Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 70
— 10 — en þó stundum beinni óhollustu vegna starfsins. Nú vinna Norðurlöndin að samræmdri og enn ítarlegri skráningu krabbameina en áður sem hægt verður að nota til samanburðar í framtíðinni. Slík skrán- ing felur í sér nákvæmari upplýsingar um útbreiðslu og framgang meinanna og hvaða meðferð sjúklingurinn fær. Að sögn Laufeyjar er vonin sú að hægt verði að tryggja að í öllum löndunum sé veitt sú besta meðferð sem mælt er með á hverjum tíma. „Nú þegar svo virðist sem við gætum verið að missa tökin á heilbrigðiskerfinu er einkar mikilvægt að fylgjast með og halda vel utan um þennan málaflokk. Við erum ekki aðeins að rannsaka orsakir krabbameina heldur líka lífshorfur þannig að við getum veitt bestu mögulegu þjónustu því Íslendingar eiga það svo sannarlega skilið. Ég held að það séu allir sammála um það.“ Tilgangurinn þróast með árunum Íslensk erfðagreining hefur gert rann- sóknir á erfðafræði krabbameina og segja þau Laufey og Jón Gunnlaugur ekki nokkurn vafa á því að þær rann- sóknir hefðu haft mun minni slagkraft ef ekki hefðu verið til hinar ítarlegu upplýs- ingar frá Krabbameinsskrá. Þá hafa upp- lýsingarnar nýst vísindamönnum víðs vegar að við rannsóknir sínar og segir Jón Gunnlaugur þær vera geysilega mik- ilvægt tæki í krabbameinsrannsóknum. „Með því að hafa áreiðanlegar og nákvæmar tölfræðiupplýsingar getum við borið okkur saman við önnur lönd og séð hvernig staðan er hér og hvernig nýgengið tekur breytingum almennt og í sérstökum tilfellum krabbameina. Við getum líka spáð fyrir um þróun fjölda krabbameina í framtíðinni,“ segir Lauf- ey. Jón bendir á að með nákvæmum upp- lýsingum sé hægt að hjálpa stjórnvöldum að undirbúa aukið álag sem verður vegna mikillar fjölgunar krabbameinsgrein- inga á næstu árum. Þá nýtist upplýsingar Krabbameinsskrárinnar til ýmissa mik- ilvægra rannsókna. „Þá er einnig mjög mikilvægt að fylgjast með árangri for- varna og meðferðar. Það eru töluverðir fjármunir lagðir í leit að brjósta- og leg- hálskrabbameini og því mjög mikilvægt að vita hvernig tíðn- in þróast og mæla árangurinn,“ segir hann. Á síðustu árum hafa upplýsingar úr skránni verið not- aðar við erfðaráð- gjöf á Landspítal- anum og aðstoðar Krabbameinsskráin við útreikninga á krabbameinsáhættu í ættum. „Í sumum tilfellum þarf að taka upp meira eftir- lit með skyldmenn- um krabbameins- sjúklinga eða gera eitthvað róttækt ef áhættan er mikil,“ segir Jón og bætir við að í tilfellum sem þessum nýtist skráin læknum við að þjón- usta sína sjúklinga og að slíkt hafi ekki verið séð fyrir í upphafi skráningar og sé einkar ánægjulegt. Til að byrja með hafi skráningin verið gerð af áhuga og var læknum ekki skylt að veita upplýsingar um krabbamein til skrárinnar. „F lest- ir sáu þó göfuga tilganginn með þessu og veittu fúslega upplýsingar. Svo á tí- unda áratug síðustu aldar urðu vaxandi áhyggjur af persónuvernd svo það var ekki lengur óumdeilt að veita Krabba- meinsskrá upplýsingar. Árið 2007 voru svo sett lög sem gerðu það að skyldu að halda krabbameinsská vegna mikilvægis hennar fyrir lýðheilsu í landinu og gert skylt að láta í té upplýsingar,“ segir Jón Gunnlaugur. Laufey segir umræðuna um persónuvernd í tengslum við gagna- grunn Íslenskrar erfðagreiningar því hafa verið til góðs. Samkvæmt lögunum er Krabbameinsskráin skilgreind ein af heilbrigðisskrám sem Landlækni ber að halda og hefur hann gert samn- ing við Krabba- meinsfélag Ís - lands að reka skrána áfram en í sínu umboði. Áhyggjur af niðurskurði Fyrstu árin var Krabbameins- skrá rekin alfarið á kostnað Krabba- meinsfélags- ins, en á níunda áratugnum tók heilbrigðisráðu- neytið að greiða fyrir hluta rekstr- arkostnaðarins. „Við höfum ár- lega fengið upp- hæð á fjárlögum sem um tíma dugði fyrir um helmingi rekstr- arkostnaðar en upphæðin hefur staðið í stað und- anfarin ár,“ segir Jón Gunnlaugur. Laufey segir þau hafa töluverðar áhyggjur af minnkandi fjármögnun. „Það má ekki gerast að greiðslur ríkisins fari niður úr öllu valdi. Skráningin er mjög mikilvæg fyrir lýð- heilsu almennt á Íslandi og því þarf ríkið að standa undir kostnaðinum eins og gert er í flestum löndum sem við berum okkur saman við,“ segir hún. Líkur hafa aukist um helming Þegar Krabbameinsskráin var stofnuð greindust þrjú hundruð þrjátíu og tveir Íslendingar á ári með krabbamein en nú er fjöldinn rúmlega eitt þúsund og fjögur hundruð. Að sögn Jóns Gunn- laugs hafa líkur hvers og eins á því að fá krabbamein aukist um helming frá upp- hafi skráningar en að um ástæðurnar sé erfitt að fullyrða. „Lífshættir skýra þetta að hluta til, eins og reykingar og annað sem við vitum með vissu að eykur líkur á krabbameini,“ segir hann. Að sögn Lauf- eyjar er því spáð að eftir tuttugu ár verði árlegur fjöldi kominn yfir tvö þúsund og er helsta ástæðan hækkandi aldur þjóð- arinnar og mannfjölgun. „Krabbamein er sjúkdómur eldri áranna og eldra fólki fjölgar hlutfallslega. Því verður stórfelld aukning álags á heilbrigðisþjónustuna vegna krabbameina á næstu árum.“ Íslendingar standa framarlega Í dag er staðan sú að einn af hverjum þremur Íslendingum greinist með krabbamein fyrir áttrætt og segir Laufey krabbamein mjög mismunandi. „Áður fyrr var það dauðadómur að fá krabba- mein en nú lítum við á þetta sem marg- víslega ólíka sjúkdóma. Það er hægt að lækna margar tegundir krabbameina þó sum séu vissulega ennþá mjög alvarleg og illviðráðanleg,“ segir Jón Gunnlaugur. „Í dag er hægt að lækna vel yfir áttatíu prósent brjóstakrabbameina sem er mik- il breyting frá því sem áður var. Á árun- um 1950 til 1960 var staðan sú að fjörutíu prósent kvenna sem greinst höfðu með brjóstakrabbamein dóu innan fimm ára. Nú eru það undir tíu prósentum,“ segir Laufey. Horfur fólks sem greinst hefur með brjóstakrabbamein eru nú með því besta í heiminum á Íslandi. „Ástæðurn- ar tengjast bæði krabbameinsleitinni og því að hér hefur verið boðið upp á einkar góða meðferð og það er mjög mikilvægt að þannig verði það áfram. Þessar upp- lýsingar er mögulegt að taka saman ein- mitt af því að við erum með svo góða og áreiðanlega skráningu.“ 10. janúar 2014 Krabbamein er sjúkdómur eldri áranna og eldra fólki fjölgar hlut- fallslega. Því verður stórfelld aukning álags á heilbrigðisþjón- ustuna vegna krabbameina á næstu árum. Fjölbreytt dagskrá á Læknadögum 2014 Þétt dagskrá verður frá morgni til kvölds á Læknadögum 2014 sem haldnir verða í Hörpu 20. til 24. janúar. Á Lækna- dögum mun Speglunareining meltingarsjúkdómadeildar Land- spítalans sýna holsjárskoðun í „beinni“ útsendingu og verða þá framkvæmdar skoðanir á vélinda, maga, skeifugörn og ristli. Í fram- haldinu verður málþing um skimun ristilkrabbameina en tíðni þeirra hefur aukist mikið á undanförnum árum. Eins og fram kom í síðasta tölublaði Líftímans í viðtali við Ásgeir Theódórs, lækni og sér- fræðing í meltingarsjúkdómum, hafa niðurstöður nýrrar evrópskrar rannsóknar sýnt fram á að skimun fyrir ristilkrabbameinum bjargi mörgum mannslífum ár hvert og hafa Íslendingar dregist verulega aftur úr öðrum vestrænum ríkjum þegar kemur að forvörnum gegn ristilkrabbameini. Í viðtali við Læknablaðið sagði Gunnar Bjarni Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands, að markmið Læknadaganna sé að dagskráin höfði til sem flestra lækna og að hinn félagslegi þáttur læknadag- anna sé ekki síður mikilvægur en sá faglegi. „Fyrir marga er þetta eina tækifærið á árinu til að hitta kollega í öðrum sérgreinum og kynnast því sem er efst á baugi á þeirra sviði.“ Sú nýjung verður í boði á miðviku- dagskvöldinu að Læknadagar verða opnir almenningi en þá verður haldið málþing um lífsstílssjúk- dóma. Þar gefst almenningi kostur á að fræðast af læknum og öðrum fagmönnum. Ein fullkomnasta krabbameinsskrá í heimi Frá árinu 1954 hefur Krabbameinsfélag Íslands haldið ítarlega skrá um tíðni krabbameina. Sökum þess hve landsmenn eru fáir og krabbamein meðhöndlað á fáum stöðum er talið að yfir níutíu og níu prósent tilvika séu skráð. Skráningin hefur reynst vísindamönnum einstakur grunnur til rannsókna. Jón Gunnlaugur Jónasson og Laufey Tryggvadóttir hjá Krabbameinsskrá segja krabbamein ekki dauðadóm, heldur sjúkdóm sem í mjög mörgum tilfellum sé hægt að lækna. Dagný HulDa ErlEnDsDóttir S tuttu eftir að Krabbameinsfélag Íslands var stofnað var ákveð-ið að setja á laggirnar sérstaka krabbameinsskrá og var mark- miðið að rannsaka orsakir krabbameina svo koma mætti í veg fyrir þau. Síðan þá hefur tilgangur skrárinnar orðið viða- meiri og hafa upplýsingar úr henni nýst á margan hátt. Krabbameinsskrá hefur gegnt gríðarlega mikilvægu hlutverki í þróun á þekkingu á krabbameinum og heyra sérfræðingar það í alþjóðlegu samstarfi að margir öfundi Íslendinga af gæðum krabbameinsskrárinnar. Blaða- maður hitti þau Laufeyju Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár, og Jón Gunnlaug Jónasson, yfirlækni í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógar- hlíð, og fékk innsýn í mikilvægi þess að halda nákvæma skrá yfir krabbamein. Einstaklega góð þekjun Á Íslandi eru krabbamein greind og með- höndluð á fáum stöðum og því tiltölulega fyrirhafnarlítið fyrir Krabbameinsskrá að safna upplýsingum. Þá eru kennitöl- ur mikilvægt verkfæri til að halda utan um heilsufarsupplýsingar einstaklinga. „Skráin okkar er síðan 1954 og því bæði gömul og mjög góð. Hún verður stöð- ugt betri með tímanum vegna þess að við getum séð breytingar í nýgengi yfir nærri sextíu ára tímabil og tengt við hugsanlegar orsakir, eins og ættasögu um krabbamein. Við höfum yfir níutíu og níu prósent þekjun sem er með því besta sem þekkist, en það er auðveldara í svona litlu landi,“ segir Jón Gunnlaugur. Sérfræðingar Krabbameinsfélagsins taka þátt í ýmis konar alþjóðlegu sam- starfi og þá sérstaklega með hinum Norðurlöndunum en þar hófst skráning krabbameina um svipað leyti og á Ís- landi, eða um miðja síðustu öld. Þó ríkin séu tiltölulega smá og því hlutfallslega fá tilvik krabbameina hjá hverju og einu eru íbúar Norðurlandanna rúmlega þrjá- tíu milljónir samanlagt og því hægt að gera á þeim ítarlegar faraldsfræðilegar rannsóknir. „Norrænir sérfræðingar hafa gert rannsóknir á tíðni krabbameina eftir starfsstéttum en slíkt gefur litlar upplýsingar fyrir Ísland eitt og sér vegna fámennis,“ segir Laufey. Niðurstöðurnar voru meðal annars þær að krabbamein eru algengari meðal starfsfólks veitinga- húsa en gengur og gerist og sjaldgæfari meðal bænda. Laufey segir skýringar í flestum tilvikum tengjast lífsháttum, Frá árinu 1954 hafa krabbamein verið skráð hjá Krabbameinsskrá. Skráin verður alltaf betri eftir því sem hún verður eldri því með henni er hægt að sjá nýgengi yfir nær sextíu ára tímabil og tengja við hugsanlega orsakir, eins og ættasögu um krabbamein. Á myndinni eru þau Jón Gunnlaugur Jónasson yfirlæknir og Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Ljósmynd/Hari Ásgeir Theó- dórs, læknir Greiðsludreifing lyfja til 600 einstaklinga Rúmlega 600 einstaklingar hafa fengið samning um dreifingu lyfjakostnaðar hjá Sjúkratryggingum Íslands frá því nýtt lyfjagreiðslu- kerfi tók gildi í maí á síðasta ári. Dreifingin er ætluð þeim sem eiga í erfiðleikum með að greiða lyf vegna lágra tekna eða óvænts lyfjakostnað- ar og bera þeir engan kostnað vegna hennar. Í kjölfar endurskoðunar rammasamnings Sjúkratrygginga Ís- lands um greiðslujöfnun um áramót hefur verið ákveðið að framlengja hann án breytinga. ENGAR KALORÍUR! 2 3 4 5 6 7 8 5432109 1 1 1 1 1 1 10 1 9 0 1 02 2 2 2 8 1 2 0 198 1 1 1KALORÍULAUST Sykurlaust Fitulaust 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.