Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 31
Námskeið Helgin 10.-12. janúar 2014 Skólinn býður auk þess í fyrsta sinn í langan tíma upp á námskeið í listasögu  bls. 40 Börnin mín trúa því ekki hvað mér gengur vel Svala Arnardóttir breytti lífi sínu til hins betra þegar hún fór í nám. I ngibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík, telur símenntun fyrir fullorðna vera mikilvæga þar sem öll höfum við gott af því að takast á við eitthvað nýtt. Hún mælir með því að fólk sem er að koma í fyrsta sinn í skólann byrji á einum af grunnáföngunum þremur sem eru í boði fyrir fullorðna, en þeir eru teikning, litaskynjun og áfangi sem kallast form/rými/hönnun. Allir þessir áfangar eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á mikilvægan þátt í allri sköpun, sem er að skynja um- hverfi okkar á nákvæmari og dýpri hátt. „Það sem við leggjum ríka áherslu á hér í Myndlistaskólanum þegar fólk vill byrja á einhverju, er að mæla með teikningu, sama hvaða námskeiði fólk hefur svo áhuga á í framhaldinu. Teikningin kennir manni að taka betur eftir og bara nýta þetta stórkostlega skynfæri okkar, sjónina með markviss- ari hætti. Með því að læra að teikna þá lærir maður að horfa á nákvæmari og yfirvegaðri hátt á umhverfi sitt. Ég er alveg viss um að þetta hjálpar okkur á svo mörgum öðrum sviðum.“ Ingibjörg segir líka mikilvægt að læra að skynja litina í umhverfinu á ná- kvæmari og dýpri hátt. „Það er verið að segja manni svo mikið með litum án þess að við tökum endilega eftir því og að skilja þessi skilaboð gerir lífið bara skemmtilegra. Þriðji grunnáfanginn, Form/rými/hönnun, er svo kenndur af tveimur kennurum, myndlistarmanni og arkitekt, og fjallar um það hvernig við greinum umhverfi okkar og horf- um á myndbyggingu í öllu manngerðu umhverfi okkar eins og byggingum, margs konar hönnun og myndlist.“ Keramik námskeiðin hafa alltaf verið feikivinsæl hjá Myndlistaskól- anum og nú eru bara nokkur sæti laus en skólinn býður þetta misserið upp á nýjung sem er gifsmótagerð og er ætluð öllum sem hafa áhuga að vinna í þrívídd. Skólinn býður auk þess í fyrsta sinn í langan tíma upp á nám- skeið í listasögu en hún er kennd af Einari Garibaldi myndlistarmanni.  Símenntun mynlIStaSkólInn í Reykjavík Fjölbreytt úrval námskeiða Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík, er viss um gildi sköpunarkraftsins fyrir okkar daglega líf og telur teikningu geta nýst okkur vel á mörgum sviðum lífsins. „Einar er einnig starfandi leiðsögumaður og er því mjög flinkur í að koma efninu frá sér á áhugaverðan hátt. Þetta námskeið vakti mikla lukku fyrir jól og endaði á ferð hópsins til Parísar.“ Ingibjörg segir eitt það skemmtilegasta við skólann vera hvað nemendahópurinn sé breiður og að innan hans sé allskonar fólk sem lengi hefur dreymt um að virkja sköpun- arkraftinn. „Það er eitthvað hér við allra hæfi og við höfum oft verið með þrjár kynslóðir hérna hjá okkur á sama tíma. Börn, afar og ömmur, pabbar og mömmur koma svo öll saman á vorsýninguna sem er sérstaklega gaman. Hér eru nemendur frá fjögurra ára aldri til áttatíu og fjögurra ára aldurs. Það er líka svo fjölbreyttur hópur fólks hér. Eitt sinn kom hér smiður sem hafði áhuga á að læra að teikna til að geta komið hugsuninni til skila. Það getur stundum verið svo erfitt að út- skýra hlutina með orðum en miklu auðveld- ara að nota teikninguna. Það getur nýst mörgum að geta mótað hugmyndir sínar með teikningu. Svo man ég eftir einum öldrunarlækni sem lærði hér og sagðist hafa lært að horfa nákvæmar eftir einkennum hjá sjúklingum sínum eftir að hafa lært teikn- ingu. Það er bara öllum hollt og gott að læra að teikna og horfa á hlutina upp á nýtt.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Með því að læra að teikna þá lærir maður að horfa á nákvæmari og yfirvegaðri hátt á um- hverfi sitt“ segir Ingibjörg Jóhannsdóttir, skóla- stjóri Myndlistaskólans í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.