Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 62
— 2 — 10. janúar 2014 Nanóeindir hindra útbreiðslu krabba- meins Vísindamenn við Cornell há- skóla í Bandaríkjunum hafa þróað nanóeindir sem eyða krabbameins- frumum í blóðinu og hindra dreifingu þeirra um líkamann. Rannsóknir eru enn á frumstigi en hafa gefið góða raun. Hættulegasta stig krabbameins er þegar það hefur dreift sér um líkamann en nanóeindirnar drepa krabbameinsfrumurnar þegar þær rekast á. Rannsóknarhópurinn í Cornell háskóla þróaði nýja leið til að stöðva útbreiðslu þeirra og bættu próteininu Trail, sem eyðir krabba- meinsfrumum og öðrum klístruðum próteinum við litlar kúlur eða nanóeindir. Þegar kúlunum er dælt í líkamann læsa þær sér á hvítu blóðkornin og við árekstur deyja krabbameinsfrumurnar. Vísindamennirnir telja að slíkar nanóeindir verði hentugar fyrir skurðaðgerðir eða geislameðferð til að fjarlægja krabbameinsfrumur frá aðal æxlinu sem og að koma í veg fyrir æxli dreifi sér. Enn eiga þó miklar rannsóknir eftir að fara fram áður en hægt verður að nota aðferðina á sjúklinga. Ekki hafa komið fram neikvæð áhrif á ónæmiskerfið né aðrar blóðfrumur af aðferðinni.  Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is. Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is. Fram- kvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgis- son valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Líftíminn er gef- inn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir. Nýtt liðband í hné uppgötvað Skurðlæknar á Háskólasjúkrahúsinu í Leuven í Belgíu fundu í október hnéliðband sem hefur ekki verið greint með formlegum hætti áður. Fjallað er um uppgötvunina í The Journal of Anatomy. Liðbandið liggur frá fremri hluta lærbeins og niður á hlið sköflungs. Sérfræðinga hafði lengi grunað að ekki væri vitað um alla hluta hnésins en árið 1879 velti Paul Segond, franskur skurðlæknir, því upp hvort í hnénu væru fleiri hlutar en stað- festir og rannsakaðir höfðu verið. Hann taldi að hnéð gæti ekki verið stöðugt með aðeins þeim hlutum sem þekktir voru, heldur hlytu að vera fleiri hlutar í hnénu. Í skrifum hans kemur fram að hann hafi komið auga á perlulaga liðband sem næði frá framanverðu læri og héldi áfram niður sköflunginn. Það myndi stuðla að stöðugleika á utanverðu hné og koma í veg fyrir að það félli inn á við. Næstu áratugina var liðbandið ekki rannsakað með formlegum hætti en eftir að dr. Claes og samstarfsfólk hans í Leuven í Belgíu hafði tekið eftir því að sjúklingar sem höfðu farið í aðgerðir vegna meiðsla á fremra krossbandi og virst hafa náð sér urðu fyrir því að eftir nokkurn tíma gaf það eftir og meiðsl komu upp á ný. Í framhaldinu var 41 hnjáliður krufinn og rannsakaður og kom þá utanverða liðbandið í ljós. Spektro ölvítamínið fyrir alla Öll þurfum við vítamín og steinefni sérstaklega þegar ekki er passað að borða rétt. Við gleymum oft að taka vítamínin sem er miður, því það er ekki síst þá sem fólk borðar óreglulega og leyfir sér meira í mat og drykk. Spektro er einstök ölvítamín blanda frá Solaray sem inniheldur öll helstu vítmín og steinefni sem við þurfum á að halda. Einnig jurtir og ensím sem gefa okkur orku, bæta út- hreinsun og halda meltingunni góðri. Spektro er sérstaklega samansett til að halda jafnvægi á vítmínum, steinefnum og jurtum, og að þessi hráefni vinni hárrétt saman. Hylkið leysist upp á 20 mínútum svo upptaka líkamans á bætiefnunum er hröð. Spektro ölvítamín er þar að auki laust við laktósa, sykur, glúten, soja og tilbúin aukefni. Spektro hentar því einstaklega vel þeim sem eru með ofnæmi. Spektro er framleitt í gæða vottuðum verksmiðjum, undir ströngum GMP stöðlum. Solaray bætiefnin fást aðeins í apótekum og heilsuvöruverslunum. www.heilsa.is Ný tækni frá Nox Medical Íslenska hátæknifyrirtækið Nox Medical sendi á dögunum frá sér nýja afurð, svefnrannsóknakerfið Nox A1. Fyrirtækið á í harðri samkeppni við fyrirtæki víðs vegar um heim og þó vörur þess séu talsvert dýrari en vörur keppinautanna er þeim vel tekið þar sem gæði eru mikils metin á sviði læknavísindanna. Afleiðingar svefntruflana, eins og kæfisvefns, geta verið lífshættulegar og því er mikilvægt að greina vandann og veita meðferð. Dagný HulDa ErlEnDsDóttir N ox Medical framleiðir há-tæknibúnað til rannsókna á svefntruflunum. Árið 2009 kom tækið Nox T3 á markað en það er notað til að rannsaka svefn- háðar öndunartruflanir hjá börnum og fullorðnum. Um miðjan desember sendi Nox Medical svo frá sér Nox A1 sem er með ýmsum endurbótum og gefur betri heildarmynd af svefni þar sem tekið er heilarit til að sjá svefnstig á hverjum tíma, hjartalínurit og fótakippir eru skráðir til viðbótar við mögulegar öndunartruflanir. Kostir A1 og T3 tækj- anna í samanburði við tæki samkeppn- isaðilanna eru meðal annars að þau eru hönnuð með þægindi sjúklingsins í fyr- irrúmi, þráðlaus og fyrirferðarlítil og gera fólki kleift að sofa heima án þess að vera flækt í mikið snúrufargan. Dr. Erna Sif Arnardóttir starfar sem forstöðumaður svefnrannsókna á Landspítala og við klíníska ráðgjöf hjá Nox Medical og þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára gömul hefur hún starfað við svefnrannsóknir í nær áratug. Hún segir svefntruflanir af ýmsum toga en að kæfisvefn sé algengastur og að með tækninni sé hægt að rannsaka hvort og þá hve oft fólk hætti að anda í svefni. „Súrefni í blóði lækkar og púlsinn ríkur upp sem getur haft alvarlegar heilsu- farslegar afleiðingar. Það er mjög mikil- vægt að mæla alvarleika öndunartrufl- ana með lífeðlisfræðilegum mælingum og geta útilokað aðra sjúkdóma. T3 tæk- ið frá Nox Medical er notað til mælinga á svefnháðum öndunartruflunum en þegar grunur er um aðra svefnsjúkdóma eins og drómasýki, svefngöngur og aðra hegðun í svefni getum við nú notast við A1 tækið sem gefur þá ítarlegri mynd af svefninum sjálfum.“ Kæfisvefn er algeng afleiðing offitu en hann getur líka hrjáð grannt fólk og börn. Þá er ástæðan yfirleitt of stór úfur í kokinu eða annað sem veldur þreng- ingum. „Gæði svefns hjá fólki með kæf- isvefn eru lítil og margir því mjög syfj- aðir yfir daginn og með skert lífsgæði. Hann veldur einnig auknu álagi á hjarta- og æðakerfi og eykur áhættu á háþrýst- ingi, heilablóðföllum og hjartaáföllum sé hann ekki meðhöndlaður.“ Erna segir kæfisvefn algengan sjúkdóm og að búið sé að greina um 8 prósent karla og 4 pró- sent kvenna á miðjum aldri Íslandi en að stór hópur fólks er enn ógreindur. Fyrirtækið Nox Medical ehf. var stofnað á grunni Flögu hf. sem stofnað var 1994 og starfrækt hér á landi fram yfir síðustu aldamót. Í byrjun árs 2006 var starfsemi Flögu á Íslandi lokað en reksturinn fluttur til Bandaríkjanna. „Lykilstarfsmenn úr þróunardeild Flögu stofnuðu Nox Medical um mitt ár 2006. Margir þeirra hafa starfað við þróun á svefnrannsóknabúnaði allan sinn starfs- aldur og hafa því gríðarlega mikla þekk- ingu og reynslu á því sviði. Flaga hafði upp úr aldamótum náð góðri fótfestu á markaðnum og bjó yfir tækni sem stóð öðrum framar svo Ísland varð á þessum tíma stórt nafn í svefnrannsóknum og sú tenging hefur haldist,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical. Nox Medical á í harði samkeppni við um tuttugu stór og smá fyrirtæki sem framleiða lækningatæki til greiningar á svefnröskun. Pétur segir lausnir Nox Medical vera talsvert dýrari en keppi- nautanna þar sem notkunarmöguleikar og gæði séu mikils metin á sviði lækna- vísindanna. „Við höfum tekið okkur stöðu sem leiðandi fyrirtæki á þessu sviði og hönnun okkar og tæknilegt for- skot gerir það að verkum að viðskipta- vinir okkar eru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir okkar vörur en fyrir sambærilegar lausnir keppinauta okk- ar. Þrátt fyrir ungan aldur fyrirtækis- ins hefur það náð leiðtogasæti á kröfu- hörðum markaði fyrir lækningavörur af þessu tagi. Milljónir fólks um allan heim eru árlega greindar með svefnraskan- ir og þökk sé góðum viðtökum er stór hluti þessa fólks greindur með búnaði frá Nox Medical,” segir Pétur Már. Eðlisfræðingarnir Maria Sastre og Hanna Björg Henrysdóttir stilla nýja línuhraðalinn á Landspítalanum. Ljósmynd/Hari Nýi línu- hraðallinn kominn í notkun Nýr línuhraðall er kominn í notkun á Land- spítalanum og var fyrsti sjúklingurinn meðhöndlaður með tækinu 17. desember. Línuhraðall er tæki sem notað er við geisla- meðferð við krabbameinum og núna til að byrja með er hann aðeins notaður til ein- faldra aðgerða. Jakob Jóhannsson, yfirlækn- ir geislameðferðar krabbameina á Landspít- ala, segir líklegt að farið verði að nota tækið til flóknari aðgerða í febrúar. „Þetta er flók- ið tæki og við tökum okkur góðan tíma til að læra vel á það. Núna geislum við fimm til sex sjúklinga í líknandi meðferð á dag. Þá er tækið notað til að draga úr verkjum og öðru slíku. Síðar verður það svo einnig notað til læknandi meðferðar.“ Tveir línuhraðlar eru til á landinu og eru þeir báðir á Landspítalanum. Nýja tækið kom í stað gamals tækis sem ekki er not- að lengur en einnig er til sjö ára gamalt tæki sem Jakob segir mjög gott. Frá síð- asta hausti var aðeins einn nothæfur línu- hraðall á spítalanum því töluverðan tíma tók að setja nýja tækið upp og stilla það af. Nýi línuhraðallinn er að hluta til keyptur fyrir gjafafé en ríkissjóður greiddi stærsta hlutann. Nox Medical framleiðir búnað til rannsókna á svefntruflunum. Kæfisvefn er algengasta gerð svefntruflana en þeir sem þjást af honum hætta að anda í svefni. Á myndinni eru dr. Erna Sif Arnardóttir, forstöðumaður svefnrannsókna á Landspítal- anum og klínískur ráðgjafi Nox Medical og Pétur Már Halldórsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Ljósmynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.