Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 10.01.2014, Qupperneq 42
42 heilsa Helgin 10.-12. janúar 2014  tannlæknaþjónusta GjalDFRElsI FyRIR böRn InnlEItt í áFönGum Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Fæst án lyfseðils Verkir í hálsi og öxlum? V O L1 30 10 2 Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í hálsi og öxlum! KYNNING k vef er líklega algengasti kvilli sem hrjáir jarðarbúa, en reikna má með að þegar 75 ára aldri er náð hafi maður u.þ.b. 200 sinnum fengið kvef og eytt um tveimur árum af ævinni í að berjast við hin hvimleiðu óþæg- indi sem fylgja kvefi eins og nefrennsli og hnerraköst. Yfir 200 mismunandi gerðir af vírusum valda kvefi og því er erfitt að mynda ónæmi gegn því og að sama skapi erfitt að finna lækningu. Þó er það svo að tíðni kvefs lækkar með aldrinum, börn geta reiknað með að fá kvef að meðaltali 4-8 sinnum á ári en á efri árum er meðaltalið komið niður í eitt skipti á ári. Nýlegar rannsóknir á tengslum kvefs og LGG gerils- ins virðast benda til verndandi áhrifa gerilsins umfram lyfleysu áhrif og þá sérstaklega hjá börnum. Í tveimur klín- ískum rannsóknum Hojsak og félaga frá 2010 koma fram ótrúleg áhrif LGG á tíðni kvefs í börnum. Í rannsóknunum voru líkurnar á að fá kvef í tilraunahópunum (sem fengu LGG) þrisvar sinnum minni en í samanburðarhópunum sem fengu lyfleysu. Að auki virtust einkenni vara skemur í tilraunahópunum sem þýddi að börnin voru styttri tíma frá vegna veikindanna í tilraunahópunum en í samanburðar- hópunum. Þessar rannsóknir staðfesta fyrri rannsókn Ha- takka og félaga sem birtist í British Medical Journal 2001 sem sýndi svipuð áhrif og lýst er hér að ofan. Yfirlitsgrein (meta analýsa) sem birtist í hinum virta Coc- hrane gagnagrunni haustið 2011 staðfestir ofangreindar niðurstöður, en þar voru teknar fyrir 14 rannsóknir sem skoðuðu samband kvefs og svokallaðra heilsugerla (e. probiotics), þ.á.m. LGG gerilsins (Lactobacillus rhamnosus GG). Þar var niðurstaðan að heilsugerlarnir minnkuðu frek- ar tíðni kvefs en lyfleysa og að mati höfunda greinarinnar, Hao og félaga, eru áhrifin mest í börnum. Ekki er að fullu ljóst hvernig LGG gerillinn og aðrir heilsugerlar fara að því að lækka tíðni kvefs, en talið er að þeir hafi áhrif á ónæmisvirkni meltingarvegarins. Rann- sóknir Kankainen og félaga hafa sýnt að LGG gerillinn á auðvelt með að festast við slímhúð þarmaveggjarins og virðist sú binding gegna lykilhlutverki í ónæmishvetjandi áhrifum LGG gerilsins. Meðal annars hefur sést að ferlar sem hafa hlutverk í veirudrepandi ónæmisvörnum eru virkj- aðir við þessa bindingu, sbr. rannsóknir van Baarlen og félaga frá 2011. Af ofangreindu er ljóst að hinu hvimleiða kvefi er hægt að halda vel í skefjum með neyslu á LGG. Rannsóknirnar sem nefndar eru hér að ofan sýna að þrisvar sinnum minni líkur eru á að börn sem neyta LGG reglulega fái kvef og þá eru ótalin önnur jákvæð áhrif LGG á meltingarveginn auk annarra heilsusamlegra áhrifa. LGG+ gegn kvefi þ ann 1. janúar 2014 bætt-ust 10 og 11 ára börn í hóp þeirra sem fá gjaldfrjálsar tannlækningar. Þær eru nú í boði fyrir 3 ára börn og börn á aldrinum 10 til og með 17 ára. Þó þarf að borga 2500 króna árlegt komugjald. Greiðsluþátttaka sjúkratrygg- inga er háð því að börnin séu skráð hjá heimilistannlækni og því eru foreldrar hvattir til að skrá barn/ börn í Réttindagátt Sjúkratrygg- inga Íslands á vefslóðinni Sjukra. is. Tannlæknar geta einnig séð um skráninguna, sé þess óskað. Mælt er með skráningu barns hjá heimilistannlækni við eins árs aldur. Á vef Landlæknis kemur fram að miðað er við afmælisdag barns þegar kemur að gjaldfrjálsum tannlækniningum en ekki fæðing- arár. Tekið er fram að börn í bráða- vanda sem búa við erfiðar félags- legar aðstæður eiga einnig rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum. Tilvísun þarf að berast tannlækni frá heilsugæslu, barnaverndar- eða félagsmálayfirvöldum og skilyrði að Sjúkratryggingar Íslands hafi samþykkt umsókn frá tannlækni á grundvelli tilvísunar. Gjaldfrjáls tannlæknaþjónusta barna verður innleidd í áföngum til ársins 2018 og á næsta ári bætast við 8 og 9 ára börn. -eh Tíu og ellefu ára börn bætast í hópinn Greiða þarf 2500 króna árlegt komu- gjald til tannlæknis fyrir öll börn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.