Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 38
námskeið Helgin 10.-12. janúar 201438
KYNNING
S kema er ungt sprotafyrirtæki sem hefur verið starfandi í tvö og hálft ár, en fyrirtækið var stofnað með
það að markmiði að uppfæra menntun í
takt við tækniþróun. Skema býður upp á
námskeið fyrir börn frá 7 ára aldri í tölvu-
leikjaforritun auk þess að bjóða kennurum
upp á endurmenntunarnámskeið í notkun
tækni í skólastarfi og veita skólum ráðgjöf.
Á öllum námskeiðum Skema er unnið út
frá Skema aðferðafræðinni sem byggir
á niðurstöðum rannsókna í sálfræði,
kennslufræði og tölvunarfræði og felur
meðal annars í sér að notast við jákvæða
styrkingu og jafningjakennslu.
Mikið úrval námskeiða fyrir börn
Skema námskeiðin hafa notið mikilla vin-
sælda frá upphafi og býður fyrirtækið upp
á fjölda námskeiða fyrir börn á aldrinum
7-16 ára. Á vorönn er boðið upp á byrjend-
anámskeið og framhaldsnámskeið í tölvu-
leikjaforritun auk námskeiðs í Unity 3D,
sem er eitt besta leikjahönnunarforritið í
dag og notað er af fagmönnum um allan
heim. Námskeiðin vara í 10 vikur og er
hægt að nota frístundastyrki sveitarfélag-
anna til að greiða fyrir þau.
Sem fyrr verður Skema með námskeið
víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, til dæm-
is í Ingunnarskóla, Lindaskóla, Hofsstaða-
skóla, Mýrarhúsaskóla og Háskólanum í
Reykjavík. Einnig verður kennt í Hafnar-
firði og Kópavogi. Þá verður Skema með
námskeið á landsbyggðinni í samstarfi við
símenntunarstöðvar. Á Akureyri verður 10
vikna forritunarnámskeið í samstarfi við
Símey og í Keflavík verða helgarnámskeið
í forritun í samstarfi við Miðstöð Símennt-
unar á Suðurnesjum (MSS).
Eitt vinsælasta námskeið Skema er án
efa Minecraft námskeiðið, en tölvuleikur-
inn Minecraft nýtur mikilla vinsælda um
heim allan. Námskeiðin eru sex klukku-
stunda helgarnámskeið þar sem farið er í
öll helstu atriði sem tengjast leiknum, svo
sem að „modda“ og að setja upp server.
Stefnt er að því að halda þau á sex vikna
fresti á vorönninni.
Skema skapar kvenfyrirmyndir
Skema leggur ríka áherslu á að auka hlut
kvenna í tækni og verður því með helgar-
námskeið fyrir stelpur á aldrinum 10-13
ára sem ber heitið Tæknistelpur. Á nám-
skeiðinu verður farið í undirstöðuatriði
forritunar og þau samþætt sjálfsmyndar-
vinnu. Markmið þessa sérhannaða nám-
skeiðs fyrir stelpur er að útskrifa tækni-
stelpur með skýra og jákvæða sjálfsmynd.
Meðal kennara verður Kristín Tómasdóttir
rithöfundur sem hefur meðal annars gefið
út bækurnar Stelpur geta allt og Strákar.
Endurmenntun fyrir kennara
Auk þess að kenna krökkum á öllum aldri
að forrita leggur Skema mikla áherslu
á endurmenntun kennara og er því með
námskeið ætluð kennurum í notkun upp-
lýsingatækni í kennslu ásamt innleiðingu
á forritun og spjaldtölvum í almennt skóla-
starf. Þá býður Skema skólum á öllum
skólastigum ráðgjöf í innleiðingu á for-
ritunarkennslu í námskrá auk notkunar
tækni í skólastarfi.
Framúrskarandi nemendur
Frá því starfsemi hófst hefur Skema
teymið hvatt nemendur sína til að stíga
fram og taka þátt í öllum þeim forritunar-
keppnum sem í boði eru. Nokkrir þeirra
hafa þar náð góðum árangri og má meðal
annars nefna Ólínu Helgu Sverrisdóttur,
13 ára nemanda Skema, sem lenti í öðru
sæti í valinu á Tæknistelpu ársins í Evrópu
árið 2013 (Digital Girl of the Year Award).
Þá sigraði Kjartan Örn Styrkársson í
Kodu Challenge sem haldin var á vegum
Microsoft á alþjóðavísu í kjölfar þátttöku
sinni í íslensku keppninni sem haldin var
á vegum Skema í samstarfi við Háskólann
í Reykjavík og Microsoft á Íslandi. Skema
býst við enn meiri árangri nemenda sinna
á næstu misserum og mun að sjálfsögðu
hvetja þá áfram til dáða.
Fjölbreytt tækninámskeið fyrir börn
Helgarnámskeið í forritun fyrir stelpur
á aldrinum 10-13 ára og námskeið í
Minecraft meðal þess sem í boði er.
Flest stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðum okkar
Heimilisiðnaðarfélag Íslands
Heimilisiðnaðarskólinn
Prjón
hekl
Þjóðbúningasaumur
baldýring
útsaumur
orkering
knipl
jurtalitun
tóvinna
víravirki
vefnaður
leðursaumur
og margt eiraVerslun
Mikið úrval af íslensku prjónabandi
og lopa, prjónum, prjónabókum,
og öðrum blöðum.
Efni og önnur tillegg fyrir
þjóðbúningasaum og jurtalitun.
Gjafakort.
Verið velkomin.
Opið alla daga kl. 12-18
Pantone 137
Námskeið á döfinni við
Kvíðameðferðarstöðina
Sjálfstyrkingarnámskeið
15. janúar
Félagsfælninámskeið
21. janúar
Námskeið við
athyglisbresti og kvíða
6. febrúar
Námskeið við svefnleysi
11. febrúar
Öryggi í námi
12. febrúar
Nánari upplýsingar má finna á www.kms.is en
skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 og kms@kms.is