Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 48
48 skák og bridge Helgin 10.-12. janúar 2014  Skák MagnuS CarlSen og ViShy anand, tVær goðSagnir Norska undrið – og indverska byltingin h ver er skákmaður ársins? Jæja, hvað með 23 ára gamlan Norð- mann, sem bar sigurorð af heimsmeistaranum Anand og teflir af slíkum styrkleika að sérfræðingar telja að Magn- us Carlsen hafi byrjað nýtt tímabil í skáksögunni. Hvorki meira né minna. Þetta ævintýrasaga. Nor- egur var ekki mikið skákríki, lengstum. Íslendingar gátu um nokkurt árabil státað af fleiri stórmeisturum en allar aðrar þjóðir Norðurlanda samanlagt. Danir áttu sinn sókndjarfa og sigursæla Lar- sen, Svíar tefldu fram jafnteflisvélinni Ulf Andersson og Finnar státaðu af hinum óbug- andi Westerinen. Íslendingar áttu hinsvegar sjálfan Friðrik Ólafsson, Guðmund Sigur- jónsson, Helga Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson. Norðmenn voru smáfiskar í skákheimum þangað til Simen Agdestein stormaði fram á sjónarsviðið. Agdestein er fæddur 15. maí 1967 og hefur afrekað margt, því hann spil- aði næstum 100 leiki fyrir norska fótbolta- landsliðið og raðaði inn mörkum. Hann var giftur þingkonunni Marianne Aasen og á með henni tvö börn – þau skildu 2008, svo öllu sé til haga haldið. Simen Agdestein hefur unn- ið þrekvirki við landvinninga skáklistarinnar í Noregi. Hann komst um skeið í hóp bestu skákmanna heims og lamdi þannig á íslenskum skákmeist- urum að enn er munað. Hann var sannkallaður Jóhannes skírari skákarinnar í Noregi, setti á stofn skákskóla og hef- ur unnið þrotlaust að því að út- breiða fagnaðarerindi skákar- innar. Magnus Carlsen er einn af nemendum hans. Á dögunum kom út bókin „Carlsen´s As- sault on the Throne“ eftir Grikkina Vassi- los Kotronias og Sotiris Logothetis. Þetta er sérlega vel skrifuð bók, innihaldsrík og stútfull af upplýsingum, pælingum og frétt- um af því hvernig okkar norski frændi varð 16. heimsmeistarinn í skák. Ekki fer á milli mála að Simen Agdestein á mikinn þátt í því að skapa „norska undrið“. Simen var þjálfari stúfs, fyrirmynd, hvatning. Bróðir fótboltakempunnar, Espen Agde- stein, er framkvæmdastjóri Carlsens. Það er fullt starf, enda er Carlsen einn af hundrað áhrifamestu mönnum heims að mati TIME, eftirsóttur í alla vinsælustu sjónvarpsþætti heims og fyrirsæta hjá þekkt- um tískuhúsum. Svo er hann orðinn auðkýfingur ofan á allt saman, og enginn er líklegur til að ógna veldi hans í bráð. Í bókinni er ítarlega fjallað um áskorendamótið í London í fyrravor, en þar tefldu átta ofurmeistarar um réttinn til að þreyja einvígi við Anand. Alls voru tefldar heilar 14 umferð- ir, og þar endaði Carlsen sem sigurvegari, hálfri hársbreidd á undan hinum mikla Kramnik. Indverska tígrisdýrinu hlýtur að hafa liðið einsog bráð; kannski í fyrsta skipti síðan Anand háði einvígi við jöfurinn Kasparov á síðustu öld. En gleymum því ekki: Anand hefur unn- ið stjarnfræðileg afrek í þágu skákarinnar. Hann er fyrsti stórmeistari Indlands – en þar er einmitt vagga skáklistarinnar; þar fæddist hin göfuga íþrótt fyrir 1500 árum eða svo. Í kjölfar sigra Anands varð hann slík þjóðhetja, að orð brestur til að lýsa. Hann var kjörinn íþróttamaður aldarinnar – hvorki meira né minna – á Indlandi og er dáður um gjörvallt hið stórbrotna og margslungna ríki. Þaðan kemur nú hvert undrabarnið á fætur öðru. Indversk börn og ungmenni sópuðu til sín verðlaunum á heimsmeistaramótinu á dög- unum. Gull er í hávegum haft á Indlandi, en gullverðlaun eru næstum óþekkt, af einhverj- um ástæðum: Indverjar áttu engan heimsmeistara nema Anand, ekki í nokkrum sköp- uðum hlut. Hið mikla ríki hins glóandi málms skartar aðeins einum sigurvegara í gjörvallri sögu Ólympíuleikanna, og það var gullið í 10 metra bogfimi. Indverjar eru í skáksárum, í bili, en Nor- egur er hinsvegar á góðri leið með að verða rétttrúnaðarríki skákgyðjunnar. Þar seljast taflsett í búðum upp, jafnóðum. Allir helstu fjölmiðlar eru undirlagðir af skák, og Magn- us Carlsen gæti boðið sig fram sem kóngur. Skólabörn flykkjast í skák, og í haust verður sjálft Ólympíuskákmótið haldið í Tromsö. Þangað mætir „litla Ísland“ – sokkið vel og rækilega niður heimslistann í bili – en við skulum hugga okkur við, að einhversstaðar í íslenska skólakerfinu (nú, eða leikskólunum) leynist lítill arftaki okkar góða frænda... M inningarmót Bridgefélags Reykja-víkur var helgað Ásmundi Páls-syni og Símoni Símonarsyni, sem voru mjög áberandi alla sína lífstíð í bridge- lífinu á Íslandi. Aðsókn var svo mikil að hús- pláss varð að takmarka hana. Alls mættu 60 pör til leiks og öttu kappi í monradtvímenn- ingi þann 30. desember þar sem spiluð voru 44 spil í 11 umferðum. Þeir félagarnir Örvar Óskarsson og Ómar Freyr Ómarsson unnu þetta jólamót með miklum yfirburðum, vermdu efsta sætið lungann af mótinu og voru með 5% meira skor en parið í öðru sæti. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1 . Örvar Óskarsson – Ómar Freyr Ómarsson 63,8% 2. Gunnlaugur Sævarsson – Kristján Már Gunnarsson 58,8% 3. Guðmundur Sv. Hermannsson – Björn Eysteinsson 56,9% 4. Gabríel Gíslason – Gísli Steingrímsson 56,0% 5. Páll Valdimarsson – Baldvin Valdimarsson 55,1% Spil 43 í síðustu umferð vakti verðskuldaða athygli. Suður var gjafari (enginn á hættu) og spaðasamlega fyrir hendi í NS. Flestir komust að því að tvo hæstu vantaði í laufi og létu geim duga og slemmu vera. Fimm pör létu vaða í spaðaslemmu (af 30) en aðeins tvö fengu að standa þann samning. Vestur átti út og fann í engum tilfellum af þessum fimm slemmum frá fimmlitnum sínum í laufi. Hins vegar er hægt að finna skemmti- lega vinningsleið ef vörnin tekur ekki tvo fyrstu slagina á lauf, þó að hún hafi sjaldnast fundist: Hjartadrottning verður að liggja á undan ÁG, tígull að haga sér (ekki verr en 3-2 skipting) og vestur verður að eiga ann- aðhvort háspilanna í laufi (hann á varla bæði því þá hefði hann tekið þau í upphafi). Sagnhafi tekur tíu slagi, fimm á spaða, fjóra á tígul, hjartakóng og endar í norðri. Vestur er í vandræðum og verður að halda valdi á hjartadrottningu sinni í þriggja spila end- astöðu. Hann verður að halda D10 í hjarta og fara niður á laufkóng blankan. Sagn- hafi spilar laufi frá norðri og vestur, inni á laufkóng, verður að gefa svíningu í hjarta. Það dugar ekki austri að taka slag á laufás og fella kóng vesturs því austur verður þá að spila frá laufi sínu. Hrannar og Runólfur sigurvegarar Að venju var góð þátttaka í jólamóti Bridge- félags Hafnarfjarðar en 57 pör tóku þátt að þessu sinni. Mikil barátta var um efsta sætið og mörg pör vermdu efsta sætið í keppninni. Félagarnir Hrannar Erlingsson og Runólfur Jónsson höfðu sigur að lokum eftir að hafa verið í toppbaráttunni mestallan tímann á meðan mótið fór fram. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Hrannar Erlingsson – Runólfur Þór Jónsson 59,3% 2. Guðmundur Baldursson – Steinberg Ríkarðsson 58,8% 3. Ingvar Jónsson – Jón Sigurbjörnsson 58,2% 4. Gunnlaugur Sævarsson – Kristján Már Gunnarsson 57,7% 5. Helgi Bogason – Guðjón Sigurjónsson 57,5% Enn ein skrautfjöður Hjónin Matthías Gísli Þorvaldsson og Ljósbrá Baldursdóttir bættu enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn og unnu öruggan sigur í sveitakeppni á Bridgehátíð Vesturlands sem spiluð var á Hótel Hamri um síðustu helgi. Sveitarfélagar þeirra voru Sævar Þorbjörnsson og Karl Sigur- hjartarson, sem náðu einnig efsta sæti í bötler útreikningi í frammistöðu para. Þeir skoruðu 2,12 impa að meðaltali í plús í spili í 7 leikjum sem voru 8 spil að lengd. Ljósbrá og Matthías hafa verið sigursæl í mótum undanfarna mánuði. Lokastaða 5 efstu sveita (af 22) í sveitakeppninni varð þannig: 1. Ljósbrá ........................................................................... 152 2. Grábrók .......................................................................... 134 3. Grant Thornton ............................................................. 130 4. Strumparnir .................................................................. 121 5. Skákfjelagið ................................................................... 115 Sunnudaginn 5. janúar var haldin tvímenn- ingskeppni. Þátttaka í henni var töluvert dræmari en í sveitakeppninni og mættu 20 pör til leiks. Fyrrum þingmaðurinn Birkir Jónsson og Guðmundur Baldursson voru hlutskarpastir á endasprettinum, voru í öðru sæti fyrir lokaumferðina og tryggðu sér sigur með góðan árangur í henni. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Guðmundur Baldursson – Birkir Jón Jónsson 58,7% 2. Örvar Óskarsson – Guðni Einarsson 55,9% 3. Guðný Guðjónsdóttir – Harpa Fold Ingólfsdóttir 55,1% 4. Kristján Már Gunnarsson – Gunnlaugur Sævarsson 55,0% 5. Hallgrímur Rögnvaldsson – Guðmundur Ólafsson 54,7%  Bridge JólaMót BridgefélagS reykJaVíkur Yfirburðasigur Örvars og Ómars Freys ♠ ÁD109 ♥ ÁG6 ♦ 9752 ♣ 108 ♠ KG862 ♥ K ♦ ÁKD6 ♣ D43 ♠ 5 ♥ D1074 ♦ G104 ♣ KG765 ♠ 743 ♥ 98532 ♦ 83 ♣ Á92 N S V A Á myndinni eru þau þrjú pör sem skipuðu 3 efstu sætin í minningarmóti BR um Ásmund Pálsson og Símon Símonarson. Frá vinstri eru Björn Eysteins- son og Guðmundur Sveinn Hermannsson sem urðu í þriðja sæti, öruggir sigurvegarar eru Örvar Óskarsson og Ómar Freyr Ómarsson og Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson höfn- uðu í öðru sæti. Ljósmynd/Aðalsteinn Jörgensen. Carlsen. Færir skákina á nýtt stig. Fyrirsæta, auðkýf- ingur, frægðardrengur. Anand. Hóf skákina úr ösku- stó á Indlandi. Þjóðardýrð- lingur á Indlandi, goðsögn í skáksögunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.