Fréttatíminn - 10.01.2014, Síða 26
26 ferðalög Helgin 10.-12. janúar 2014
Áfangastaðir Edmonton, VancouVEr, gEnf og BasEl Bætast Við
Fáðu meira
út úr Fríinu
Viltu afslátt af hótelgistingu,
ókeypis morgunmat eða Frítt
Freyðivín upp á herbergi?
bókaðu sértilboð á gistingu,
ódýr hótel og bílaleigubíla
út um allan heim á túristi.is
T Ú R I S T I
Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is
Veldu öruggt start með TUDOR.
Gott ferðaár fram undan
Þ að stefnir í að meirihluti flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli fjölgi ferðum sínum í ár. Samkeppnin eykst á nokkrum flugleiðum og fjórir nýir áfangastaðir bætast við. Það eru
kanadísku borgirnar Edmonton og Vancouver og Genf
og Basel í Sviss. Ferðir til síðastnefndu borgarinnar
eru á vegum Easy Jet en það er Icelandair sem bætir
hinum þremur við leiðakerfi sitt í ár. Jómfrúarflugið til
Edmonton verður farið í byrjun mars en hinar komast
á kortið í vor og sumar. Önnur félög halda sig við sömu
áfangastaði og á síðasta ári eða blanda sér í baráttuna
um farþega á flugleiðum sem nú þegar eru í boði.
Nærri 8 ferðir á dag til Bretlands
Fyrir tveimur árum síðan var flogið héðan nítján
sinnum í viku til London en í ár verða ferðirnar tvöfalt
fleiri. Við þetta bætist svo áætlunarflug til Bristol, Ed-
inborgar, Glasgow og Manchester og í heildina verður
boðið upp á 54 ferðir á viku til Bretlands í ár frá Kefla-
vík. Ástæðan fyrir þessari miklu aukningu er kannski
sú staðreynd að breskum ferðamönnum hafði fjölgað
um 41 prósent hér á landi milli ára í byrjun desember,
samkvæmt tölum Ferðamálastofu.
Á fjarlægar slóðir
Það er ekki bara Ísland sem nýtur mjög aukinna
vinsælda meðal erlendra ferðamanna. Þau í Búrma
eru að ganga í gegnum álíka uppsveiflu því eftir að her-
foringastjórn landsins gerði útlendingum auðveldara
um vik að heimsækja Búrma hefur straumurinn legið
þangað. Þeir sem vilja heimsækja landið og njóta leið-
sagnar íslensks fararstjóra geta gert það í mars þegar
hópur á vegum Bændaferða leggur land undir fót. Þeir
sem vilja til fjarlægra landa í ár geta valið úr þó nokkr-
um ferðum til Asíu, S-Ameríku og Afríku í ár með ís-
lenskum ferðaskrifstofum. En sennilega er óvenjuleg-
asta ferðin á vegum Trans-Atlantic því ferðaskrifstofan
efnir til hópferðar til N-Kóreu í vor.
Aukin samkeppni í sólarlandaferðum
Sumarblíðan lét varla sjá sig á suðvesturhorninu í fyrra
og mikil eftirspurn var eftir ferðum héðan til útlanda
þegar líða tók á júlí. Þrátt fyrir að margir Íslendingar
hafi gert sér ferð til útlanda yfir sumarmánuðina þá var
október sá mánuður sem flestir Íslendingar flugu frá
Keflavíkurflugvelli á síðasta ári. Er þetta í fyrsta skipti,
síðan Ferðamálastofa hóf mælingar í byrjun aldarinnar,
sem einn af sumarmánuðunum er ekki vinsælasti
mánuðurinn þegar litið er til utanlandsferða Íslend-
inga. Hvort þetta mynstur er komið til að vera kemur í
ljós en það er útlit fyrir að framboð á sólarlandaferðum
frá Íslandi eigi eftir að aukast í sumar, til dæmis með
tilkomu norrænu ferðaskrifstofunnar Nazar.
Allt frá hruni hefur utanlandsferðum Íslendinga
fjölgað jafnt og þétt milli ára en ennþá er þó nokkuð í
að ferðagleðin nái álíka hæðum og árið 2007. Þá flugu
ríflega 406 þúsund íslenskir farþegar frá Keflavík en
í lok nóvember í fyrra var talan komin upp í um 340
þúsund. Miðað við framboð á ferðum er líklegt að við
nálgumst þetta sex ára met enn frekar í ár.
Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is
þar sem finna má hátt í fimmtán hundruð ferðagreinar.
Kristján
Sigurjónsson
kristjan@turisti.is
Ferðaþjónustan í Búrma hefur dafnað síðustu ár og í mars heimsækir hópur á vegum Bændaferða landið.
Það verður flogið 54 sinnum í viku til Bretlands frá Keflavík í
ár. Framboðið hefur aukist hratt síðustu ár.
Þeir sem ætla til útlanda í ár hafa úr miklu að
moða og skiptir þá engu hvort þeir vilja fara á
eigin vegum eða með fararstjóra.
www.fi.is
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Ferðaáætlun FÍ 2
014
er komin út
Upplifðu náttúru
Íslands