Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 56
Ekkert pláss fyrir hundrað skópör í 52 fermetra íbúð Staðalbúnaður Ég fjárfesti nýlega í gervipelsi sem hefur komið sér vel í kuldanum undanfarið. Flest uppáhalds fötin mín hef ég keypt á mörkuðum, til dæmis á Ítalíu, og í Rauða kross búðinni, Hjálpræðis- hernum og Spútnik. Það kemur þó fyrir að maður kaupi föt í „venjulegum“ búðum eins og Vero Moda. Svo er líka alltaf gaman að koma í Centro á Akureyri. Ég er með hálfgerða skó- maníu og á hátt í hundrað pör. Ég hef ekkert pláss fyrir þetta heima enda bý ég í 52 fermetra íbúð. Hugbúnaður Ég fer fáránlega sjaldan út að skemmta mér en þegar ég geri það finnst mér gaman að fara snemma út og fara á fámenna staði. Ég vil helst vera komin heim fyrir miðnætti. Ef vinir mínir eru að spila á tónleikum reyni ég að sjálfsögðu að mæta. Uppáhalds sjónvarpsþættirnir mínir eru Walking Dead, ég get ekki án þeirra verið. Og Sherlock. Benedict Cumberbatch er heitasti maður á jörðinni. Vélbúnaður Ég á Macbook Pro og er nýbúin að fá mér iPhone 5. Í honum er ég með taktmæli og desí- belamæli og svo spila ég Hayday. Það er leikur sem kemur manni niður á jörðina. Maður stjórnar búi, býr til kökur og osta og fleira þannig. Aðalgræja heimilisins er samt Neu- mann míkrafónn sem við kærastinn vorum að fjárfesta í. Við hlökkum mikið til að fara að nota hann. Aukabúnaður Uppáhaldsmaturinn minn er grænmet- islasagna sem ég bý til. Ég lærði að elda á Ítalíu og kynntist mikilvægi Extra Virgin ólívuolíu. Maður þarf helst að vera með brúsa af henni á sér. Ég borða næstum aldrei úti en hef farið nokkrum sinnum á Krydd- legin hjörtu og fíla það. Þegar ég fer norður fer ég líka á Bláu könn- una. Ég keyri um á Renault Clio sem ég er búin að eiga frá 2007. Þetta er 2002 módel og ég er búin að skipta um hedd í honum og gera hann hálf- partinn nýjan. Uppáhalds staðurinn minn er Villa Borghese í Róm. Ég bjó í Róm fyrir nokkrum árum og stefni á að fara í heimsókn þangað þegar sýningum í leikhúsinu lýkur. Unnur Birna er útskrifuð úr FÍH og kennir söng í Listaskóla Mosfellsbæjar. Hún og kærastinn hennar semja saman tónlist fyrir sjónvarp og sitthvað fleira. Ljósmynd/Hari  AppAfengur Skyndihjálp  Í tAkt við tÍmAnn unnur BirnA BAssAdóttir Unnur Birna Bassadóttir er 26 ára tónlistarkona sem syngur og dansar í Spamalot sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í næsta mánuði. Hún vinnur líka að fyrstu plötu sinni sem áætlað er að komi út á árinu. Skyndihjálp getur bjargað manns- lífum og því mæli ég með því að allir fái sér nýtt app Rauða krossins á Íslandi – Skyndihjálp. Appið er ókeypis og veitir aðgang að einföldum leiðbeiningum um allar helstu aðgerðir skyndihjálpar sem geta nýst í daglegu lífi. Með mynd- böndum, gagn- virkum prófum og einföldum skila- boðum hefur aldrei verið eins auðvelt að læra skyndihjálp. Þegar búið er að hlaða niður appinu er hægt að nálgast allar upplýsingar hvar og hvenær sem er jafn- vel þó síminn sé utan þjónustusvæðis og ótengdur netinu. Myndböndin gefa appinu sér- staka vídd en þar er sýnt hvernig á að bara sig að til að mynda þegar þú kemur að einstaklingi með áverka á höfði eða fólki sem er beinbrotið. Aðferðirnar eru einnig skýrðar ítarlega í texta. Í appinu eru einnig hagnýt ráð um hvernig er best er að búa sig undir og bregðast við neyðar- ástandi svo sem óveðri, vetrarhörk- um, jarðskjálfta og eldgosi. Þá er hægt að taka próf í skyndi- hjálp í appinu og deilt viðurkenn- ingum með vinum sínum á netinu. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 56 dægurmál Helgin 10.-12. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.