Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 10.01.2014, Qupperneq 6
Í sland var í 18. sæti mestu fiskveiðiþjóða heims árið 2011 og í öðru sæti Evrópu-þjóða, á eftir Noregi en á undan Spáni, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Ís- lands. Árið 2011 var heimsafli 94,6 milljónir tonna og jókst um 4,6 milljónir tonna frá árinu 2010, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Kínverjar veiddu langmest allra þjóða, 16.046.115 tonn. Perú er næst á listanum með 8.254.283 tonn og Indónesía er í þriðja sæti með 5.714.307 tonn. Noregur, mesta fiskveiðiþjóð Evrópu, er í 11. sæti með 2.433.811 tonn og Ísland, sem fylgir á eftir Noregi á Evrópulistanum, er í 18. sæti með 1.154.199 tonn, einu sæti ofar en árið 2010. Spánverjar, sem fylgja Íslendingum í 19. sæti, veiddu 993.724 tonn. Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var perúansjósa. Asía var sú heimsálfa sem átti stærsta hlutann í heimsaflanum, næst kom Ameríka og svo Evrópa. Í fjórða til tíunda sæti mestu fiskveiði- þjóða heims voru: Bandaríkin, Indland, Rússland, Japan, Síle, Búrma og Víetnam. Tvær Evrópuþjóðir til viðbótar við Noreg og Ísland komast á lista þeirra fiskveiði- þjóða sem veiða meira en 500 þúsund tonn, Danmörk í 25. sæti með 716.312 tonn og Bretland í 27. sæti með 605.097 tonn. Perúansjósa ber höfuð og herðar yfir aðrar veiddar tegundir. Af henni veiddust 8.319.597 tonn. Næst kemur Alaskaufsi en af honum veiddust 3.206.513 tonn. Í fjórða til 10. sæti eru: Randatúnfiskur, síld, spænskur makríll, þráðbendill, sardína, gulugga túnfiskur, japönsk ansjósa og þorskur. Heildarafli síldar í heiminum nam 1.778.488 tonnum og af þorski veidd- ust 1.049.666 tonn. Makríll fylgir síðan þorskinum í 11. sæti en af honum veiddust 944.748 tonn. Ef litið er sérstaklega til fiskveiðiþjóða á okkar svæði, það er að segja Norðaustur- Atlantshafi, er röð mestu fiskveiðiþjóða á svæðinu: 1. Noregur, 2. Ísland, 3. Rússland, 4. Danmörk, 5. Bretland, 6. Færeyjar, 7. Spánn, 8. Frakkland, 9. Írland og 10. Hol- land. Frændur okkar og nágrannar, Færey- ingar, veiddu 350.489 tonn. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  Eimskip mikið um að vEra á 100 ára afmælisári Aldarafmælinu fagnað með ýmsum viðburðum Eimskipafélag Íslands fagnar 100 ára afmæli sínu á árinu en félagið var stofnað þann 17. janúar 1914, þar sem á fimmta hundrað manns komu saman í Fríkirkjunni í Reykjavík. Félagið var nefnt Óskabarn þjóðarinnar í fjölmiðlum lands- ins. „Það er skemmtilegt og spennandi ár fram undan og haldið verður upp á afmælið með ýms- um viðburðum, stórum sem smáum. Það verður mikið um að vera. Sjálfur afmælisdagurinn er 17. janúar og þá verður mikil og glæsileg afmælishá- tíð haldin í Hörpunni,“ segir Ólafur W. Hand, forstöðumaður markaðs-og kynningardeildar Eimskips. Íslensk dægurtónlist í bland við sögu félagsins verður flutt á afmælisdaginn í Eldborgarsal Hörp- unnar þar sem fram koma m.a. Björn Jörundur, Valdimar, KK, Bubbi Morthens, Sigríður Thorla- cius, Egill Ólafsson, Magnús Eiríksson, Unn- steinn Manuel, Eyþór Ingi og Pálmi Gunnarsson. „Eimskip er elsta skipafélag Íslands og hefur félagið frá upphafi lagt höfuðáherslu á skipaflutn- inga til og frá landinu en í dag býður Eimskip upp á alhliða flutningsþjónustu um allan heim,“ segir Ólafur. Eimskip rekur nú skrifstofur í 19 löndum og hefur umboðsmenn í fjölmörgum öðrum þar að auki. -jh Dettifoss á siglingu. Eimskipafélagið var stofnað fyrir 100 árum.  fiskvEiðar NorEgur og ÍslaNd vEiddu mEst Evrópuþjóða 2011 Ísland í 18. sæti mestu fiskveiðiþjóða heims Kínverjar veiða langmest allra þjóða. Perúansjósa veiðist mest. Síld er í fimmta sæti mest veiddu tegunda, þorskur í því tíunda og makríll í ellefta sæti. Íslendingar veiddu 1.154.199 tonn af fiski árið 2011 og voru í 18. sæti mestu fiskveiðiþjóða heims en í öðru sæti Evrópuþjóða. Kyrrahafið gaf mest- an afla og stærsta einstaka fiskteg- undin var perúan- sjósa. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, fararstjóri Bændaferða, verður á skrifstofu Bændaferða 13. - 17. janúar kl. 10:00 - 16:00. Það er því alveg upplagt að kíkja í Síðumúlann í kaffi, hitta Hófý og fá upplýsingar um ferðirnar. Bændaferðir · Síðumúla 2 F E R Ð I R F Y R I R A L L A Hófý, fararstjóri Bændaferða verður á skrifstofunni 13. - 17. janúar Frítt söluverðmat án allra skuldbindinga Halldór Kristján Sigurðsson sölufulltrúi 695 4649 hks@remax.is Sylvía Guðrún Walthersdóttir löggiltur fasteignasali 477 7777 sylvia@remax.is 6 fréttir Helgin 10.-12. janúar 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.