Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 29
matur & vín 29Helgin 3.-5. janúar 2014 – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR Thelma Þorbergsdóttir heldur úti skemmtilegri bloggsíðu auk þess að leggja til upp- skriftir á Gottimatinn.is. Hér eru tvær girnilegar fyrir helgina. Bananabrauð með súkkulaði Innihald: 125 g smjör við stofuhita 175 g púðursykur, dökkur 2 egg 3 bananar (gott að hafa þá brúna) 100 g dökkt súkkulaði 250 g hveiti ½ tsk. sjávarsalt 2 tsk. lyftiduft 1 kúfuð tsk. kanill Aðferð Hrærið smjöri og sykri saman þangað til það hefur blandast vel saman. Setjið eitt egg í einu og hrærið á milli. Stappið bananana og bætið þeim saman við, hrærið. Blandið saman þurrefnunum og hrærið vel. Því næst setjið þið súkkul- aðið saman við, grófsaxað. Smyrjið 1 lítra brauðform eða setjið bökunarpappír ofan í og hellið deiginu í. Bakið í u.þ.b. 1 klst. við 175 gráður. Heilhveiti banana múffur með glassúr Þessar unaðslega góðu múffur henta sér- staklega vel með morgunkaffinu, eða bara við hvaða tækifæri sem er. U.þ.b. 15 stk. Bökunartími 15 mín. 320 g heilveiti 1 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft ½ tsk salt ½ tsk kanill ½ tsk múskat 1 egg 85 g dökkur púðursykur 60 g smjör, bráðið 1 ½ dl mjólk 1 tsk vanilludropar 2 þroskaðir bananar Hitið ofninn í 180 gráður og raðið bollakökuformum í bökunarform. Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti, salti, kanil og múskati saman í skál og hrærið. Hrærið egg og púðursykur saman í skál, bætið vanilludropum saman við. Setjið brædda smjörið saman við mjólkina og blandið því saman við, hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Stappið bananana vel og blandið þeim saman við og hrærið. Bætið því næst hveitiblöndunni rólega saman við og hrærið léttilega þar til allt hefur blandast saman. Setjið deigið í formin og passið ykkur að fylla þau ekki meira en 2/3, u.þ.b. 1,5 msk í hvert form. Bakið í 15-18 mín eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Passið ykkur að baka þær ekki of lengi því þá verða þær þurrar. Kælið kökurnar alveg. Glassúr 50 g smjör bráðið 150 g flórsykur ½ tsk vanilludropar 2 msk mjólk Tvær girnilegar uppskriftir Thelmu Bræðið smjörið í potti yfir meðal háum hita. Þegar smjörið hefur náð að bráðna er það hitað þar til það hefur náð dökkbrúnum lit og farið að freyða örlítið. Þetta tekur rúmlega 5 mín. Þegar smjörið er brúnað í pottinum gefur það glass- úrnum alveg einstaklega gott bragð. Setjið flórsykur í skál og hellið brædda smjörinu saman við, bætið við vanilludropum og mjólk saman við og hrærið þar til glassúrinn er orðinn mjúkur og fallegur. Ef ykkur finnst það ennþá of þykkt bætið þá smá mjólk saman við, ef það verður of þunnt þá bætið smá flórsykri saman við. Dýfið hverri köku ofan í glassúrinn og borðið! Gott með ískaldri mjólk eða kaffi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.