vildu að við börnin kynntumst landinu. Við fórum þá meira í bílferðir og skoð- uðum Fjallabak, Sprengisand og fleiri staði. Þannig ferðaðist ég um landið þar til ég flutti rúmlega tvítug vestur á Ísafjörð að kenna einn vetur þar sem leiðir okkar skárust,“ segir Rósa sem þá kynntist manni sínum, Páli Ásgeiri, sem ólst upp í afskekktri sveit á Vest- fjörðum, á bænum Þúfum í Vatnsfirði. Ekki leið á löngu þar til þau fóru saman í sína fyrstu stóru fjallgöngu, vorið 1988. „Við skráðum okkur þá í vikuferð með Útivist á Hornstrandir, kunnum ekkert að búa okkur og tókum með okkur of mikið af öllu. Það var leiðinda- veður allan tímann en þegar ferðinni lauk varð veðrið miklu betra og þar sem við vorum enn vel nestuð ákváðum við að verða eftir,“ segir Rósa og hafa fjall- göngur átt hug þeirra síðan. Eitt fjall á viku Þau eru búsett á Langholtsveginum þar sem þau eru bæði með skrif- stofu heima við. Páll hefur skrifað fjölda leiðsögubóka, meðal annars bók um Hornstrandir, Útivistar- bókina og Hálendishandbókina, og sinnir hann ýmsum ritstörfum tengdum útivist. Rósa er mynd- listarmaður, hún hélt fjórar ólíkar sýningar á síðasta ári og notar hún blandaða tækni við listsköpun sína þar sem hún velur tækni sem best þjónar hugmynd verksins. Undanfarin ár hafa þau starfað sem leiðsögumenn hjá Ferðafélagi Íslands og stýra meðal annars verk- efninu „Eitt fjall á viku“ þar sem gengið er á 52 fjöll yfir árið. Fyrsta ferðin var síðasta sunnudag þar sem gengið var á Úlfarsfell. „Það var mjög góð mæting, það mættu 129 manns en í þessari sömu göngu í fyrra mætu 93,“ segir Páll en fyrstu tvær göngurnar eru öllum opnar án skuldbindinga til að fólk geti fundið hvort verkefnið hentar því. Byrjað er á lágum fjöllum í nágrenni Reykjavíkur en fyrr en varir ganga þátttakendur upp á krefjandi fjöll eins og Skessuhorn og Eyjafjalla- jökul. „Við getum ekki eignað okkur heiðurinn af þessari hugmynd því fyrir fimm árum ákvað Páll Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins, að setja sér það markmið að ganga á eitt fjall á viku sér til heilsubótar. Hann ákvað að setja smáauglýsingu í blöðin til að reyna að fá kannski tíu til fimm- tán manns með sér til að veita sér aðhald og félagsskap. Áhuginn var hins vegar svo mikill að nokkur hundruð manns mættu á kynn- ingarfund. Í framhaldinu vorum við fengin til að vera leiðsögumenn og tókum loks við umsjón verkefnisins hjá Ferðafélaginu,“ segir hann. Rósa bendir á að fyrir hafi Íslenskir fjalla- leiðsögumenn verið með verkefnið Toppaðu með 66°Norður en það hafi miðað að því að undirbúa fólk fyrir Hvannadalshnúk að vori. „Þetta er fyrsta verkefnið af þessu tagi sem nær yfir allt árið. Í raun er þetta alhliða námskeið fyrir þá sem vilja gera útivist að lífsstíl. Eftir fyrsta árið varð strax eftirspurn eftir framhaldsnámskeiði því fólki fannst hreinlega skapast tómarúm í lífi þess eftir að árinu lauk og nú eru framhaldsnámskeið í gangi þar sem farið er í ívið meira krefjandi göngur hálfsmánaðarlega,“ segir hún. Óhjákvæmilega myndast líka vinabönd milli fólks sem fer vikulega saman í fjallgöngu, tekst saman á við áskoranir og eignast saman minningar. Þrjár vikur í sömu fötunum Fyrstu árin fóru Rósa og Páll mest tvö ein í fjallgöngur og ferðalög. Þá kom að því að þau fóru að vinna að leiðsögubók- unum og ferðirnar urðu annars eðlis. „Við ferðuðumst þá til að afla efnis í gönguleiðsögubækurnar og Hálendis- handbókina. Allt þetta kallaði á ferðalög og rannsóknarleiðangra. Í raun voru þetta vinnuferðir og því má segja að það sé okkar lán að geta haft atvinnu af áhugamáli okkar. Þessi miklu ferðalög urðu síðan til þess að við fengum mjög yfirgripsmikla yfirsýn yfir landið, sér- staklega er við unnum að Hálendis- handbókinni, ókum nánast alla fjallvegi á landinu og gengum mikið. Það eru síðan bara um sjö ár við fórum að leið- segja. Þangað til vorum við alltaf bara tvö,“ segir Páll. Lengsta útilegan þeirra saman var þegar þau voru að safna efni fyrir bókina um Hornstrandir. „Við lágum þá saman úti í tjaldi í þrjár vikur, fengum matarsendingar tvisvar og vorum alltaf í sömu fötunum,“ segir Rósa. „Við áttum eitt sápustykki og ef vel viðraði þvoðum við af okkur og böðuðum okkur í fjallalækjum. Okkur er það síðan báðum mjög minnisstætt í lok ferðar þegar við fórum í sund úti í Bolungarvík. Við vorum með hrein föt í bílnum og eftir- væntingin eftir því að komast í þau var orðin nokkur. Í búningsklefanum fórum við úr drullugallanum og hentum í skáp- inn, þvoðum okkur vel og létum líða úr okkur í heita pottinum. Okkur brá síðan allverulega þegar við opnuðum skápinn með gallanum sem við höfðum gengið í nánast samfleytt í þrjár vikur. Hann ilmaði ekki vel,“ segir hún og Páll tekur við: „Við sáum þá hvað kringumstæður móta mann mikið og hvað þefskyn okkar var orðið dofið. Mér er líka mjög minnisstætt eftir þessa ferð hvað viðhorf til þess að baða sig í næsta læk breytist eftir aðstæðum. Þegar maður stígur út úr bílnum og dýfir Hún bjargaði lífi mínu Hjónin Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir hafa tengst á einstakan hátt eftir að hafa dvalið langdvölum tvö ein úti í náttúrunni. Þau hafa líka lent í ógöngum og bjargaði Rósa lífi Páls eftir að hann féll niður í vök á Sandkluftavatni. Bæði starfa þau sem leiðsögumenn hjá Ferðafélagi Íslands og sjá meðal annars um verkefnið „Eitt fjall á viku.“ Páll á tvö börn af fyrra hjónabandi en Rósa tók þá með- vituðu ákvörðun að vera barnlaus og hún segir ljóst að leið þeirra um lífið hefði verið öðruvísi ef þau hefðu ákveðið að eignast börn saman. Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir, bæði alin upp í sveit og mikil náttúrubörn. Þau fóru saman í sína fyrstu stóru fjallgöngu skömmu eftir að þau kynntust og þá var ekki aftur snúið. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu 20 viðtal Helgin 10.-12. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.